Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.2.–6.3.2019

2

Í vinnslu

  • 7.3.2019–14.1.2020

3

Samráði lokið

  • 15.1.2020

Mál nr. S-50/2019

Birt: 20.2.2019

Fjöldi umsagna: 69

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

Niðurstöður

Drög að reglugerðinni voru sett á samráðsgátt Stjórnarráðsins til almennrar kynningar og umsagnar. 69 umsagnir bárust. Lögin voru samþykkt á Alþingi 20. júní 2019.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutning á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skilyrði fyrir innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri markaði EES. Þá skuldbindingu staðfesti Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til samræmis við þá skuldbindingu. Á síðustu tveimur árum hafa bæði EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur Íslands staðfest að íslensk stjórnvöld hafi með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Þá hefur skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna þessa verið staðfest. Með hliðsjón af því er lagt til með frumvarpi þessu að núverandi leyfisveitingarkerfi verði afnumið og er markmið breytinganna að íslensk stjórnvöld standi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist enda mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld að virða skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og dómi EFTA-dómstólsins um túlkun hans sem og dómi Hæstaréttar Íslands. Vakin er athygli á því að með frumvarpinu eru ekki gerðar breytingar á skilyrðum á innflutningi landbúnaðarafurða sem upprunnar eru utan EES.

Mikilvægt er að standa þannig að breytingum á íslenskum lögum að tryggð sé vernd lýðheilsu og búfjár auk þess sem staðið sé vörð um hagsmuni neytenda. Með vísan til þess hafa stjórnvöld undanfarið ár unnið að aðgerðaráætlun sem tekur til margra þátta og miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Gripið verður til þeirra aðgerða samhliða afnámi þeirra skilyrða sem nú gilda um innflutning á kjöti og eggjum og dæmt hefur verið ólögmætt.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is