Samráð fyrirhugað 22.02.2019—08.03.2019
Til umsagnar 22.02.2019—08.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.03.2019
Niðurstöður birtar 09.01.2020

REGLUGERÐ um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka.

Mál nr. 54/2019 Birt: 22.02.2019 Síðast uppfært: 09.01.2020
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 7. júní 2019.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.02.2019–08.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.01.2020.

Málsefni

Um er að ræða drög að reglugerð um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, sbr. 56. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka sem verður sett með stoð í 56. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Reglugerðin, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf, fjallar m.a. um:

- skyldu tilkynningarskyldra aðila til að gera heildstætt áhættumat á rekstri sínum,

- aðferðarfræði við gerð áhættumats,

- hvaða áhættu- og efnisþætti ber að fjalla um,

- upplýsingar og gögn sem nýtast við gerð áhættumats,

- áhættuflokkun og vægi,

- notkun áhættumats; og

- vöktun og eftirlit með áhættumati.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 8. mars 2019 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 07.03.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um reglugerðina.

Virðingarfyllst,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi