Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.2.–8.3.2019

2

Í vinnslu

  • 9.3.2019–8.1.2020

3

Samráði lokið

  • 9.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-54/2019

Birt: 22.2.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

REGLUGERÐ um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka.

Niðurstöður

Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 7. júní 2019.

Málsefni

Um er að ræða drög að reglugerð um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, sbr. 56. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Nánari upplýsingar

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka sem verður sett með stoð í 56. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Reglugerðin, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf, fjallar m.a. um:

- skyldu tilkynningarskyldra aðila til að gera heildstætt áhættumat á rekstri sínum,

- aðferðarfræði við gerð áhættumats,

- hvaða áhættu- og efnisþætti ber að fjalla um,

- upplýsingar og gögn sem nýtast við gerð áhættumats,

- áhættuflokkun og vægi,

- notkun áhættumats; og

- vöktun og eftirlit með áhættumati.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 8. mars 2019 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is