Samráð fyrirhugað 22.02.2019—04.03.2019
Til umsagnar 22.02.2019—04.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 04.03.2019
Niðurstöður birtar 06.08.2019

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými)

Mál nr. 55/2019 Birt: 22.02.2019 Síðast uppfært: 06.08.2019
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í mars 2019 en náði ekki fram að ganga: https://www.althingi.is/altext/149/s/1135.html

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.02.2019–04.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.08.2019.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 en með þessu frumvarpi er ætlað að veita heimild til að stofna og reka neyslurými að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Umsagnarfrestur er til og með 4. mars næstkomandi.

Áformað er að leggja fram á vorþingi 2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, í því skyni að heimila stofnun og rekstur neyslurýma að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem kveðið verður á um í reglugerð, en hún verður jafnframt kynnt í Samráðsgáttinni þegar að því kemur.

Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem eru 18 ára og eldri geta neytt vímuefna í æð, undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna, og þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.

Við vinnslu frumvarpsdraganna voru meðal annars höfð til hliðsjónar ákvæði dönsku og norsku laganna sem heimila stofnun og rekstur neyslurýma, en talið er að um 90 neyslurými séu rekin í tíu löndum.

Neyslurými byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar, en í henni felt að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar vímuefna án þess þó að draga úr notkuninni sjálfri, enda gagnast skaðaminnkun ekki aðens fólki sem neytir efna heldur einnig fjölskyldum þeirra og samfélaginu öllu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jón Brynjar Birgisson - 04.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Rauða krossins á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.

Fh. framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi,

Jón B Birgisson

sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins á Íslandi

s.8967288 / jon@redcross.is

Viðhengi