Samráð fyrirhugað 22.02.2019—08.03.2019
Til umsagnar 22.02.2019—08.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.03.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Mál nr. S-56/2019 Birt: 22.02.2019 Síðast uppfært: 11.03.2019
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Framhaldsskólastig
  • Háskólastig
  • Leikskólar, grunnskólar, starfsnám og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.02.2019–08.03.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla varðar m.a. aukin sveigjanleika í skólastarfi, hæfni og réttindi kennara.

Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu

Gefið verður út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað þriggja skv. núgildandi lögum. Lögfest verður í fyrsta sinn ákvæði um hæfni, annars vegar almenna hæfni og hins vegar sértæka hæfni sem kennarar og skólastjórnendur þurfa að búa yfir til að uppfylla markmið frumvarpsins. Það er bæði í takt við óskir hagaðila sem birtast í skýrslum starfshópa um framtíð kennaramenntunar frá árunum 2006 og 2009 og þróun erlendis þar sem hæfnirammi er m.a. nýttur til að samræma kennaramenntun. Í gildandi lögum er skilyrði fyrir leyfisbréfi kennara miðuð við skipulag kennaramenntunar. Með lagabreytingunum er litið til þeirrar hæfni sem er í samræmi við þá ábyrgð sem felst í kennarastarfinu. Viðmið um hæfni gegna fjölbreyttu hlutverki. Þau nýtast sem leiðsögn um inntak kennaramenntunar, eru viðmið um skilyrði fyrir leyfisbréfi, eru grunnur að innra og ytra mati á gæðum skólastarfs, veita leiðsögn um starfsþróun og endurmenntun kennara og veita leiðsögn við ráðningu kennara. Í kjölfar lagasetningarinnar verður gefin út reglugerð þar sem fram kemur nákvæmari skilgreining á almennri og sérhæfðri hæfni til að gegna tilteknu starfi.

Frumvarpið gerir ráð fyrir sérstökum skilyrðum um sérhæfða hæfni um kennslu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í stað núgildandi laga þar sem inntak og umfang menntunar kennara og skólastjórnenda er eina skilyrðið fyrir veitingu starfsleyfis. Frumvarpið gerir ráð fyrir stofnun svokallaðs kennararáðs sem er samstarfsnefnd um málefni kennara og verður skipað fulltrúum fagfólks úr háskólum og skólasamfélaginu. Í dag er til samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda, en það hefur ekki lagagrundvöll. Reiknað er með að það verði lagt niður. Formlegt hlutverk kennararáðs verður að leiðbeina um hvernig hæfniviðmið séu höfð að leiðarljósi við skipulag kennaramenntunar og starfsþjálfunar, ráðningu í starf og starfsþróun. Miðað er við að leiðbeiningar og ráðgjöf verði birt á vef Menntamálastofnunar.

Þá eru lagðar til ýmsar breytingar hvað varðar stjórnsýslu kennaramenntunarmála, m.a. vegna athugasemda frá Umboðsmanni Alþingis og Menntavísindasviði HÍ. Ástæða þykir til að aðgreina brautskráningu úr kennaramenntunarnámi og útgáfu leyfisbréfa og er í frumvarpinu lagt til að Menntamálastofnun verði falið það verk. Þetta felur í sér réttarbót í þeim tilvikum þar sem stofnunin hafnar útgáfu leyfisbréfs, því þá myndast kæruréttur til ráðuneytis. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir því að hlutverk undanþágunefnda grunnskóla og framhaldsskóla, að taka við umsóknum um ráðningu í störf þar sem ekki fást kennarar með leyfisbréf verði falið Menntamálastofnun. Stofnuninni er einnig ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar varðandi leyfisbréf og undanþágur.

Unnið hefur verið að undirbúningi frumvarps þessa frá sl. hausti og samráð haft við Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag leikskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda í leikskólum, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Skólameistarafélag Íslands, Menntamálastofnun, Menntavísindasvið HÍ, Kennaradeild HA og Listkennsludeild LHÍ.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þorsteinn Sæberg Sigurðsson - 25.02.2019

Meðfylgjandi umsögn formanns FG og SÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Dýrleif Skjóldal - 25.02.2019

1.Ég er mjög hlynnt því að eitt leyfisbréf til kennslu verði til. Eftir 5 ára háskólanám í kennslufræðigrein hvort sem um er að ræða nám í leikskóla- grunnskóla- íþróttakennslufræði þá á 1 leyfisbréf að nægja. Skólastjórnendum er skylt að ráða þann sem er hæfastur til starfans og það gefur auga leið að enginn mun ráða leikskólakennara sem hefur enga/litla þekkingu á stærðfræði til stærðfræði kennslu á framhaldsskólastigi. En sá kennari sem hæfastur er til að kenna nemendum með miklar þroskaskerðingar á framhaldsskólastigi gæti hins vegar vel komið út hópi leikskólakennara. Að íþróttakennarar megi ekki kenna íþróttir í leikskóla nema sem leiðbeinandi er út í hött og að ég megi kenna 4 og -6 ára börnum sund á meðan þau eru í leikskóla en ekki þegar þau ganga yfir planið og fara í grunnskóladeildina er mjög skrítið. Ég má kenna þeim í júní en ekki í ágúst:)Að framhaldsskólakennarar í ensku megi ekki kenna grunnskólanemendum ensku nema sem leiðbeinendur er út takti við tímann.

2.Kennurum er skillt að stunda símenntum á starfsævi sinni og ef þeir treysta sér til að kenna eitthvert fag sem þeir eru riðgaðir í þá fara þeir á námskeið sem styrkja þá í starfi.

3. ef að vantar kennara þá hlýtur að vera auðveldara að endurmennta kennara sem hefur kennt áður af öðru skólastigi en ómenntaða leiðbeinendur eins og notast er við ef ekki fást kennarar til starfa.

4 trúi því að skólastjórnendur vilji allir veg sins skóla sem mestan og ráði því hæfasta fólkið til að sinna kennslunni.

Afrita slóð á umsögn

#3 Sigríður Helga Sigurðardóttir - 26.02.2019

Eitt leyfisbréf fyrir öll skólastig

Afrita slóð á umsögn

#4 Jónína Hrönn Símonardóttir - 26.02.2019

Ekki kannski beint umsögn en smá vangaveltur:

Hefur það einnig verið kannað hvernig þetta virkar í kjarasamningum? Eins og staðan er í dag eru kjarasamningar fyrir hvert skólastig. Er það ætlunin að sameina þá einnig?

Annað sem ég er aðeins að velta fyrir mér er hversu stuttur tíminn er til umsagnar. Það eru rétt rúmar 2 vikur í lokadag. Er það nægilega langur tími?

Afrita slóð á umsögn

#5 Þórgunnur Torfadóttir - 27.02.2019

Ég fagna þessu frumvarpi og vona að það nái í gegn. Um leið vonast ég til þess að unnið verði markvisst að því að efla starfsþróun kennara og finna henni betri og öflugari farveg þannig að hún verði sjálfsagður hluti af starfi kennarans. Á þann hátt verður skólastarf síkvikult og þróast í takt við samfélagsbreytingar og á þann hátt munu kennarar eiga möguleika að efla hæfni sína til kennslu á hvaða skólastigi sem er. Mikilvægt er að finna farveg til starfsþróunar þar sem kennarar þurfa ekki að bæta henni ofan á fullan vinnudag heldur geta stundað hana sem hluta af starfi. Í dag er vinnutími kennara tæpar 43 stundir á viku á starfstíma skóla. Að bæta starfsþróunartímunum ofan á það er að bera í bakkafullan lækinn. Starfsþróunartímarnir lenda þannig flestir á sumartímann þar sem kennarar vinna einir en sennilega felst einn mikilvægast starfsþróunarvettvangur kennara í samráði og samvinnu þeirra á milli.

Afrita slóð á umsögn

#6 Elfa Birkisdóttir - 27.02.2019

Ég fagna þessari breytingu og tel hana mikilvæga okkur öllum til framdráttar ef horft er til framtíðar í menntamálum á Íslandi í dag.

Ég er skólastjórnandi í leik-og grunnskóla á landsbyggðinni, hef grunn sem leikskólakennari og hlaut kennsluréttindi til grunnskóla eftir mastersnám við menntavísindasvið.

Við þurfum þegar við tölum um menntun og veltum henni fyrir okkur alltaf að horfa til þess hvernig við getum með einhverju móti unnið gegn brotthvarfi síðar á námsferli nemanda. Það, brotthvarf, er gríðarlega dýr þáttur í menntakerfinu og hefur mikil áhrif á samfélagið. Hugsunin á alltaf að vera sú að menntun sé lykill að verkfærakistunni sem fylgir okkur út lífið. Í skólanum erum við smátt og smátt að fylla í verkfærakistuna okkar og því þarf að sporna við þeim þáttum sem hafa áhrif á brotthvarf. Ég vildi í mastersnáminu mínu skoða hvað það er í námsferli nemenda sem hefur hvað mest áhrif á brotthvarf. Margar rannsóknir sýndu að samfella í námi nemenda skipti miklu máli. Skörp skil í skólagöngunni geta haft þau áhrif að nemandi flosnar úr námi. Hann finnur ekki fyrir tenglum við skólann, kennarann og finnst hann afskiptur. Þarfir í skólakerfinu í dag kalla á að skólanum sé ekki sama. Tilfinningaþroski nemanda er meiri og nemandinn vill að eftir honum sé tekið og hann vill finna að hann geti haft áhrif. Með því að stuðla að því að skólaganga nemenda sé með þeim hætti getum við spornað gegn brotthvarfi að miklu leyti. Þá kem ég að aðalatriðinu. Ég tel að með því að auka möguleika kennara á því að flæða á milli skólastiga með sína sérfræðiþekkingu getum við verið að efla samskipti og auka skilning kennara á öllum skólastigum. Við munum að mínu mati brjóta þá múra sem liggja ótrúlega oft á milli skólastiganna. Enginn kennari er öðrum fremri og menntakerfið verður stútfullt af kennurum sem munu allir hafa það að markmiði að vilja hafa áhrif á nám nemenda á þeirra námsleið og hafa þekkingu á öllu skólakerfinu í heild. Það verður þá stóra verkefnið að mennta nemanda frá 1 árs til 18/19 ára. Virðingin fyrir fyrri reynslu nemanda verður jafnvel aukin með þessu mikilvægar upplýsingar flytjast á milli skólastiganna. Í samræðum við framhaldskólastigið hefur oft verið rætt hversu mikill tími kennaranna þar fer í að kynnast nemendum... það væri hægt að efla þau samfellun með þessu. Við verðum að byrja einhverstaðar og mikilvægt er að byrja hjá kennaranum sjálfum. Gott er líka að hugsa til þess ef í dag er starfsmannavelta meiri og ef við hugsum þetta þá þannig að kennari fari frekar á milli skólastiga heldur en í önnur störf í öðrum atvinnugeirum munum við hafa meiri möguleika að hafa menntakerfið okkar ríkara af færum kennurum sem hafa einmitt oft áhuga á að breyta um umhverfi. Skólastjórnendum er treystandi til að ráða inn hæfa einstaklnga til kennslu á öllum skólastigum. Mín skoðun er sú að leikskólakennari gæti verið góður lífsleiki kennari í framhaldskóla.

Kveðja og gangi ykkur vel!

Elfa skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni

Afrita slóð á umsögn

#7 Már Ingólfur Másson - 28.02.2019

Ef af þessu verður þarf að tryggja jafnan rétt allra kennara til að færast á milli skólastiga og væntanlega þarf þá að byrja að huga að því að færa framhaldsskólann frá ríkinu til sveitarfélaga.

Þetta gæti mjög vel verið upphafið að heildstæðu skólakerfi frá 1 - 18 ára. Kerfi sem er hannað með hag nemenda að leiðarljósi.

Afrita slóð á umsögn

#8 Íris Anna Steinarrsdóttir - 01.03.2019

Sæl verið þið.

Ég sem aðstoðarskólastjóri samrekins skóla, leik- og grunnskóla, er mjög ánægð með að þetta fyrirkomulag sé uppi á borðinu, þ.e.a.s. að kennarar fái leyfisbréf sem kennari, á sama hvaða skólastigi sá einstaklingur vill kenna.

Með þessu öðlast kennarar færi á að fara á milli skólastiga, á kennara launum, ekki sem leiðbeinendur og fá laun sem miða að þeirra menntun. T.d. íþróttakennari getur kennt á grunn- og framhaldsskólastigi, sem kennari, en verður svo leiðbeinandi þegar hann fer að kenna í leikskóla. Það er eitthvað bogið við það kerfi.

Það er síðan í höndum hvers skólastjóra að ráða hæfasta fólkið í þá vinnu sem verið er að auglýsa, t.d. að ráða kennara með sérhæfingu í smíði sem smíðakennara en ekki að ráða íslensku- eða danskennara í það starf, þar sem vantar upp á sérfræðikunnáttu þeirra. Treysta stjórnendum til að ráða hæfasta fólkið.

Þetta gefur okkur sem stjórnendum einnig færi á að koma til móts við okkar starfsmenn, leik- og grunnskóla, á jöfnum starfskörum, þ.e.a.s. að hægt verður að bjóða upp á jafn mikinn undirbúningstíma fyrir leikskólakennara og grunnskólakennara.

Ég bind miklar vonir við þetta leyfisbréf og vonan svo innilega að það gangi í gegn.

Afrita slóð á umsögn

#9 Hafsteinn Karlsson - 01.03.2019

Góðan dag. Velti fyrir mér sérkennurum en ég finn ekkert um þá í þessum tillögum. Nú er t.d. sú skrýtna staða í gangi hér í mínum skóla að starfsmaður sem er með BA próf í þroskaþjálfafræðum og meistarapróf í sérkennslu ofan á það, fær leyfisbréf í framhaldsskóla en ekki í grunnskóla. Það skýtur mjög skökku við þegar unnið er í anda skóla án aðgreiningar en þar kemur þessi menntunarblanda sterkt inn til að búa til fjölbreytt og gott námsumhverfi fyrir alla nemendur. Óska eftir því að þetta verði lagað strax.

Bestu kveðju - Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla

Afrita slóð á umsögn

#10 Anna Elísa Hreiðarsdóttir - 01.03.2019

Umsögn mín er í fylgiskjali

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Birna Ólafsdóttir - 01.03.2019

Umsögn Sjúkraliðafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Dagný Rósa Úlfarsdóttir - 01.03.2019

Komið þið sæl.

Ég er starfandi grunnskólakennari með leyfisbréf síðan 2002.

Ég hræðist þessa tillögu um 1 leyfisbréf á öllum stigum af eftirfarandi ástæðu:

Sú staða getur komið upp í skólum (sérstaklega á landsbyggðinni þar sem oftar er erfiðara að ráða réttindafólk) að skólastjórnendur séu tilneyddir til að ráða inn t.d. leikskólakennara á unglingastig, án allrar kennslureynslu, þar sem hann hafi meiri starfsreynslu í skólakerfinu heldur en t.d. nýútskrifaður grunnskólakennari. Það er hætta á að sérhæfing kennara verði verðfelld með þessari leyfisbréfabreytingu.

Það er ástæða til að velta þessu upp, því einhverra hluta vegna voru sett lög um menntun kennara og kröfur um mastersnám fyrir kennsluréttindi. Mismunandi aldur nemenda krefst mismunandi nálgun kennara og með fullri virðingu fyrir öllum kennarastéttum, að þá þarf að stíga þarna varlega til jarðar. Flæði milli skólastiga hefur gengið en ég velti fyrir mér nálgun framhaldsskólakennarans í leikskóla og öfugt.

Kveðja,

Dagný Rósa

Afrita slóð á umsögn

#13 Nína Midjord Erlendsdóttir - 01.03.2019

Heil og sæl, mínar áhyggjur með þetta nýja frumvarp snúa að því hver verður staða leikskólakennara sem nú hafa lokið námi? það er jú þannig að í gegnum tíðina hefur námið okkar verið gjaldfellt, og ég skal útskýra það hvað ég á við með því, þegar fyrstu nemendur fóru í nám til að öðlast réttindi til stafra með börnum fóru þeir í skóla Sumargjafar, svo kom nám í Fóstruskólanum ef ég fer rétt með en svo smám saman lengdist námið og þeir sem luku því voru í sama flokki og störfuðu á leikskólum undir nafninu FÓSTRA. Svo var ákveðið að lengja námið og koma því á háskólastig og það var þá nám þess tíma og ég fór í slíkt nám í fjarnámi og það tók mig 4 ár, samt engin afsláttur, það var meira segja kennt á sumrin, sömu próf og staðarnemar og ekki minni kröfur , já og ég úrskrifaðist með 1. einkun og fékk starfsheitið leikskólakennari og leyfisbréf undirritað af Þorgerði Katrínu þáverandi menntamálaráðherra. Og til að minna á launaflokka og kjaramál þá vorum við öll í sama flokki Fóstrur og leikskólakennarar og sami launaflokkur. Svo var skyndilega ákveðið að lengja námið í 5 ár og þá geriðst eitthvað við vorum EKKI lengur í sama flokki, ó nei þá var 5 ára prófið , þess tíma alltí einu svo merkilegt að þeir sem luku því fengu hærra kaup en þeir með prófin á undan, fóstrurnar og leikskólakennararnir. Þetta er hrein og klár mismunun og já nú spyr ég að því á þetta að endurtaka sig og sitjum við leikskólakennarar enn einu sinni eftir. Fáum við sem lokið höfum námi sömu réttindi og nýja fína fólkið með nýju fínu prófin? kveðja Nína leikskólakennari í 14 ár næstum 15 og þar á undan leiðbeinandi í leikskóla í rúm 12 ár.

Afrita slóð á umsögn

#14 Sólrún Héðinsdóttir - 02.03.2019

Ég er mjög hugsi yfir þeim asa sem er í gangi varðandi þetta mál. Mér finnst þetta alltof stórt mál til að rasa um ráð fram. Það þarf lengri tíma til að skoða þetta frá öllum hliðum og athuga hvaða afleiðingar þetta hefur. Það er kostur að geta farið á milli skólastiga og haldið sínum launum en ég átta mig ekki alveg á því hvernig á að vinna þetta með hæfniviðmiðin. Hver á að búa þau til? Hvenær á að gera það? Hver á að meta hvort að kennari er hæfur eða ekki? Verður þetta allt lagt á herðar skólastjórnenda eins og vinnumatið í grunnskólunum sem gekk aldrei upp? Mér finnst að það þurfi að skoða og ræða um áhrif þessa á öll skólastigin þ.e. leik-, grunn- og framhaldsskóla áður en ákvörðun verður tekin um hvort að þetta er leiðin sem heppilegt sé að fara.

Afrita slóð á umsögn

#15 Anna Kristín Sigurðardóttir - 02.03.2019

Hér er umsögn frá nokkrum kennurum á Menntavísindasviði sem starfa með Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Brynjólfur Eyjólfsson - 03.03.2019

Hér eru athugasemdir mínar við þessa afleitu hugmynd

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Haraldur Freyr Gíslason - 04.03.2019

Umsögn stjórnar Félags leikskólakennara í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Jóna Björk Jónsdóttir - 04.03.2019

Umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Í frumvarpinu er mælt með að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum þremur skólastigunum; leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskóla.

Z-listinn telur afar óskynsamlegt að breyta núgildandi lögum um að kennarar útskrifist með eitt leyfisbréf sem gefi þeim leyfi til að kenna á öllum skólastigum. Sú menntun sem þarf til að kenna í leikskóla er mjög frábrugðin þeirri menntun sem þarf til að kenna í framhaldsskóla. Það væri afar óskynsamlegt að fylla stöður á leikskóla með kennurum sem hafa sérhæfingu í allt öðru en kennslu lítilla barna.

Markmiðið með frumvarpinu er að opna fyrir það að kennarar geti farið á milli skólastiga. Það væri hægt að gera með því að kennari geti sótt um fleiri en eitt leyfisbréf um leið og hann lýkur námi. Á sama hátt væri auðvelt að leysa þetta mál með því að kennari sem vill færa sig á milli skólastiga geti fengið leyfisbréf á annað skólastig ef hann hefur bætt við sig menntun eða starfsreynslu sem mælir með því.

Z-listinn, Sól í Skaftárhreppi

Afrita slóð á umsögn

#19 Bragi Guðmundsson - 05.03.2019

Ég er í öllum megindráttum sammála þessu frumvarpi. Stærsta málið er að fá eitt leyfisbréf fyrir alla kennara. Sú breyting sem gerð var með lögunum 2008 um aukið aðgengi/réttindi kennara á milli skólastiga náði aldrei fram að ganga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, líklega mest vegna andstöðu sveitarfélaga sem greiða laun leik- og grunnskólakennara. Mál er að linni og að þau hundruð kennara sem kenna á öðru skólastigi en leyfisbréf þeirra segir til um fái viðurkenningu og laun í samræmi við menntun sína.

Ég er einnig mjög ánægður með tólftu greinina um auglýsingar því þar er skerpt á ábyrgð þeirra sem auglýsa lausar stöður.

Grein fimm um sérhæfða hæfni kennara er svolítið óljós og óvíst er hvernig kennararáð mun virka samkvæmt sjöundu grein en það fær umtalsverð áhrif ef það beitir sér. Á það verður reyna en ég vara við því að ráðið verði nokkurs konar undirstofnun Menntamálastofnunar sem þegar hefur sogað óþarflega margt til sín úr ráðuneytinu. Í beinu framhaldi af þessum orðum lýsi ég einnig efasemdum um að færa útgáfu leyfisbréfa til Menntamálastofnunar. Mér finnst mun eðlilegra að háskólar sem annast menntun kennara taki ábyrgð á þeirri menntun sem þeir veita og þar með starfsleyfi þeirra sem hennar njóta. Umsækjendur um leyfisbréf hljóta ævinlega að geta kært úrskurð þeirra sem leyfisbréf veita, hvort sem það eru háskólar eða miðlæg stofnun.

Sá sem þessar línur sendir er prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri og var formaður deildarinnar í fimm ár.

Afrita slóð á umsögn

#20 Hilmar Hilmarsson - 05.03.2019

Athugasemd frá Íslenskri málnefnd

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson - 05.03.2019

Ég vil í fyrsta lagi vekja athygli á því að þegar menntamálaráðherra kynnti þetta á fundi með okkur framhaldsskólakennurum í Fjölbraut í Ármúla (sem var mjög vel sóttur) í nóvember síðastliðnum, þá var ekkert sem gaf til kynna þann flýti sem nú virðist vera í gangi. Þá er tími til umsagnar MJÖG stuttur eða tæpar þrjár vikur. Ekki kann það að virka lýðræðislegt!

Þetta frumvarp hefur mætt nánast algerri andstöðu hjá framhalsskólakennurum og hafa 14 aðildarfélög FF sent inn umsagnir til KÍ og þær eru ALLAR andsnúnar frumvarpinu. Á að vinna það í algerri andstöðu okkar framhaldsskólakennara? Varla getur það talist lýðræðislegt?

Ég tala mikið um lýðræði, vegna þess að í Aðalnámsskrá framhaldsskóla er talað fjálglega um lýðræði og hvað það sé mikilvægt að kenna það og nota í skólakerfinu/skólastarfi.

Hér eru umsagnirnar: http://www.ki.is/skolamal/ymislegt/leyfisbref#%C3%A1lyktanir-fr%C3%A1-kennaraf%C3%A9l%C3%B6gum

Ég ætla s.s. ekki að rekja í löngu máli rök okkar framhaldsskólakennara í málinu, en það er augljóst að málinu er stillt upp gegn okkur, en í þágu grunnskólakennara og skólastjórnenda (þetta mun auka enn frekar mikil völd þeirra).

En hættan er sú að verði af þessu, þá verði störf framhaldsskólakennara ,,þynnt út" og jafnvel ,,gengisfelld." Það er að mínu mati MJÖG ósækileg þróun.

Ég vil hér með skora á hæstvirtan menntmálaráðherra að: a) Flýta sér hægt í málinu og b) Hlusta á og taka til íhugunar og skoðunar sjónarmið framhaldsskólakennara í málinu.

Eins og ég og fleiri höfum bent á er að okkar mati mun brýnna að bæta fyrst atriði eins og almenn launamál kennara og menntamál kennaranema, með það að markmiði að fá fleiri ungliða inn í kennarastéttina og glæða áhuga fólks á þessu ágæta (og mikilvæga) starfi, sem kennarastarfið er.

Höfundur er MA í stjórnmálafræði (með kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla) og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sem sendi frá sér ályktun gegn þessu fyrirhuguðu breytingum.

Afrita slóð á umsögn

#22 Sigrún Birna Björnsdóttir - 05.03.2019

Umsögn frá stjórn Samtaka móðurmálskennara, fagfélagi íslenskukennara á grunn, framhalds- og háskólastigi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Anna Garðarsdóttir - 05.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Jakob Bragi Hannesson - 05.03.2019

Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara finnst mér vond og háskaleg hugmynd. Það er ófaglegt að keyra í gegn með hraði jafn mikilvæga stefnubreytingu í menntamálum án lýðræðislegrar umræðu. Yfirlýstur tilgangur þessara breytinga, er að auka flæðið á milli skólastiga. Gríðarlegur skortur á réttindakennurum er í leikskólum og grunnskólum og virðist vandinn liggja þar. Að halda það, að eitt leyfisbréf fyrir alla muni leysa kennaraskortinn í leik-og grunnskólum, er fráleitt. Að mínu mati er vegið verulega að fagþekkingu allra sérfræðinga á öllum skólastigum, ef eitt leyfisbréf fyrir alla verður að veruleika. Öll þrjú skólastigin eru með sínar áherslur og þurfa á að halda sérfræðingum með sértæka, faglega menntun. Það er löngu tímabært fyrir stjórnvöld, að átta sig á því að menntun, sérhæfing og fagleg þekking kennarans skiptir öllu máli fyrir farsæld og framtíð íslenskrar þjóðar. Kennarastarfið má aldrei fara á útsölu.

Jakob Bragi Hannesson

Framhaldsskólakennari við Fjölbrautarskóla Snæfellinga

Afrita slóð á umsögn

#25 Helga Dögg Sverrisdóttir - 05.03.2019

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Sölvhólfsgötu 4

101 Reykajvík

Akureyri 5. mars 2019

Efni: Umsögn Helgu Daggar Sverrisdóttur um mál nr. S-56/2019 í samráðsgátt stjórnvalda, drög að frumvarpi til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Þess má geta að grunnskólakennarar hafa ekki fengið kynningu á frumvarpinu og þeim breytingum sem það inniber. Af þeim sökum á að gera hlé á vinnslu frumvarpsins. Kynna þarf breytinguna, kosti og galla, fyrir fjölmennustu stétt kennara. Grunnskólakennarar hafa litar forsendur til að setja sig inn í drögin án þess að vita lítið sem ekkert um málið. Frumvarpið kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum fyrir grunnskólakennara þrátt fyrir að í greinagerðinni komi fram að fundað hafi verið reglulega og þátttakendur tekið virkan þátt um breytingarnar frá hausti 2018. Grunnskólakennarar skilja ekki þennan asa á málinu í stað gaumgæfilegrar kynningar. Ekkert í frumvarpsdrögunum segir kennurum af hverju ætti að fara út í svona viðamiklar breytingar.

Mörg stór orð hafa verið uppi um að bæta þurfi starfsumhverfi kennara á Íslandi. Sitt sýnist hverjum um þá leið sem ráherra er á. Frumvarp það sem hér er til umsagnar er ætlað að taka á því sem ráðherra menntamála kallar stórsókn í menntamálum.

Þegar svo veigamiklar breytingar standa fyrir dyrum er nauðsynlegt að kynna þeim hópi sem breytingarnar fjalla um stöðu mála. Slíkt hefur hvorki ráðherra né Félag grunnskólakennara gert. Grunnskólakennarar hafa heyrt ráðherra menntamála tala um stórsókn í menntamálum en bjuggust við öðru. Margir kennarar sjá ekki þá stórstókn sem boðað er í frumavarpinu. Menntamálaráðherra fer eins og köttur í kringum heitan graut og tekur ekki á þeim málum sem taka þarf á, launamálum, vinnuumhverfi og starfsaðstæðum kennara. Ekkert af þessu þrennu breytist með nýju frumvarpi.

Sjá frekari umsögn í viðhengi

Virðingarfyllst, Helga Dögg Sverrisdóttir

M.Sc. M.Ed. B.Ed.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Valgerður S Bjarnadóttir - 06.03.2019

Mig langar að koma á framfæri sjónarmiði sem ekki hefur verið dregið svo mikið fram í þessari umræðu en varðar þó grundvallaratriði um málið.

Ein af grundvallarbreytingunum sem frumvarpið felur í sér sé að færa völd frá þeim sem hafa sérhæft sig í því að mennta kennara, til annarra “hagaðila”, þ.e.a.s. kennararáðs. Samkvæmt greinargerðinni með frumvarpinu verða sett fram viðmið um hæfni kennara, sem “nýtast sem leiðsögn um inntak kennaramenntunar, eru viðmið um skilyrði fyrir leyfisbréfi, eru grunnur að innra og ytra mati á gæðum skólastarfs, veita leiðsögn um starfsþróun og endurmenntun kennara og veita leiðsögn við ráðningu kennara.” Ekki er alveg ljóst af greinargerðinni hvaða aðilar muni ákveða hvaða sértæku hæfniviðmið rata inn í reglugerðina en það er þó ljóst að kennararáðið mun hafa talsverð völd þegar kemur að þróun inntaks kennaranáms: “Formlegt hlutverk kennararáðs verður að leiðbeina um hvernig hæfniviðmið séu höfð að leiðarljósi við skipulag kennaramenntunar og starfsþjálfunar, ráðningu í starf og starfsþróun.”

Af þessu má líta svo á að stað þess að leggja áherslu á að viðkomandi deildir innan kennaramenntunarstofnana skipuleggi og þrói inntak kennaramenntunar í samræmi við nýjustu innlendar og alþjóðlegar rannsóknir og í samstarfi við vettvanginn, verði aðrir hagsmunaaðilar í meirihluta þess 11 manna kennararáðs sem falið verður að leiðbeina um innleiðingu hæfniviðmið kennara á mismunandi skólastigum. Það er að segja: Í stað þess að sérfræðingar í menntamálum, sem sinna rannsóknum á sviðinu í alþjóðlegu og gagnrýnu rannsóknarumhverfi og eru í alþjóðlegu samstarfi um þróun kennaramenntunar, beri ábyrgð á inntaki kennaramenntunar og þróun þess, er það vald að verulegu leyti fært til annarra aðila sem hafa oft og tíðum annarra hagsmuna að gæta.

Það er umhugsunarvert af hverju slík breyting ætti að vera til góðs fyrir gæði kennaramenntunar í landinu og fagmennsku stéttarinnar. Þetta eru atriði sem aðstandendur frumvarpsins ættu að íhuga vandlega áður en lengra er haldið.

Valgerður S. Bjarnadóttir,

Menntunarfræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Afrita slóð á umsögn

#27 Sigurður Þór Ágústsson - 06.03.2019

Eitt leyfisbréf fyrir öll skólastig eru orð í tíma töluð og mun gagnast hvað mest til að spyrna við yfirvofandi kennaraskorti. Með áherslu á kennslufræði annars vegar og fagþekkingu hins vegar mun kennaranám svara þeim sveigjanleika sem á að vera til staðar á vinnumarkaði og í skólastarfi.

Sigurður Þór Ágústsson

Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra

Afrita slóð á umsögn

#28 Páll Vilhjálmsson - 06.03.2019

Frumvarpið gjaldfellir menntun og störf kennara. Leyfisbréf eru núna fyrir hvert skólastig og rímar það við þá þekkingu að kennsla í leikskóla er í grundvallaratriðum önnur en framhaldsskólakennsla. Sérhvert skólastig þarf sérhæfða kennara. Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara segir í raun að enga sérhæfingu þurfi til kennslu.

Að ráðuneyti menntamála skuli láta sér detta í hug að gefa út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara segir okkur að þar á bæ eru allt önnur mál í forgangi en að efla menntun.

Afrita slóð á umsögn

#29 Erna Guðmundsdóttir - 06.03.2019

Umsögn frá kennarafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Félagar í kennarafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga leggjast gegn hugmyndum um eitt leyfisbréf til kennslu allra skólastiga. Í 21.gr. núgildandi laga nr. 87 frá 2008 um menntun og ráðningu kennara er þegar gert ráð fyrir eðlilegu flæði milli skólastiga.

Við fögnum góðum vilja ráðherra til stórsóknar í menntamálum þjóðarinnar. Breytingar mega þó aldrei verða á kostnað fagmennsku. Með einu leyfisbréfi til kennslu á öllum skólastigum er hætt við að sérhæfingu- og fagmennsku starfa innan hvers skólastigs muni fara aftur. Vegna ólíkra þarfa nemenda á þeim þremur skólastigum sem frumvarpsdrögin ná til er nauðsynlegt að hafa að leiðarljósi námsþarfir hvers skólastigs fyrir sig og þar af leiðandi ólíkan menntunarbakgrunn kennara.

Við treystum því að þær hugmyndir sem hér eru til umræðu verði ígrundaðar mun betur áður en þær verða lagðar fram sem frumvarp til laga.

Erna Guðmundsdóttir, formaður kennarafélags.

Afrita slóð á umsögn

#30 Brynja Finnsdóttir - 06.03.2019

Sem starfandi framhaldsskólakennari mótmæli ég frumvarpi um eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Ég held að slíkt myndi skerða hæfni og sérhæfingu kennara á öllum skólastigum og leysi ekki þann brýna vanda sem blasir við íslensku menntakerfi - kennaraskortinn.

Afrita slóð á umsögn

#31 Guðmundur Hálfdánarson - 07.03.2019

Umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórn-enda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands

Samkvæmt 2. gr. er meginmarkmið frumvarpsins að tryggja það að þeir sem „sinna uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð“, og hlýtur það að teljast í alla staði mjög jákvætt. Það veldur samt nokkrum áhyggjum að í öðrum greinum frumvarpsins er dregið verulega úr þeim lágmarks menntunarkröfum sem gerðar eru í gildandi reglum til fagkennara í framhaldsskólum. Þannig segir í 6. gr. reglugerðar um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara (872/2009) að framhaldsskólakennarar skuli hafa lokið a.m.k. 180 einingum á háskólastigi í aðalkennslugrein sinni og þar af skuli að jafnaði vera í það minnsta 60 einingar á meistarastigi í greininni. Með þessu er tryggt að kennarar í framhaldsskólum hafi lokið í það minnsta þriggja ára háskólanámi í kennslugrein sinni, og þar af sé helst a.m.k. eitt ár á meistarastigi. Í 5. gr. fyrirliggjandi frumvarps er fagmenntun kennara með sérhæfingu til að kenna tungumál og bóknámsgreinar á framhalds¬skólastigi aftur á móti skilgreind þannig að þeir skuli búa að lágmarki yfir „þeirri hæfni, á viðkom¬andi fræðasviði, sem krafist er við námslok á stigi 1.2 skv. viðmiðum um æðri menntun og prófgráður“. Þetta þýðir í raun að framhaldsskólakennarar þurfa aðeins að hafa lokið tveggja ára grunnnámi á háskólastigi (120 einingar) í kennslugrein sinni, auk 60 eininga í aukagrein. Það er mat okkar að slíkur undirbúningur sé allsendis ónógur fyrir faggreinakennara á framhaldsskóla¬stigi, því að ef vel á að vera er nauðsynlegt að framhaldsskólakennarar hafi lokið meistaraprófi í þeirri grein sem þeir kenna. Annars er hætta á að kennararnir fái ekki þá yfirsýn og færni í greininni sem er nauðsynleg til að undirbúa nemendur undir frekara nám á háskólastigi.

Annað nýmæli í frumvarpinu vekur nokkra umhugsun, en það er ákvæðið í 8. gr. um að aðeins eitt leyfisbréf skuli gilda fyrir kennara á öllum skólastigum frá leikskóla til framhaldsskóla. Vissulega er jákvætt bæði að styrkja tengslin á milli skólastiganna og ýta undir þróun kennara í starfi, en um leið er augljóst að svo mikill eðlismunur er á kennarastörfum í leikskóla og fram¬haldsskóla að þar á milli verður varla neitt flæði kennara. Spurningin er því hvort ekki hefði verið heppilegra að ná fram þessum markmiðum frumvarpsins með einhverjum öðrum hætti en að láta eitt leyfisbréf gilda fyrir alla kennara.

Reykjavík, 6. mars 2019

Fyrir hönd stjórnar Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Guðmundur Hálfdanarson

forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Afrita slóð á umsögn

#32 Samtök atvinnulífsins - 07.03.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Virðingarfyllst,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#33 Elsa Eiríksdóttir - 07.03.2019

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#34 Guðrún Jóhannsdóttir - 07.03.2019

Það er alltof oft farið út í breytingar í skólakerfinu án þess að búið sé að undirbúa þær vel. Í þessu tilviki á ekki að flýta sér um of. Nauðsynlegt er að semja hæfniviðmið fyrst, áður en nokkuð annað er gert. Ekki að samþykkja þetta og ætla svo að búa til hæfniviðmið.

Það er hætta á að sérþekking verði gengisfelld.

Afrita slóð á umsögn

#35 Guðrún Jóhannsdóttir - 07.03.2019

Vil bæta við fyrri umsögn: Mér finnst mjög vafasamt að gefa út eitt leyfisbréf fyrir öll skólastigin. Það kemur niður á sérþekkingu.

Afrita slóð á umsögn

#36 Þorgerður S Guðmundsdóttir - 07.03.2019

Þetta mál hefur fengið mjög litla kynningu og þau hæfnisviðmið sem lögð verða til grundvallar. Ég tel að með einu leyfisbréfi fyrir þrjú skólastig er verið að draga úr kröfum um fagþekkingu sem ætti fremur að auka miðað við þær auknu kröfur sem verið er að gera til kennara. Það er þegar verið að draga í land með fimm ára nám með því að stytta það í fjögur og gera heilt ár að vettvangsnámi. Með þessu frumvarpi er verið að bæta gráu ofan á svart og tel ég þetta ekki heillavænlega lausn til þess að mæta yfirvofandi kennaraskorti og eykur ekki virðingu fyrir kennaranámi. Ef kennarar vilja kenna á öðru stigi enn þeir hafa menntað sig til verða þeir að endurmennta sig og ætti að beina sjónum að því að auka möguleika þeirra til þess.

Afrita slóð á umsögn

#37 Jón Ingi Gíslason - 07.03.2019

Eitt leyfisbréf kennara er alvöru hagsmunamál !

Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er áræðið skref sem mun koma öllum til góða. Hvers vegna?

1. Þegar námi lýkur færðu leyfisbréf til kennslu. Þú ert kennari. Enginn veit þó hvernig kennari þú verður né hvernig þú munt þróa þína starfsmenntun og reynslu. Það mun ferilskráin þín endurspegla ár frá ári og áratugi fram í tímann. Því er núverandi fyrirkomulag barn síns tíma. Framtíðarskólinn verður borinn uppi af kennurum sem sérhæft hafa sig á ótal vegu bæði með námi og reynslu. Þegar auglýst er eftir kennara er auglýst eftir tilgreindri hæfni, menntun og reynslu. Þá reynir á ferilskrána þína, ekki gamalt leyfisbréf sem ekkert segir um núverandi stöðu þína og hæfni sem kennari.

2. Mun faggreinaþekking framhaldsskólans eða grunnskólans verða minni við breytinguna?

Nei öðru nær. Hún gæti aukist og svo mun hún verða víðari. Skólastjóri auglýsir eftir þeirri þekkingu, reynslu og hæfni sem hann vantar í sinn skóla. Þetta er gert í dag í grunnskólanum. Þá kemur ferilskráin til skjalanna og skólastjórinn velur þann kennara sem uppfyllir þær kröfur sem þörf er á í tiltekna stöðu. Það er því líklegra að þar sem óskað er eftir mikilli faggreinaþekkingu geti kennarar eflt sig mun meira en nú er krafist til að standa öðrum framar við starfaauglýsingu þar sem áherslan er mikil á fagrein/faggreinar.

3. Allir kennarar munu við gildistöku laga fá leyfisbréf á þessi 3 skólastig. Hvað þýðir það í raun? Jú starfsréttindin, sem auk þess verða lögvernduð, eru einfaldlega mun meira virði. Mun víðtækari réttindi þýðir tvennt. Aukin virðing fyrir starfinu og verðmæti til launa því ótvírætt meira. það er einmitt það sem íslenskir skólar sem bornir eru uppi af kennurum þurfa. Þannig verður stéttin sterkari, kennaranámið fýsilegra til muna og margir þeir sem réttindi hafa en starfa utan skólanna munu skilar sér til kennslu á ný.

4. Eftirsóknarverður sveigjanleiki verður loks í skólakerfinu öllu. Sveigjanleikinn mun bæta allt skipulag, minnka gamaldags miðstýrða „kassahugsun“ þar sem kennarar eru flokkaðir í hólf sem fæstir passa í. Menntun framtíðar er þróunarverkefni sem breytist í sífellu. Menntun framtíðar er því ekki í miðstýrðum hólfum heldur í sveigjanlegum skapandi skólum þar sem faglegt sjálfstæði kennara er miðpunktur skólastarfsins. Eina hættan við frekari úrvinnslu þessa frumvarps/reglugerðar er að reynt verði að þrengja að sveigjanleikanum með einhverjum miðstýrðum fagkröfum. Best er að sleppa algerlega slíkum kröfum. Krafan um hæfni, reynslu og menntun mun birtast í auglýsingu um starfið. Þar munu kennarar framtíðarinnar leggja fram sína ferilskrá til sönnunar því hversu vel þeir uppfylla kröfur sem settar eru fram.

5. Kennsla og menntun nemenda mun taka stórt skref upp til nýrra sigra í skólakerfinu. Af hverju? Jú kennarar verða í sífellu að bæta styrk sinn með starfsþróun og endurmenntun. Sveigjanleikinn og víðari reynsluheimur kennara á öllu skólastigum gerir skólana betri. Nýjum þörfum nemenda verður betur mætt en nú er. Brottfall úr framhaldsskóla mun lækka og betur verður hægt að mæta sérstökum vandamálum sem síbreytilegur nútími býður ætíð uppá. Í dag eru það ýmis vandamál sem koma með ógnarhraðri innreið samfélagsmiðla, geðræn úrlausnarefni og flóknari foreldrasamskipti. Hvað verður það svo á morgun? Það veit enginn. Allavega verður ekki um það lært í aldagömlum fagreinum háskólanna. Það koma nefnilega tímar og það koma ráð. Störf nútímans verða ekki nema að litlu leyti til þegar grunnskólanemendur sem nú læra að lesa klára sína skólagöngu.

Jón Ingi Gíslason formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

Afrita slóð á umsögn

#38 Sigurður Sigurjónsson - 07.03.2019

Sjá umsögn Félags stjórnenda leikskóla í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#39 Hjördís Skírnisdóttir - 07.03.2019

Það er mikil einföldun að halda eitt leyfisbréf sé það besta sem sé hægt að gera fyrir kennarastéttina núna. Það gæti hentað í einhverjum tilvikum en á alls ekki alltaf við.

Langflestir kennarar sérhæfa sig á tilteknu sviði og fyrir ákveðna aldurshópa. Þar gildir einu hvort verið er að tala um leikskólakennara sem hefur t.d. sérhæft sig í málörvun ungra barna eða kennara í raungreinakennslu á öðru eða þriðja þrepi í framhaldsskóla. Báðir hafa lagt mikið á sig til að geta sinnt starfi sínu sem best. Það að ætla að þessir tveir geti sinnt störfum hins á faglegan hátt í samræmi við þá sérhæfingu sem þeir hafa aflað sér finnst mér varla raunhæft. Fremur er verið að gera lítið úr þeirri sérþekkingu sem þeir hafa aflað sér.

Vissulega er hægt að hugsa sér flæði á milli skólastiga, t.d. á milli elstu árganga í leikskóla og fyrstu ára í grunnskóla og á sambærilegan hátt á milli efstu bekkja í grunnskóla og framhaldsskóla. En að ætla ölum þessum skólastigum eitt leyfisbréf er illa ígrunduð hugmynd sem er líkleg til að draga úr fagmennsku og gæðum í skólastarfi. Og það er síst það sem á þarf að halda núna.

Afrita slóð á umsögn

#40 Háskólinn á Akureyri - 08.03.2019

Efni: Umsögn Hákólans á Akureyri um frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Háskólinn á Akureyri hefur í 25 ár boðið uppá kennaramenntun og verið í fararbroddi fyrir nýjungar í námsframboði og kennslu. Fyrri lög hafa tryggt frelsi akademískra deilda til að þróa námið á hverjum tíma og er frelsi til þróunar náms og innihalds þess grundvallarforsenda öflugs kennaranáms til framtíðar. Því er mjög mikilvægt að framkvæmd laganna sé tryggð þannig að ákveðið svigrúm sé gefið þegar leyfisbréfin eru gefin út, að sjálfsögðu innan þeirra meginmarkmiða sem finna má í frumvarpinu. Háskólinn á Akureyri telur því að betra sé að menntastofnanir sjálfar gefi út leyfisbréfin til kennara frekar en að Menntamálastofnun sé miðlægur útgefandi á leyfisbréfunum. Gæðakerfi háskólanna tryggja að leyfisbréfin séu ávallt í samræmi við innihald námsins sem og meginmarkmið laganna.

Meginmarkmið frumvarpsins er mikilvægt, þ.e. að stuðla að sameiginlegri sýn á kennarastarfið og að skilgreina sérstöðu þess. Rétt er að líta til hæfni í starfi og meta mismunandi leiðir til að ná þeirri hæfni. Það þarf hins vegar að huga vel að því hvernig eigi að meta aukna eða breytta sérhæfingu (starfsþróun) til kennslu á öðru skólastigi en upphaflega sérhæfingin sagði til um. Sérstaklega verður að huga að því að sérhæfing ákveðinna skólastiga verði ekki undir en það er ákveðin hætta á því, sérstaklega hvað leikskólann varðar, þar sem starfsumhverfi og starfsaðstæður leikskólakennara eru töluvert frábrugðnar öðrum skólastigum. Mat á sérhæfðri hæfni mun byggjast á sérmenntun viðkomandi á háskólastigi og þarf að tryggja betur í frumvarpinu að slíkt mat byggi á faglegu innihaldi náms. Í 6. grein er kveðið á um að háskólastofnanir skipuleggi námið á grundvelli laganna og reglugerðar sem vísa til 3. greinar laganna. Ekki er ljóst hvort hér sé átt við sömu reglugerð sem rætt er um í lok 5. greinar þannig að það verði ein reglugerð í kjölfar laganna eða hvort um fleiri en eina reglugerð verði að ræða. Þetta þyrfti að skýra nánar og tryggja að reglugerðin þrengi ekki um of möguleika menntatofnana til að þróa námið frekar.

Kennaranámið sjálft byggist á ECTS einingum (Bologna) með tilgreindum hæfniviðmiðum sem eiga að tryggja að lágmarkshæfni sé til staðar. Ekki er ástæða til að breyta því kerfi. Með því væri verið að gjaldfella þau viðmið og hefði það í för með sér aukna miðstýringu eftirlitsstofnana sem getur verið varhugavert og vandmeðfarið.

Mikilvægt er að háskólum sem uppfylla gæðaviðmið sé treyst til að uppfylla skilyrði menntunarinnar. Eins er mikilvægt að treysta fagmennsku skólastjórnenda til að meta hæfni kennara til starfa.

Kennararáð sem rætt er um í lögunum verður að hafa skýrt umboð og hlutverk og er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk þess betur og tryggja aðkomu aðila sem koma að háskólamenntun kennara og skipulagningar þess náms.

Að lokum er ekki ljóst hvað verður um þá sem eru nú þegar með leyfisbréf. Samkvæmt hefðbundnum stjórnsýslulögum ættu leyfisbréf þeirra að færast yfir í nýtt kerfi en hvernig yrði kveðið á um sérhæfingu þeirra?

Athugasemdir þessar koma frá rektor Háskólans á Akureyri og ná til stjórnsýsluhluta laganna og með hvaða hætti skólinn geti áfram uppfyllt hlutverk sitt með því að útskrifa nemendur til kennslustarfa – en samkvæmt lögum ber rektor endanlega ábyrgð á útskrift nemenda og skrifar uppá útskriftarskírteini því til sönnunar. Aðrar athugasemdir kunna að berast varðandi lög þessi frá nemendum, kennurum eða öðrum einingum innan Háskólans á Akureyri.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#41 Árni Friðriksson - 08.03.2019

Þessar lagabreytingar virðast í fljótu bragði ekki til góðs og í raun óskiljanlegar. Framhaldsskólakennarar hafa almennt ekki sérþekkingu á mikilvægum hlutum er viðkoma kennslu yngri stiga, s.s. málþroska, lestrarkennslu og að læra í gegnum leik. Leikskólakennarar hafa að sama skapi almennt ekki þekkingu til að kenna vissar faggreinar á unglingastigi grunnskóla eða á framhaldsskólastigi. Eru hagsmunir nemenda hafðir að leiðarljósi við þessar lagabreytingar? Útgáfa leyfisbréfa framhaldsskólakennara er bundin við vissa faggrein sem viðurkennir nauðsyn faglegrar þekkingar á þeim viðfangsefnum sem kennd eru. Heppilegra væri að tryggja vissa skörun á milli aðliggjandi skólastiga, t.d. að leikskólakennari geti kennt á yngsta stigi í grunnskóla og öfugt. Eins ættu grunnskólakennarar að geta kennt á fyrsta ári í framhaldsskóla og framhaldsskólakennarar þá á efsta stigi í grunnskóla. Þessi skörun er að vissu leyti þegar í gangi og þessu ætti því að vera hægt að koma á án þess að gjörbylta því kerfi sem nú er við lýði og hefur reynst á margan hátt ágætlega. Er verið að breyta bara til að breyta? Með því að stytta framhaldsskólann í þrjú ár hefur verið vegið að starfsöryggi framhaldsskólakennara. Eru þessar reglubreytingar enn einn liður í því að losa sig við framhaldsskólakennarastéttina?

Grundvöllur kennslu ætti að vera sá að einstaklingar sem valdir eru til kennslu á hverju stigi hafi fagþekkingu á bak við sig sem henti því stigi og tillögur um eitt leyfisbréf virðist kalla á tilslökun á þeim kröfum. Allt í einu á það engu að skipta hvort einstaklingur hafi á bak við sig sérmenntun sem hentar þeim aldursflokki sem kennslunnar á að njóta. Ein ástæða þessara lagabreytinga á að vera að til að uppræta ófullnægjandi starfsöryggi, en er ekki alveg eins víst að þessar breytingar ýti undir óöryggi hjá kennurum um störf sín? Fara þarf varlega í lagabreytingar af þessu tagi þar sem í fljótu bragði er ekki hægt að sjá að breytingarnar hafi aukin gæði í skólastarfi í för með sér.

Árni Friðriksson,

formaður Kennarafélags Menntaskólans á Egilsstöðum

Afrita slóð á umsögn

#42 Samtök líffræðikennara,Samlíf - 08.03.2019

________________________________________________________________

Samlíf – Samtök líffræðikennara

Icelandic Biology Teachers Association (IBTA)

liffraedikennarar@gmail.com

Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík

www.lifkennari.is Kt: 610284-1169

_______________________________________________________________

Reykjavík, 8. mars 2019

Umsögn Samtaka líffræðikennara vegna frumvarps um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008

Samtök líffræðikennara (Samlíf) er faggreinafélag skipað 266 félögum sem kenna líffræði og náttúrugreinar á öllum skólastigum (frá leikskóla til háskóla).

Í lögum (Samtök líffræðikennara, 2019) félagins kemur fram að markmið samtakanna sé að auka og bæta kennslu í líffræði á öllum skólastigum. Stefnt er að því að ná þessum markmiðum meðal annars með því að stuðla að bættum starfsskilyrðum þeirra sem kenna líffræði, með því að láta sig varða menntun líffræðikennara og hafa samskipti við þær stofnanir sem þá menntun annast.

Stjórn samtaka líffræðikennara setur spurningarmerki við fyrirætlanar um breytingar á lögum um leyfisbréf kennara. Erfitt er að sjá hvernig breytingin styrki gæði líffræðikennslu á landinu almennt. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltaka hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu auk þess sem lögin styrktu fagvitund starfandi líffræðikennara. Stjórn Samlífs telur mikilvægt að byggja á þessum grunni og gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig. Mikilvægt er að fjölga náttúrufræðikennurum á grunnskólastigi og þar með kennslustundum. Fjármuni þarf til að styrkja fagvitund starfandi náttúru¬fræði¬kennara í grunnskólum, bæta starfsskilyrði þeirra og samtal þeirra á milli.

Sé tilgangurinn væntanlegra lagabreytingu að mæta kennaraskorti grunnskóla landsins er vandi að sjá hvernig breyting á leyfisbréfum á að gera það. Kennurum kemur ekki til með að fjölga við þá breytingu. Kennaraskortur í grunnskólum Íslands stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum saman¬borið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álag, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjan¬leika í starfi. Kallað er eftir öðrum breytingum til að styrkja bakland starfandi náttúru¬fræðikennara í grunnskólum og starfsskilyrði kennara á yngri skólastigum. Það er skoðun Samtaka líffræðikennara, eins og annars forystufólks í framhaldsskólunum, að eitt leyfisbréf sé afturför.

Vandséð er hvernig opið leyfisbréf grunn- og leikskólakennara komi til með að breyta þörf fyrir kennara með sérhæfða menntun í framhaldsskólum.

Hólmfríður Sigþórsdóttir, formaður

Rúna Björk Smáradóttir, gjaldkeri

Sólveig Hannesdóttir, ritari

Helga Eyja Hrafnkelsdóttir, meðstjórnandi

Sigríður Rut Fransdóttir, meðstjórnandi

Þórhallur Halldórsson, meðstjórnandi

Jóhanna Arnórsdóttir, varastjórn

Þórhalla Arnardóttir, varastjórn

Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, (2008). https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008087.html

Samtök líffræðikennara. (2019). Lög félagsins. Retrieved from http://www.lifkennari.is/um-okkur/log-felagsins/

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#43 Sigfús Aðalsteinsson - 08.03.2019

Sæl og blessuð

Mér finnst þetta koma aftan af kennurum. Hér er um eina stærstu breytingu í skólamálum frá tilkomu grunnskólans og fjölbrautaskólakerfisins. Engin könnun meðal kennara verið gerð enda augljóst að líklega eru yfir 80% á móti.

Hver er ástæðan fyrir því að gefa eigi út eitt leyfisbréf fyrir alla?

Ég hef ekki getað fundið það land sem hefur þetta með þessum hætti. Nú vil ég biðja um að þar sem þessu er háttað með þessum hætti verði byrt og reynsla af þessu fyrirkomulagi verði einnig kynnt kennurum.

Nú vitum við að kennarar hafa sjaldan lent í vandræðum með mat á núverandi bréfum þegar þeir hafa farið erlendis. Hefur verið athugað með mat á þessu innan ESB og norðurlanda? Hvert var svarið?

Eina ástæðan fyrir þessu sem ég hef heyrt er að það eigi að liðka fyrir að kennarar fara á milli stiga. Staðreyndin sem blasir við er að leikskólakennarar eiga ekkert erindi upp í grunnskóla nema þeir bæti við sig námi. Sama gildir um Grunnskólakennara upp í framhaldsskóla og niður í leikskóla. Framhaldsskólakennarar eiga ekkert erindi í nútíma grunnskóla því þeirra nám miðast við fag. Meðan stóru safnskólarnir voru til staðar hentaði nám þeirra skár en með því að hver kennari kenni margar greinar hurfu þeir úr kennslu af því að nám þeirra hentaði ekki.

Á staðan í haust að vera sú að unglingum verði boðið upp á að t.d. landfræðingur með kenni þeim íslensku og ensku og sé titlaður réttindakennari?

Samt er búið að hækka laun leiðbeinanda sem koma með háskóla-gráðu um allt að 10,7% í síðustu samningum Grunnskóla og leikskóla.

Hvernig stendur á því að KÍ hefur ekki verið beðið að gera könnun um viðhorf til eins leyfisbréfs?

Hvernig standast slík vinnubrögð kröfur um opina stjórsýslu?

Hver kom með þessa tillögu í upphafi? Var það fræðimaður með rök frá skólakerfum í öðrum löndum? Var það einstaklingur í nefndinni? Eða jafnvel fulltrúi kennara?

Er það trú ykkar að þið getið með fundarhöldum fundið út betra kerfi á kennslu en aðrar stærri þjóðir hafa náð að gera?

Hvernig stendur á því að kennarar fá ekki að segja skoðun sína nafnlaus? (margir kennarar hafa sagt mér að þeir hefðu skrifað umsögn ef þeir gætu gert það nafnlaust. og ég er trúnaðarmaður þeirra).

Grunnskólakennarar eru margir t.d. allir sem ég hef talað við og þeir eru margir rasandi á þessum vinnubrögðum.

Ég vonast til að fá svör við spurningum mínum fljótt.

Virðingarfyllst

Sigfús Aðalsteinsson

Grunnskólakennari, framhaldskólakennari, trúnaðarmaður í Giljaskóla og fulltrúi í samninganefnd FG, Faðir stærðfræðikennara í framhaldsskóla í Noregi, faðir háskólanema í grunnskólafræðum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#44 Bryndís Baldvinsdóttir - 08.03.2019

Leikskólastjórnendur í Kópavogi og starfsmenn leikskóladeildar hittust og ályktuðu um frumvarpið.

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Mörgum spurningum er ósvarað og allir sammála um að frekari kynning á frumvarpinu hefði þurft að fara fram.

Tímamörk sem eru gefin til að senda inn umsögn um frumvarpið eru mjög knöpp. Við erum sammála um að eitt leyfisbréf gefur möguleika á nýjum tækifærum en að sama skapi er hræðsla við að farið sé of hratt af stað og að enn fleiri kennarar fari frá leikskóla yfir í grunnskólann sem eykur enn frekar á kennaraskort á leikskólastiginu.

Umræður sköpuðust um hvernig frumvarpið helst í hendur við kjarasamninga kennara allra skólastiga.

Því var velt upp hvaða þýðingu það hafi fyrir leikskólastigið, þegar opnast á milli skólastiga, þar sem starfsumhverfið í dag er mjög ólíkt. Á síðustu misserum hefur leikskólastigið horft á eftir mörgum flottum fagmönnum yfirgefa leikskólann til að kenna í grunnskólum vegna betri starfsaðstæðna.

Afrita slóð á umsögn

#45 Kristín Karlsdóttir - 08.03.2019

Í viðhengi er umsögn kennara og rannsakenda við Menntavísindasvið HÍ á sviði menntunarfræði ungra barna/ leikskólafræði.

Afrita slóð á umsögn

#46 Heimir Björnsson - 08.03.2019

Ályktun kennarafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Kennarafélag Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir öll skólastig. Kennsla á framhaldsskólastigi krefst sérhæfingar sem er ólík þeirri sérhæfingu sem önnur skólastig krefjast. Sérhæfing fagkennara er því nauðsynleg framhaldsskólum og mun breyting á leyfisbréfum rýra gildi hverskonar sérhæfingar sem kennarar hafa. Enn fremur er það álit félagsins að það eigi við um sérhæfingu allra kennara á öllum skólastigum. Með breytingum sem þessum er fullljóst að menntamálaráðuneyti forgangsraði hagsmunum skrifræðis ofar hagsmunum menntunar á Íslandi.

Þá vill félagið lýsa yfir stuðningi við ályktun félagsfundar FF sem haldin var 19. nóvember síðastliðinn sem og annarra kennarafélaga sem ályktað hafa um sama mál á síðustu dögum og vikum.

Fyrir hönd kennarafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Heimir Björnsson, formaður.

Afrita slóð á umsögn

#47 Samband íslenskra sveitarfélaga - 08.03.2019

Vinsamlegast sjá meðfylgjandi umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Virðingarfyllst,

f.h. sambandsins,

Vigdís Häsler lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#48 Jóhanna Björk Guðjónsdóttir - 08.03.2019

Kennarafélag Kvennaskólans í Reykjavík, líkt og fjölmörg kennarafélög í framhaldsskólum, sendi frá sér ályktun fyrir nokkrum vikum þar sem hugmyndum um eitt leyfisbréf var mótmælt. Sem formaður kennarafélagsins skrifaði ég undir ályktunina.

Nú þegar frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara hefur verið birt tel ég enn meiri ástæðu til að mótmæla, í eigin nafni, ekki síst eftir að hafa lesið bréf frá fjölmörgum fagaðilum sem koma að menntun kennara og frá starfandi kennurum og stjórnendum.

Flýtirinn á málinu er ófaglegur, fjölmörg atriði í frumvarpinu þarf að vinna miklu betur og fleiri þurfa að koma að svona mikilvægu máli.

Ég hvet menntamálaráðherra til að endurskoða meðferð þessa frumvarps og standa við stór orð um fagmennsku sem hún sagði á fundi með framhaldsskólakennurum þann 19. nóvember síðastliðinn.

Afrita slóð á umsögn

#49 Listaháskóli Íslands - 08.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Listaháskóla Íslands um frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#50 Heimir Björnsson - 08.03.2019

Hugmyndir um eitt leyfisbréf:

Ég vil benda á tvennt sem mér hefur fundist vanta í umræðuna um leyfisbréf

Í fyrsta lagi kjaramál. Með því að búa til eitt leyfisbréf er verið að steypa öllum kennurum í sama mót. Hvernig hyggst ríkisvaldið og sveitafélög leysa það í næstu kjarasamningum? Því tvennt mun gerast að mínu viti:

1. Leik- og grunnskólakennarar munu, og réttilega, gera kröfu um sömu laun og framhaldsskólakennarar. Framhaldsskólakennarar munu gera kröfu um að hækka í takti við BHM, líklega, sem þýðir að ríkið og sveitarfélög munu þurfa að hækka laun allra kennara um háar upphæðir. Ef það er vilji til þess er það ánægjulegt en í ljósi sögunnar tel ég það vafasamt að það gerist.

2. Ef laun framhaldsskólakennara verða áfram hærri en annarra kennara. Þá munu framhaldsskólarnir verða vinnustaður sem allir með kennaramenntun vilja vinna á. Grunn- og leikskólar munu þar sem verða staðir þar sem óánægja með starfskjör mun springa út. Og það fullkomlega réttilega. Því hvernig ætlar menntamálaráðuneyti að réttlæta það að borga einum kennara lægra en öðrum þegar þeir hafa sömu réttindi? Það mun engin sætta sig við slíkt.

Þetta er sama vinnulag og ég hef áður kynnst frá menntamálaráðuneyti síðan ég byrjaði að vinna sem kennari. Ráðherra vill ýta af stað einhverju verkefni en kjaramál eru gleymd og grafinn og því á öllu að "redda" eftir á sbr. styttingu náms í framhaldsskólum og vinnumatið sem dæmi.

Í öðru lagi vil ég benda á að í öllum asanum hefur ráðuneytinu tekist skauta framhjá þeim sem mestu máli skipta. Sjálfum kennurunum. Ég hvet ykkur til að gúgla aðeins og sjá hver skoðun hins venjulega kennara sé á þessum málum. Því hún er ekki, að mínu mati, skoðun formanns félags grunnskólakennara. Ég leyfi mér að efast um að þá finnist nægur stuðningur í þessu máli frá kennurum. Ég minnist þess heldur ekki að nokkur kennari hafi verið spurðum þrátt fyrir að í frumvarpinu komi fram að þetta muni stórbæta störfin. Hvernig vitið þið það?

Að lokum vil ég benda á persónulega finnst mér furðulegt að félag skólastjórnenda sé að skipta sér af þessu máli. Eina aðkoma stjórnenda að þessum málum eru bjúrókratísk. Þetta mun ekki hafa áhrif á þeirra réttindi og starfskjör. Þetta mun eingöngu hafa áhrif á starfkjör og réttindi kennara. Þeirra rödd má endilega heyrast í öðrum málum en þetta mál breytir engu nema starfsumsókninni sem þau fara yfir. Félag skólastjórnenda ætti að hafa vit til að draga sig út úr þessari umræðu og bera meiri virðingu fyrir réttindum kennara en það velja sér lið í þessari baráttu.

Heimir Björnsson

Framhaldsskólakennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#51 Kristín Karlsdóttir - 08.03.2019

Í viðhengi er umsögn kennara og rannsakenda við Menntavísindasvið HÍ á sviði menntunarfræði ungra barna/ leikskólafræði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#52 Valborg Sturludóttir - 08.03.2019

Ég tel að þetta muni veikja kennarastéttina, í stað þess að ráða inn leiðbeinanda sem hefur rúm til að sækja sér þau réttindi sem þarf fyrir starfið er viðkomandi ráðinn inn sem kennari.

Það er í draumaheimi sem tveir (eða fleiri) jafnhæfir einstaklingar sækja um, og líta þurfi framhjá menntun og réttindum.

Ef þetta nær fram að ganga þarf að laga aðra hluti í samræmi, og það er spurning hvort það sé góð hugmynd.

1. Einn kjarasamningur við alla kennara

2. Háskólakennarar, hvað með þá? Af hverju eru þeir undanskildir

3. Framhaldsskólar og háskólar verðui settir yfir til sveitarfélaga eða leikskólar og grunnskólar til ríkisins

Ef þetta á að gera stéttina kvikari, af hverju ekki frekar að gera leyfisbréfin rýmri?

Kennarar með sérkennsluréttindi fái að kenna öllum aldurshópum með þroskahömlun, að leikskólakennarar fá að fara upp í 9 ára bekk og grunnskólakennarar niður í efstu deildir í grunnskóla og fyrsta bekk í framhaldsskólum, og svo framhaldsskólakennarar fái rými til að kenna í efstu bekkjum grunnskóla.

En ef þetta nær fram að ganga gerist annað hvort :

1. Manneskja með leyfisbréf sækir um stöðu og fær hana, burt séð frá reynslu, því ekki má sleppa því að fastráða og manneskjan er með réttindi.

2. Manneskja með leyfisbréf sækir um stöðu og fær hana ekki, vegna reynsluleysis. Til hvers er þá þetta leyfisbréf?

Ég sé ekki þessa tilteknu lausn sem neina lausn á því framtíðarvandamáli sem kennaraskortur gæti/mun verða

Afrita slóð á umsögn

#53 Jónína Vala Kristinsdóttir - 08.03.2019

Umsögn frá Deild kennslu- og menntunarfræði Menntavísindasviðs Háskólla Íslands

Umsögn

Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Reykjavík, 8. mars 2019

Umsögn frá Deild kennslu- og menntunarfræði. Í deildinni eru menntaðir kennarar til að kenna í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla. Auk þess er þar skipulagt nám á framhaldsstigi fyrir kennara og skólastjórnendur sem þegar hafa öðlast kennsluréttindi og vilja bæta við sig sérhæfingu á ýmsum sviðum skólastarfs. Við fögnum því að leitað sé leiða til að auðvelda flæði kennara milli skólastiga, enda er það löngu tímabært. Við teljum þó að of margt sé órætt og óunnið til að hægt sé að samþykkja lagafrumvarpið en leggjum engu að síður til breytingatillögur um einstakar greinar fari svo að það verði samþykkt.

Hér verður gefin umsögn um almenna og sérhæfða hæfni, kennararáð, starfsheiti og leyfisbréf og ráðningar.

Umsögn um 4. grein: Almenn hæfni kennara

Miklar efasemdir eru innan deildarinnar um að festa hæfniviðmið í lög. Óæskilegt er að festa hæfniviðmið í lög í skólasamfélagi sem er í sífelldri þróun. Ef það verður samt sem áður samþykkt leggjum við til að 6. hæfniviðmiðinu verði bætt við:

• Hæfni til að skipuleggja og framkvæma kennslu og leggja mat á það nám sem fram fer í skóla.

Almennu viðmiðin taka til mikilvægra þátta í skólastarfi og eru í samræmi við grunnþætti menntunar í aðalnámskrám fyrir öll skólastigin, en mikilvægt er einnig að hnykkja á hæfni kennarans til kennslu og mats á námi nemenda.

Umsögn um 5. grein. Sérhæfð hæfni kennara

Í 1. lið greinarinnar er fjallað um sérhæfingu á leikskólastigi. Þar segir:

Kennari með sérhæfingu á leikskólastigi býr auk almennrar hæfni yfir hæfni í að lágmarki einu námssviði aðalnámskrár leikskóla á stigi 1.1 skv. viðmiðum um æðri menntun og prófgráður.

Lagt er til að í stað þess verði sett fram eftirfarandi hæfni:

1. Kennari með sérhæfingu á leikskólastigi býr auk almennrar hæfni yfir faglegri þekkingu á sviði menntunarfræði leikskóla, að lágmarki 120 eininga, í samræmi við áherslur í aðalnámskrá leikskóla á stigi 1.1 skv. viðmiðum um æðri menntun og prófgráður.

Mikilvægt er að leggja áherslu á nauðsynlega sérþekkingu kennara á hverju skólastigi fyrir sig. Þeir sem starfa í leikskólum þurfa að búa yfir þeirri fagmennsku og þekkingu sem áherslur í aðalnámskrá leikskóla beinast að og byggt er á í leikskólum landsins, og í námi leikskólakennara. Í aðalnámskrá leikskóla (2011; bls. 41) segir: „Börn læra í leik og daglegu starfi í leikskólanum, innan dyra sem utan. Þau læra í samvinnu við önnur börn og þegar þau fá stuðning og hvatningu frá hinum fullorðnu. Námssvið leikskólans eiga að vera samþætt og samofin öllu starfi leikskóla og taka mið af sex grunnþáttum menntunar.“

Í 2. lið ef fjallað um sérhæfingu á grunnskólastigi. Þar segir:

Kennari með sérhæfingu á grunnskólastigi býr auk almennrar hæfni yfir sérhæfðri hæfni í að lágmarki einu greinasviði aðalnámskrár grunnskóla á stigi 1.1 skv. viðmiðum um æðri menntun og prófgráður.

Lagt er til að skilgreind verði hæfni fyrir kennara í grunnskóla sem tekur mið af því á hvaða stigi kennarar kenna

.

Á yngsta- og miðstigi grunnskóla verði efirfarandi hæfniviðmið sett fram:

2. Kennari með sérhæfingu til að kenna á yngsta og miðstigi býr auk almennrar hæfni yfir sérhæfðri hæfni sem samsvarar að lágmarki 120 eininga námi á stigi 1.1 skv. viðmiðum um æðri menntun og prófgráður, í námsgreinum og/eða greinasviðum grunnskóla ásamt sérhæfðri kennslufræði þeirra.

Í grunnskólum landsins hafa flestir kennarar á yngsta- og miðstigi umsjón með nemendahópi/bekkjardeild og eru ábyrgir fyrir kennslu margra námsgreina oft í samstarfi við aðra kennara. Þeir þurfa því að hafa víðtæka þekkingu á þeim námsgreinum og greinasviðum sem liggja til grundvallar námi á yngstu aldursstigum grunnskólans.

Í lok 5. greinar er eftirfarandi texti: “Skólastjórnandi í leik-, grunn- og framhaldsskóla býr, auk almennrar hæfni, yfir sérhæfðri hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu.” Þessi texti þarf að vera tilgreindur sem síðasti liður um sérhæfða hæfni.

Umsögn um 7. grein. Kennararáð

Við fögnum því að skipað verði fagráð um menntun, hæfni og ráðningu kennara en viljum leggja áherslu á að tryggt verði að háskólar hafi fullt ákvörðunarnvald yfir inntaki og skipulagningu kennaranáms. Þeir sem starfa við kennaramenntun eru sérfræðingar í menntamálum og stunda auk kennslu rannsóknir sem stuðla eiga að bættri kennaramenntun. Í tengslum við rannsóknir sínar vinna þeir í alþjóðlegu og gagnrýnu rannsóknarumhverfi og eru í alþjóðlegu samstarfi um þróun kennaramenntunar til að tryggja gæði hennar.

Umsögn um 8. grein: Starfsheiti og leyfisbréf

Eins árs nám í uppeldis- og kennslufræði, 60 einingar, er langt frá því að vera fullnægjandi til að uppfylla þær kröfur um hæfni sem gera þarf til kennara á hvaða skólastigi sem er. Mikill munur er á uppeldis- og kennslufræði eftir því hvort um er að ræða menntun leikskólakennara, grunnskólakennara eða framhaldsskólakennara. Þar kemur bæði aldur nemenda og þroski til en líka ólík umgjörð náms þar sem taka þarf mið af námskrám og skólagerð. Því er ekki hægt að ganga út frá því að eins árs nám geti náð yfir öll skólastig í einu. Einnig er óljóst hvort vettvangsnám eigi að vera hluti af þeim 60 einingum sem teljast til almennar hæfni.

Það er nauðsynlegt að leita leiða til að auðvelda flæði kennara milli skólastiga. Við teljum skynsamlegt að nýtt verði heimild í 21 gr. núgildanda laga nr. 87/2008 til að kenna á aðliggjandi skólastigi og hún gerð að fullgildum réttindum svo fremi að ákveðinni hæfni sé náð sbr. reglugerð um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara frá 23. október 2009 í stað þess að veita eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þannig nást markmið um sveigjanleika og flæði milli skólastiga án þess að fórna kröfum um hæfni og fagmennsku kennara á ólíkum skólastigum og að á sama tíma verður starfsöryggi þeirra tryggt.

Umsögn um 11. grein: Ráðningar

Þar stendur: Til þess að vera ráðinn skólastjórnandi við leik-, grunn- og framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið kennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu sem veitir þeim sérhæfða hæfni sbr. 5. gr. Lagt er til að í stað: viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu, komi: viðbótarmenntun í stjórnun og kennslureynslu.

Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi aflað sér viðbótarmenntunar í stjórnun og ekki nægir að hafa einungis kennslureynslu, þó hún sé líka mikilvæg.

Fyrir hönd Deildar kennslu- og menntunarfræði, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Jónína Vala Kristinsdóttir

deildarforseti

Afrita slóð á umsögn

#54 Guðríður Eldey Arnardóttir - 08.03.2019

Í viðhengi er umsögn Félags framhaldsskólakennara.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#55 Sigrún Hulda Jónsdóttir - 08.03.2019

Kæra Lilja Alfreðsdóttir

Varðandi frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla finnst mér það göfugt og gott framtíðarmarkmið. Fyrst þarf þó að tryggja að kennarar á hverju skólastigi fyrir sig búi við svipuð kjör þ.e. starfsaðstæður hvað varðar kennsluskyldu, undirbúningstíma og tíma til sí- og endurmenntunar.

Leikskólastigið er ekki samkeppnisfært við hin skólastigin hvað varðar aðstæður leikskólakennara. Tel rétt að laga starfsaðstður áður en frumvarp þetta verður að veruleika.

Afrita slóð á umsögn

#56 Ester Kjartansdóttir - 08.03.2019

Ég sendi hér með umsögn í viðhengi fyrir hönd stjórnar Kennarasambands Austurlands.

kv. Esther

Afrita slóð á umsögn

#57 Ragnar Þór Pétursson - 08.03.2019

Hér í viðhengi er umsögn Kennarasambands Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#58 Sigríður Lára Guðmundsdóttir - 08.03.2019

Umsögn deildar Heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#59 Mjöll Matthíasdóttir - 08.03.2019

Umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla frá stjórn Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, BKNE

Stjórn BKNE lýsir sig andvíga hugmyndum um eitt leyfisbréf kennara eins og þær birtast í frumvarpsdrögunum.

Við undrumst þá fljótaskrift sem virðist vera á málinu. Það hefur enga kynningu fengið meðal starfandi grunnskólakennara og því hefur lítið ráðrúm gefist til að ígrunda málið. Þörf er á vandaðri kynningu og umræðu meðal skólafólks þegar svona breytingar eru fyrirhugaðar, ekki hvað síst þar sem útfærslan þekkist hvergi í nágrannalöndum okkar.

Frumvarpsdrögin kalla á fjölmargar spurningar sem svör skortir við.

Þá getum við ekki séð að fyrirhuguð breyting á leyfisbréfum leysi þann vanda sem við blasir í grunnskólum vegna yfirvofandi kennaraskorts.

Fyrir hönd stjórnar BKNE,

Mjöll Matthíasdóttir, formaður

Bandalag kennara á Norðurlandi eystra, er svæðafélag grunnskólakennara

Afrita slóð á umsögn

#60 Sólveig María Árnadóttir - 08.03.2019

Akureyri, 7. mars 2019

Umsögn stjórnar Magister, félags kennaranema við Háskólans á Akureyri vegna frumvarps til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Stjórn Magister, félags kennaranema við Háskólann á Akureyri fagnar því að sjá loforð um stórsókn í menntamálum verða að veruleika og ber þar helst að nefna starfsnám kennaranema í leik- og grunnskóla. Undirrituð hafa kynnt sér frumvarp til nýrra laga um ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og skoðað frumvarpið með gagnrýnum augum og velt uppi kostum, áskorunum og göllum þess.

Undirrituð eru þeirrar skoðunar að heilt á litið sé frumvarpið jákvætt skref í rétta átt. Eitt leyfisbréf þvert á skólastig er að mati undirritaðra jákvætt skref í rétta átt og taka hugmyndirnar um eitt leyfisbréf á hröðum og breyttum aðstæðum og kröfum samfélagsins. Fjórða iðnbyltingin er staðreynd og skólakerfið allt þarf að taka mið af stærstu breytingum samfélagsins til þessa, í einu leyfisbréfi felast fjölda tækifæra sem vert er að nefna. Með einu leyfisbréfi verður til aukinn sveigjanleiki og hægt er að koma í veg fyrir kulnun í starfi og taka á einni af stærstu áskorunum skólakerfisins, brotthvarfi kennara úr starfi.

Kennarastarfið er þess eðlis að stöðug endurmenntun og efling á fagmennsku í starfi skiptir öllu máli. Telja undirrituð að eitt leyfisbréf auki og efli möguleika kennara þegar kemur að starfsþróun. Áhugi manna breytist, áherslur taka breytingum og áherslur okkar geta tekið breytingum, slíkt er eðlilegt. Kennari sem kennir samfélagsgreinar á unglingastigi grunnskóla og hefur einblínt á til dæmis kynjafræði í starfsþróun sinni, á vel að geta nýtt þekkingu sína og kennslufræðilega þekkingu í framhaldsskólum.

Telja undirrituð að kennaradeild Háskólans á Akureyri þurfi ekki að endurskoða eða breyta námskrá sinni og áherslum. Mikill sveigjanleiki er nú þegar til staðar innan kennaradeildar HA en verði nýtt frumvarp að lögum er þó mikilvægt að velta því strax á fyrsta misseri kennaranáms, hvert neminn stefnir. Hér er tækifæri til þess að efla enn frekar þau námskeið innan kennaradeildarinnar sem hafa ákveðna sérstöðu og ber þar til dæmis að nefna námskeið sem hafa verið sérstaklega ætluð nemum í leikskólakennarafræði. Um er að ræða námskeið sem leggja áherslu á leik sem leiðarljós í námi. Þessi námskeið henta ekki einungis þeim sem hyggjast mennta sig til leikskólakennara og eiga þeir sem hafa áhuga á yngri stigum grunnskólans vel heima innan þessa námskeiða. Stærsta áskorun háskólans og kennaradeildar HA hér er að kynna strax í upphafi vel og vandlega hvaða möguleikar séu í boði og gefa nemendum færi á því að ígrunda og gera sér grein fyrir því hvert þeir stefni og hvaða þekkingu og hæfni þeir ætli með út í lífið eftir að námi þeirra lýkur.

Þá eru tveir þættir í frumvarpinu sem undirrituð telja að þarfnist endurskoðunar.

Fyrst ber að nefna fyrirhugað kennararáð. Með setningu þess eru völdin tekin af þeim sem hafa sérhæft sig í því að mennta kennara til annarra hagaðila. Miðað við frumvarpið mun þetta kennararáð hafa talsverð völd þegar kemur að því þróa kennaranám og hafa undirrituð áhyggjur af þeirri þróun. Deildir kennaramenntunarstofnana eiga að njóta trausts til þess að skipuleggja og þróa inntak kennaramenntunar. Í fyrirhuguðu kennararáði eiga þessir aðilar þó afar takmarkaða rödd en um er að ræða einn stærsta ókost frumvarpsins.

Þá setja undirrituð alvarlegar athugasemdir við það að útgáfu leyfisbréfa eigi að fara yfir til Menntamálastofnunar. Eðlilegt er að háskólar sem annast menntun kennara taki ábyrgð á þeirri menntun sem þeir veita og þar með starfsleyfi. Þessi breyting getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir nema sem koma inn í kennslufræði (M.Ed.) með B.A. eða B.S. próf og er það þáttur sem þarf að skoða sérstaklega. Þá má ætla að þessi breyting muni verða til þess þeir sem sækja um leyfisbréf þurfi að greiða fyrir þau ágætis upphæðir, í stað þess að fá leyfisbréfin meðfylgjandi útskriftarskírteini.

Ljóst er að í frumvarpinu búa ótal tækifæri og áskoranir. Von okkar er sú að frumvarpið verði að lögum, þó með endurskoðun og breytingum á fyrirhuguðu kennararáði auk þess sem undirrituð krefjast þess að það verði áfram í höndum háskólann að gefa út leyfisbréf kennara.

Sólveig María Árnadóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri

Helena Sjørup Eiríksdóttir, formaður Magister

Kamila Kinga Świerczewska, varaformaður Magister

Karitas Fríða Wiium Bárðardóttir, samskiptafulltrúi Magister

Harpa Mjöll Fossberg Haraldsdóttir, gjaldkeri Magister

Helga Þóra Steinsdóttir, fjarnemafulltrúi Magister

Gabríela Sól Magnúsdóttir, fulltrúi fyrsta árs stúdenta

Afrita slóð á umsögn

#61 Guðbjörg Pálsdóttir - 08.03.2019

Frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Umsögn: Guðbjörg Pálsdóttir, dósent við Menntavísindasvið og fulltrúi háskólastigsins í matsnefnd um leyfisbréf kennara

Í frumvarpi til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda er í stað ákvæða um að kennari hafi tiltekinn fjöldi ECTS eininga í uppeldis- og kennslufræði og í faggrein eða námssviði sett fram hæfniviðmið. Sett eru fram bæði almenn hæfniviðmið og sérhæfð viðmið inn á skólastig og faggreinar. Ég tel að þessi hugmynd festi of mikið niður hvað teljist viðeigandi hæfni og þrengi svigrúm til að stuðla að fjölbreyttri kennaramenntun sem sé í stöðugri þróun. Mikilvægt er að líta á kennaramenntun sem starfsævilangt ferli þar sem kennurum bjóðist að efla hæfni sína og víkka sérsvið sitt í gegnum starfsþróunartilboð. Hæfni er eitthvað sem alltaf er hægt að bæta og aldrei verður fullkominni hæfni náð.

Það er erfitt að meta með afgerandi hætti hæfni kennaranema sem er að ljúka námi út frá svo almennum hæfniviðmiðum. Í kennaranámi í dag eru sett hæfniviðmið á hverri námsleið og í hverju námskeiði. Þar er verið að meta margs konar hæfni með fjölbreyttum aðferðum. Slíkt er hefð fyrir að gera í menntastofnunum með nokkuð nákvæmum hætti út frá fjölda hæfniviðmiða. Almennu hæfniviðmiðin sem sett eru fram í frumvarpinu eru fá og opin og því mjög erfitt að meta hvort einhver hafi náð nema settir væru einhverjir mælikvarðar og árangursvísar til að meta hvort hæfni hafi verið náð.

Erfitt er að sjá að þetta nýmæli að setja hæfniviðmið í lög ýti undir skólaþróun og efli flæði kennara milli skólastiga. Auðvelt væri til að auka flæði milli skólastiga að bjóða upp á brúarnám þar sem kennarar af einu stigi gætu tekið hálfs til eins árs nám til að víkka út sérhæfingu sínu og fá leyfisbréf á öðru skólastigi.

Mikilvægt er að samhliða vinnu við frumvarp til laga sé unnið að reglugerð. Þá er hægt að skoða saman hvað hentar að hafa í reglugerð og hvað í lögum. Mikilvægt er að ekki myndist nein göt eða að sett séu lagaákvæði sem erfitt er að fylgja eftir í reglugerð. Í lagafrumvarpinu er talað um að sérhæfing geti verið..... Það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig þessu verði mætt í reglugerð. Ætti að setja fram dæmi eða ramma um hvað sérhæfing þarf að uppfylla til að geta talist sérhæfing á einhverju stigi?

Ef sett eru í lög hæfniviðmið, bæði almenn og sérhæfð, þarf að vera mjög skýrt hvert gildi sérhæfingar er. Spurning hvort hægt sé að ná utan um allar hugsanlega sérhæfingar sem kennaramenntunarstofnanir gætu boðið upp á eða skólastjórnendur óskað eftir í lögum eða reglugerð. Margs konar sérhæfingar koma til greina og ekki gott að bara séu nefndar hefðbundnar sérhæfingar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara í lögunum.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sett sé á fót kennararáð. Gott er að fá þar samráðsvettvang fyrir hagsmunaaðila. Betra væri að tala ekki um sérfræðinga heldur fulltrúa ýmissa hópa. Miðað er við að þetta ráð sé til ráðgjafar við ýmis mál. Erfitt er að sjá fyrir sér að slíkt ráð geti gert annað en rætt stórar línur og dregið fram sjónarmið hópa. Spurning er hvernig þetta ráð á að starfa. Ef það er öflugt og fær góð starfsskilyrði getur það kannski unnið að verkefnum sínum en skerpa þarf á hvernig mál berist kennararáðinu og hvaða valdsvið það hafi. Það má túlka frumvarpið þannig að það hafi engin völd aðeins rétt til að bregðast við erindum og gefa umsögn.

Ég tel að vinna þurfi þetta frumvarp mun betur og fara vel í gegnum rök með og móti því að hæfniviðmið séu sett í lög. Margt má betur fara í ramma um leyfisbréf kennara. Ég tel þetta frumvarp ekki fallið til að bæta þann ramma. Þar vegur þyngst sýn á sérhæfingu og vægi hennar við ráðningu kennara. Almennt virðist vera áhugi á því að víkka leyfisbréf út svo kennarar hafi leyfi til að kenna á aðliggjandi skólastigi eða sérhæfðu sviði á fleiri skólastigum. Ég tel að það væri gott að skerpa sýn á það en ekki leyfisbréfin galopin.

Það er að mörgu að hyggja í umfjöllun um leyfisbréf kennara. Kennarar hafa mjög fjölbreytta menntun frá mörgum stofnunum. Ýmsir hafa tekið alla eða hluta af menntun sinni erlendis. Í matsnefnd menntamálaráðuneytisins koma upp mörg mál sem krefjast sérhæfðrar þekkingar á mati á námi og túlkun inn í lagarammann. Mikilvægt er að slík nefnd sé til og að það sé menntayfirvalda að meta hvort veita eigi leyfisbréf eða ekki.

Með von um að samstarf verði við kennaramenntunarstofnanirnar um áframhaldandi vinnu við frumvarpið sem og við kennarasambandið og aðra hagsmunaaðila.

Afrita slóð á umsögn

#62 Guðjón Hreinn Hauksson - 08.03.2019

Umsögn Skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara um frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Frumvarpið sem nú er verið að undirbúa fyrir vorþing er bæði óþarft og til óþurftar. Kennarar geta nú þegar kennt á öðrum skólastigum en þeir hafa leyfisbréf fyrir og frumvarpið gerir ekkert til þess að laga atgervisflóttann úr kennarastéttinni sem er brýnasta verkefnið í menntamálum þjóðarinnar. Ákvæði í frumvarpsdrögunum um menntun og hæfni kennara verða beinlínis til þess að gjaldfella fagmenntun í landinu og bera í sér grundvallar stefnubreytingu í menntamálum þjóðarinnar.

Stjórnvöld hafa boðað stórsókn í menntamálum, framfarir, nýsköpun og þróun. Slík sókn ætti að fela í sér metnað til þess að efla kennara í starfi, styðja á allan hátt við starfsþróun og alvöru samkeppni um vel menntað og hæft fólk í kennslu allra greina. Í staðinn bendir frumvarp menntamálaráðuneytisins til þess að ekki verði gripið til alvöru aðgerða við kennaraskorti og að kröfur um fagmenntun verði minnkaðar. Slíkt getur ekki skoðast öðruvísi en meiriháttar stefnubreyting í menntamálum sem gengur í berhögg við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar.

Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara skorar á menntamálaráðherra að draga þessi drög til baka og boða til almennrar umræðu um það hvernig skólakerfi þjóðin vill.

Að öðru leyti lýsir Skólanefnd Félags framhaldsskólakennara við fullum stuðningi við alla liði í umsögn stjórnar Félags framhaldsskólakennara hér inni á samráðsgáttinni. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1315&uid=5402c0cd-a841-e911-9450-005056850474

Fyrir hönd Skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara,

Guðjón Hreinn Hauksson,

framhaldsskólakennari,

formaður skólamálanefndar

og varaformaður Félags framhaldsskólakennara

Afrita slóð á umsögn

#63 Freyja Hreinsdóttir - 08.03.2019

Umsögn frá kennurum í Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands í viðhengi

Afrita slóð á umsögn

#64 Sigrún Grendal Jóhannesdóttir - 08.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar og fagráðs

Sigrún Grendal, formaður

Afrita slóð á umsögn

#65 Kolbrún Lára Kjartansdóttir - 08.03.2019

Umsögn sviðsráðs Menntavísindasviðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#66 Kristín Jónsdóttir - 08.03.2019

Frumvarpið felur í sér mörg spennandi tækifæri í skólaþróun. Miklu skiptir að lögfest verði bitastæð sérhæfing á því sviði sem kennaranemar velja sér. Jafnframt að háskólar fái umboð til að móta nýjar námsleiðir með sérhæfingu sem skóla- og samfélagsþróunin kallar á hverju sinni.

Hér á eftir fara ábendingar mínar um þrjú mikilvæg atriði í frumvarpinu; almenna hæfni kennara, sérhæfða hæfni til kennslu í grunnskóla og ráðningar í kennarastörf.

Almenn hæfni kennara

Kennsla er uppistaðan í starfi kennara þrátt fyrir fleiri veigamikla verkþætti. Ég legg til að bætt verði við almennu hæfniviðmiði á þessa leið:

Hæfni til að undirbúa kennslu, kenna og leggja mat á nám nemenda með hliðsjón af hæfniviðmiðum í námskrám.

Sérhæfð hæfni kennara í grunnskóla

Kennarar í grunnskólum kenna margir hverjir fleiri námsgreinar en þær sem þeir hafa sérhæft sig í. Viðbúið er að svo verði áfram meðal annars vegna fjölda lítilla grunnskóla í landinu. Í kennaranámi á Menntavísindasviði HÍ er sérhæfing grunnskólakennaranema tengd kennslu einstakra námsgreina/námssviða og sérhæfing til kennslu yngri barna í grunnskóla er líka í boði. Miðstigskennsla er hins vegar ekki til sem sérhæfing, né heldur grunnskólakennsla sem sérhæfing fyrir þá sem lokið hafa B.A. prófi í þroskaþjálfafræði en góð dæmi eru til um að þroskaþjálfar starfi við hlið grunnskólakennara í teymiskennslu. Fleiri dæmi mætti tiltaka.

Mikilvægt er að í nýjum lögum verði svigrúm fyrir háskóla til að bjóða sérhæfingu fyrir grunnskólakennara af fjölbreyttara tagi en bundna námsgreinum/námssviðum.

Jafnframt er nauðsynlegt að sérhæfing grunnskólakennara (5. gr. 2.) verði bitastæð. Ég legg til að hún verði að lágmarki 90 námseiningar á stigi 1.1. samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður. Þá yrði hún sambærileg sérhæfingu framhaldsskólakennara sem kenna list- og bóknámsgreinar á 1. hæfniþrepi (5. gr. 3.) enda er kennsla á 1. hæfniþrepi líka í efstu bekkjum grunnskóla.

Bitastæð sérhæfing er forsenda þess að grunnskólakennarar hafi nægilega trausta þekkingu á tilteknum námsgreinum/námssviðum ásamt kennslufræði þeirra greina/sviða. Einnig er sérhæfingin jafnan ríkur þáttur í fagvitund kennara. Loks er tímabært að staðfesta í lögum að kennarar með sérhæfingu í list- og bóknámsgreinum geti jafnt kennt í elstu bekkjum grunnskóla sem fyrstu áföngum framhaldsskóla.

Um ráðningar í kennarastörf

Eitt leyfisbréf getur gert það auðveldara að ráða kennara til starfa á öðrum skólastigum en þeir hafa upphaflega sérhæft sig til. Líklegt er að kennurum muni gefast aukin tækifæri til að færa sig í milli skóla og skólastiga. Jafnframt munu væntanlega sumir skólastjórar fá fleiri umsóknir að moða úr þegar kennara vantar til starfa.

Áhyggjur mínar beinast að því þegar skólastjórar fá fáar umsóknir, jafnvel bara eina og hún fellur ekki að sérhæfingu kennarastarfsins sem auglýst var. Sú staða kemur oft upp, allavega í litlum skólum á landsbyggðinni. Þess vegna er mikilvægt að festa í lög að þá skuli umrædd kennarastaða auglýst aftur, til dæmis árlega, þangað til kennari með tilgreinda sérhæfingu fæst.

Mitt álit er að hagsmunir nemenda, barna og unglinga, eigi að vega þyngst í þessu efni. Þeir eigi að fá hæfustu og best menntuðu kennarana sem völ er á hverju sinni. Ef það vantar til dæmis stærðfræðikennara í grunnskóla þá vantar hann áfram þó kennari með sérhæfingu í annarri grein á öðru skólastigi fáist í starfið tímabundið. Væntanlega þarf að breyta reglum um fastráðningar ef hagsmunir nemenda verða settir á oddinn með þessum hætti.

Með góðri kveðju,

Dr. Kristín Jónsdóttir, lektor í kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#67 Hafrún Kristjánsdóttir - 08.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#68 Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir - 08.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands,

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#69 Sigrún Grendal Jóhannesdóttir - 08.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

Virðingarfyllst

f.h. stjórnar og fagráðs FT

Sigrún Grendal, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#70 Freyja Hreinsdóttir - 08.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn kennara í Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#71 Eggert Karl Hafsteinsson - 08.03.2019

Við undirrituð höfum eftirfarandi athugasemdir við frumvarp nýrra laga er varða menntun og ráðningu kennara. Við höfum kynnt okkur málefnið nokkuð vel, enda meistaranemar/diplómanemar í menntun framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands. Við teljum rödd okkar því eiga mikið og brýnt erindi í umræðuna, enda rödd næstu kynslóðar framhaldsskólakennara.

Við erum á sama máli um að það sé viðeigandi að námið sé kennt á meistarastigi, enda ekki auðvelt verkefni að miðla þekkingu, í öllum hennar birtingarmyndum, til nemenda. Þá finnst okkur nauðsynlegt að sérhæfing sé ekki einungis bundin við fag heldur við aldur nemenda, enda mismunandi aðferðir notaðar fyrir mismunandi aldurshópa, svo ekki sé minnst á að eftir því sem nemendur eldast þá fer áherslan hægt og bítandi að færast frá djúpstæðri þekkingu á barnasálfræði og uppeldis- og kennslufræði yfir á djústæðari fagþekkingu. Því má færa rök fyrir því að kennarar eldri nemenda skorti pedagógíska hæfni til að kenna yngri nemendum en kennarar yngri nemenda skorti fagþekkingu til að kenna eldri nemendum. Þetta kann að sýnast augljóst og að einhverju leyti hugsað fyrir þessu í téðu frumvarpi. Það þarf þó að stoppa í ýmis göt að okkar mati.

Til að mynda er framhaldsskólum gefin heimild í 5. gr. frumvarpsins til þess að ráða inn einstaklinga með vissa menntun og bakgrunn til þess að kenna áfanga á fyrsta hæfniþrepi (eins og skilgreint er í núgildandi Aðalnámskrá framhaldsskóla) þó þeir séu ekki menntaðir framhadsskólakennarar. Það er þó ekkert sem kemur í veg fyrir að skólar sem ráðið hafa inn kennara til að kenna á fyrsta hæfniþrepi veiti téðum kennara leyfi til að kenna aðra áfanga á öðrum þrepum seinna meir. Með öðrum orðum, lögin taka aðeins til ráðningar kennara en gera engar takmarkanir á þeim störfum, sem viðkomandi kennari má taka að sér innan skólans, eftir ráðningu.

Við gerum einnig athugasemd við orðalag í 17. gr. frumvarpsins, en hún hljóðar svo:

„Gert er ráð fyrir að sérfræðingar sem sinna kennslu bók-og listnáms á 2. – 4. hæfniþrepi og þriðja tungumáls í framhaldsskóla, hafi að lágmarki þá hæfni sem krafist er við námslok á stigi 1.2. skv. auglýsingu um útgáfu viðmiða um æðri menntun og prófgráður á viðkomandi fræðasviði.“

Orðalagið „gert er ráð fyrir“ verður að teljast ansi losaralegt og væri auðvelt að skýla sér á bak við hversu frjálst þetta virðist vera til túlkunar. Við stingum upp á að setningunni verði breytt þannig að hún segi frekar „nauðsynlegt er“ en geri svo ráð fyrir því þegar undantekningu má gera á þessari reglu, t.d. þegar enginn slíkur sérfræðingur fæst til starfans.

Við snúum nú sjónum okkar að 14. og 16. gr. sem segja að krafist sé að skólastjórnandi í skóla sem telst vera bæði leik- og grunnskóli hafi sérhæfingu á öðru hvoru sviðinu. Engar kröfur virðast hins vegar vera gerðar til skólastjórnenda í skólum sem eru stranglega annað hvort leikskóli eða grunnskóli og engar kröfur eru gerðar til skólastjórnenda framhaldsskóla. Því virðist leikskólakennari geta tekið að sér starf framhaldsskólastjóra til jafns við menntaða framhaldsskólakennara, og öfugt.

Í 4. gr. er vísað í almenna hæfni, en skilgreining á henni er að okkar mati allt of óljós og opin til túlkunar, sem gerir lögin afar erfið í framkvæmd, sem og að lýsingin er engan veginn í takt við hvert hlutverk hæfniviðmiðanna á að vera skv. 2. gr. laganna. Eins er ekki laust við að þessi svo kölluðu hæfniviðmið séu allt að því óraunhæf. Hvernig geta skólastjórnendur metið, hvort ungir og óreyndir kennarar standist kröfur þessarar hæfniviðmiða, við ráðningu? Einnig mætti spyrja sig hvort það séu góð rök fyrir því að neita nýútskrifuðum kennurum um veitingu leyfisbréfs vegna þess að þeir eru (enn um sinn) ekki í stakk búnir til að vera faglegir leiðtogar, svo dæmi sé tekið? Hvað nákvæmlega er faglegur leiðtogi? Hvernig er það metið? Margt sem tekið er fram í almennri hæfni eins og 4. gr. lýsir henni er auðvitað sjálfsagt að kennarar uppfylli en að okkar mati ætti þetta að vera á herðum skólastjórnenda að meta en ekki ritað í dauðan lagabókstaf. Hér er greinilega verið að halda uppi sama frjálslega anda og gert er varðandi skilgreiningu grunnþáttanna í Aðalnámskrá, sem er sömuleiðis allt of þokukennd að okkar mati.

Þetta eru aðeins nokkur atriði sem við vildum benda á og er listinn alls ekki tæmandi. Við hvetjum því til þess að lögin verði endurskoðuð með ofangreind atriði í huga, sem og með það að markmiði að gera þau almennt skýrari í lesningu og framkvæmd, þannig að þau þjóni sem praktískt plagg fyrir starfsmenn skólakerfisins í stað óljósra boðorða frá fjarlægu valdboði.

Með kærri kveðju og von um skilning,

Eggert Karl Hafsteinson,

Hulda Hvönn Kristinsdóttir,

Kristrún Pétursdóttir,

Björgvin G. Sigurðsson,

Arnór Bjarki Svarfdal Arnarson

og Petra Landmark Guðmundsdóttir.

Afrita slóð á umsögn

#72 Háskóli Íslands - 11.03.2019

Háskóli Íslands fagnar þeim skrefum sem mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur stigið á undanförnum vikum og mánuðum til að styrkja kennaranám á Íslandi. Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af fækkun nema í kennaranám undanfarin ár, sérstaklega á leik- og grunnskólastigi og einnig áhyggjur af lækkandi hlutfalli kennaramenntaðra starfsmanna á sumum skólastigum. Tillögur um styrki til kennaranema og launað starfsnám eru mikilvægt skref í þá átt að styrkja kennaranámið. Það frumvarp sem hér er til umsagnar „Um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla“ er viðleitni til að stuðla að æskilegu flæði kennara milli skólastiga, auka samfellu milli skólastiganna, færa þau nær hvert öðru og stuðla að því að strax í leikskóla hæfist undirbúningur að samfellu í skólastarfi þar sem eitt skólastig tæki við af öðru. Með þessu er einnig hvatt til þess að kennarar leiti sér viðbótar sérhæfingar. Tekið er undir að þetta eru mikilvæg markmið sem geta, ef þau nást, stuðlað að lausn þess vanda er skólastigin standa frammi fyrir, einkum leik- og grunnskólastigið.

Í frumvarpinu er lögð til sú meginbreyting að lögfest verði ákvæði um eitt leyfisbréf sem byggist á skilgreiningu á almennri og sérhæfðri hæfni kennara í stað fyrir þrjú aðskilin leyfisbréf eins og kveðið er á um í núgildandi lögum. Einnig er lögð til breyting á uppbyggingu núverandi náms, bæði hvað varðar almenna og sérhæfða hæfni kennara. Í frumvarpinu er áherslan flutt frá umfangi einingarfjölda yfir í tilvísun um hæfni, þekkingar og leikni sem kennaranemi skal við námslok hafa á valdi sínu. Þá er lagt til að sett verið á stofn kennararáð sem m.a. hafi það hlutverk að útfæra nánar hæfniviðmið sem kennarar ólíkra skólastiga skuli búa yfir. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um þessar tillögur innan Háskóla Íslands og vænta má umsagna frá einstökum aðilum innan skólans og frá sviðum hans. Töluverðar áhyggjur eru innan Háskóla Íslands um það, hvort sérhæfð hæfni kennara sé nægilega vel tryggð með einu leyfisbréfi og þeim breytingum frá núverandi fyrirkomulagi sem lagðar eru til í 5. grein frumvarpsins.

Almennt má segja að frumvarpið feli í sér róttækar breytingar og verður mikil ábyrgð lögð á háskólana hvað varðar inntak námsins verði það að lögum. Bæði tækifæri og ógnanir geti fylgt slíkum breytingum. Af því tilefni vill Háskóli Íslands undirstrika mikilvægi þess leitað sé samráðs við hagaðila á sem víðustum grundvelli vegna þessa frumvarps og nægur tími verði gefinn til að ræða ólíkar hliðar þeirra umfangsmiklu breytinga sem lagðar eru til. Mikilvægt er að góður tími gefist til að ræða þessar breytingar innan háskólastigsins. Sérstaklega er mikilvægt að Menntavísindasvið skólans og þau svið og deildir sem koma að kennslu til sérhæfingar kennaranema fá svigrúm til að ræða þessar breytingar og meta hvaða áhrif þær muni hafa á uppbyggingu námsins í viðkomandi deildum og sviðum.

Afrita slóð á umsögn

#73 Sigrún Grendal formaður Félags kennara og stjórnenda í tólistarskólum - 11.03.2019

Sjá 2 pdf skjöl

Viðhengi Viðhengi