Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.2.–7.3.2019

2

Í vinnslu

  • 8.3.2019–6.2.2020

3

Samráði lokið

  • 7.2.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-57/2019

Birt: 25.2.2019

Fjöldi umsagna: 7

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Reglugerð um stuðning við útgáfu bóka á íslensku (drög)

Niðurstöður

Reglugerð um stuðning við útgáfu bóka á íslensku hefur verið staðfest

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Markmið reglugerðarinnar er að setja skýrar reglur um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 11. gr. laga nr. 130/2018, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, er ráðherra heimilt að setja reglugerð um framkvæmd laganna. Í henni skal m.a. kveðið á um framkvæmd á stuðningi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, heimildir ráðherra til að fresta endurgreiðslu sem kann að vera umfram fjárveitingar Alþingis hverju sinni, nánari skilyrði fyrir endurgreiðslu, þar á meðal eftir atvikum nánari skilgreiningu á hugtökum og endurgreiðsluhæfum kostnaði, sundurliðun bókhalds, umsóknir, afgreiðslu umsókna og ákvörðun um veittan stuðning. Í reglugerðardrögunum er kveðið á um gildissvið, skilyrði endurgreiðslu, umsókn, endurgreiðsluhæfan kostnað, kostnað sem ekki telst endurgreiðsluhæfur, framkvæmd endurgreiðslu, endurákvörðun, kæruleiðir, aðra styrki og frestun á útborgun endurgreiðslu

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa menningarstofa

postur@mrn.is