Samráð fyrirhugað 25.02.2019—08.03.2019
Til umsagnar 25.02.2019—08.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.03.2019
Niðurstöður birtar 14.11.2019

Áform um frumvarp um endurreisn og skilameðferð fjármálafyrirtækja

Mál nr. 68/2019 Birt: 25.02.2019 Síðast uppfært: 14.11.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Engin umsögn barst um áformin.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.02.2019–08.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.11.2019.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um endurreisn og skilmeðferð fjármálafyrirtækja sem mun innleiða meginhluta tilskipunar 2014/59/ESB (BRRD tilskipunin).

Með lögum nr. 54/2018 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem samþykkt voru á síðastliðnu löggjafarþingi var fyrsti áfangi BRRD tilskipunarinnar innleiddur hér á landi.

Með áformuðu frumvarpi um endurreisn og skilameðferð fjármálafyrirtækja er ætlunin að innleiða annan áfanga og meginhluta ákvæða BRRD tilskipunarinnar. Ákvæðin varða undirbúning og framkvæmd skilameðferðar ásamt tengdum atriðum.