Samráð fyrirhugað 18.09.2018—25.09.2018
Til umsagnar 18.09.2018—25.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 25.09.2018
Niðurstöður birtar 22.01.2019

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (reglugerðarheimild - gjaldtaka)

Mál nr. 133/2018 Birt: 18.09.2018 Síðast uppfært: 22.01.2019
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var sent vísindasiðanefnd til umsagnar og í framhaldinu birt í samráðsgáttinni. Umsögn barst frá nefndinni sem gerði ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið. Ein umsögn barst til viðbótar en í henni var lögð áhersla á mikilvægi þess að gjaldtakan hefði ekki áhrif á rannsóknir nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur verði undanþegnir umræddri gjaldtöku eins og nánar verður útfært í reglugerð. Frumvarpið var í framhaldinu lagt fram á Alþingi. Sjá: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=299

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 18.09.2018–25.09.2018. Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfresti liðnum. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.01.2019.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði gert heimilt að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja eða breyta vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Breytingunni er ætlað að styrkja starf vísindasiðanefndar.

Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði gert heimilt að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja eða breyta vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Breytingunni er fyrst og fremst ætlað að styrkja starf vísindasiðanefndar. Fjárhagsstaða vísindasiðanefndar hefur því verið erfið og ljóst að bregðast verður við með einhverju móti til að tryggja að nefndin geti uppfyllt þá lögbundnu skyldur sem henni eru faldar í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð þar sem umrædd gjaldtaka er útlistuð nánar. Um er að ræða þjónustugjald sem ætlað er að standa undir kostnaði nefndarinnar af umfjöllun og afgreiðslu umsóknar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ása Vala Þórisdóttir - 24.09.2018

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands vill koma þeirri ábendingu á framfæri að gjaldtaka vegna nýrra leyfa verði að vera engin eða mjög hófstillt vegna vísindarannsókna námsmanna (grunnnema og framhaldsnema).

Enn fremur vill sviðið koma því á framfæri að gjaldtaka vegna viðbótarleyfa gæti mögulega hamlað því að bætt sé við eldri fyrirliggjandi rannsóknargögn og þar með hamlað því að gögn séu nýtt á sem mestan og bestan hátt.

Afrita slóð á umsögn

#2 Vísindasiðanefnd - 22.01.2019

Viðhengi