Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.–25.9.2018

2

Í vinnslu

  • 26.9.2018–21.1.2019

3

Samráði lokið

  • 22.1.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-133/2018

Birt: 18.9.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (reglugerðarheimild - gjaldtaka)

Niðurstöður

Frumvarpið var sent vísindasiðanefnd til umsagnar og í framhaldinu birt í samráðsgáttinni. Umsögn barst frá nefndinni sem gerði ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið. Ein umsögn barst til viðbótar en í henni var lögð áhersla á mikilvægi þess að gjaldtakan hefði ekki áhrif á rannsóknir nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur verði undanþegnir umræddri gjaldtöku eins og nánar verður útfært í reglugerð. Frumvarpið var í framhaldinu lagt fram á Alþingi. Sjá: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=299

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði gert heimilt að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja eða breyta vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Breytingunni er ætlað að styrkja starf vísindasiðanefndar.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði gert heimilt að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja eða breyta vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Breytingunni er fyrst og fremst ætlað að styrkja starf vísindasiðanefndar. Fjárhagsstaða vísindasiðanefndar hefur því verið erfið og ljóst að bregðast verður við með einhverju móti til að tryggja að nefndin geti uppfyllt þá lögbundnu skyldur sem henni eru faldar í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð þar sem umrædd gjaldtaka er útlistuð nánar. Um er að ræða þjónustugjald sem ætlað er að standa undir kostnaði nefndarinnar af umfjöllun og afgreiðslu umsóknar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa gæða og forvarna

postur@vel.is