Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.2.–14.3.2019

2

Í vinnslu

  • 15.3.2019–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-73/2019

Birt: 28.2.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, með síðari breytingum (nefnd um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar, réttindavakt ráðuneytisins o.fl.).

Niðurstöður

Í ljósi athugasemda sem voru sendar í samráðsgáttina var tekin sú ákvörðun í félagsmálaráðuneytinu um að fara ekki fram með frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, fyrir Alþingi að svo komnu máli.

Málsefni

Frumvarpið fjallar um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið fjallar um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.

Frumvarpið breytir núgildandi lögum að því marki að verkefni, sem áður var ætlað dómstólum, færist til stjórnsýslunefndar en tryggt að einstaklingum gefist tækifæri til bera niðurstöðu nefndarinnar undir dómstóla að umfjöllun nefndarinnar lokinni. Í framkvæmd hefur komið í ljós að núgildandi lagaumhverfi er haldið annmörkum hvað varðar beiðnir um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar sem fela í sér verulega og viðvarandi skerðingu á ferðafrelsi einstaklings. Lagt er til að beiðnir þjónustuaðila verði afgreiddar af nefnd um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar.

Með frumvarpinu eru einnig gerðar breytingar á hlutverki réttindavaktar ráðuneytisins er varða afturköllun umboðs til persónulegs talsmanns, en ekki er þörf á aðkomu réttindavaktarinnar í þeim málum. Einnig eru lagðar til breytingar á orðalagi hvað varðar hlutverk réttindavaktarinnar við útgáfu fræðsluefnis og ábyrgð réttindavaktarinnar á upplýsingagjöf.

Þá eru lagðar til breytingar á orðalagi og inntaki ákvæða er varða persónulega talsmenn fatlaðs fólks.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Félagsmálaráðuneyti

frn@frn.is