Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.2.–17.3.2019

2

Í vinnslu

  • 18.3.2019–11.10.2020

3

Samráði lokið

  • 12.10.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-74/2019

Birt: 28.2.2019

Fjöldi umsagna: 53

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Niðurstöður

Frumvarpið var á þingmálaskrá á 150. löggjafarþingi en var ekki lagt fram.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd 60/2013. Með frumvarpin eru lagðar til breytingar IV. kafli. laganna um almannarétt, útivist og umgengni og XI. kafla um innflutning og dreifingu á lifandi framandi lífverum

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja fram á vorþingi 2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.

Lagðar eru til tilteknar breytingar á lögunum í því skyni að styrkja almannarétt einstaklinga sem ferðast um óræktuð eignarlönd í byggð.

Lagt er til að ekki verði heimilt að meina einstaklingum að fara um slík svæði nema nauðsynlegt sé að takmarka umferð vegna nýtingar eða verndunar svæðisins. Jafnframt er lagt til að ekki sé heimilt að takmarka umferð um slík svæði með gjaldtöku fyrir aðgang.

Í frumvarpinu er lagt til á móti víkkun á rétti einstaklinga að landeigendur hafi meiri rétt til að ákveða hvort land þeirra í byggð sé nýtt undir endurteknar skipulegar hópferðir í atvinnuskyni. Þá ert gert ráð fyrir beinu samþykki hlutaðeigandi landeiganda fyrir slíkri nýtingu þriðja aðila á landi hans sé hætta á spjöllum á náttúru eða ónæði.

Einnig eru lagðar til breytingar á ákvæðum sem snúa að innflutningi lifandi framandi lífvera til landsins. Markmið þeirra breytinga sem þar eru lagðar til eru að að skýra málsmeðferð, auka skilvirkni og minnka flækjustig umsóknarferils hins almenna borgarara.

Við vinnslu frumvarpsdraganna var haft víðtækt samráð við helstu hagsmunaaðila þeirra sem koma að þessum málum.

ATH! Frestur til að skila inn umsögnum hefur verið framlengdur til og með 17. mars.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa Landgæða

postur@uar.is