Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–25.3.2019

2

Í vinnslu

  • 26.3.2019–7.12.2020

3

Samráði lokið

  • 8.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-76/2019

Birt: 5.3.2019

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Áform um frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun

Niðurstöður

Þar sem ekki var gert ráð fyrir stofnuninni í fjármálaáætlun var frumvarpið ekki lagt fram. Áfram verður leitað leiða til þess að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun og eru næstu skref til umfjöllunar í stýrihópi Stjórnarráðsins um mannréttindi.

Málsefni

Áformað er að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun (e. National Human Rights Institution), sem uppfyllir svokölluð Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir.

Nánari upplýsingar

Haustið 2019 er áformað að leggja fram á Alþingi frumvarp um sjálfstæða innlendra mannréttindastofnun (e. National Human Rights Institution) sem uppfyllir svokölluð Parísarviðmið, viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir. Markmiðið með slíkri stofnun er m.a. að tryggja virkt eftirlit með framkvæmd mannréttindasamninga hér á landi.

Dæmi um almenn skilyrði sem slík stofnun þarf að uppfylla samkvæmt Parísarviðmiðunum:

- Almenningur þarf að geta leitað til mannréttindastofnunar og skal hún geta aðstoðað eftir atvikum við athugun og könnun á einstökum málum.

- Stofnunin skal hafa víðtækt umboð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda.

- Kveðið skal á um hlutverk stofnunarinnar í almennum lögum eða stjórnskipunarlögum.

- Stjórn stofnunarinnar skal endurspegla borgaralegt samfélag, þ.e. vera skipuð aðilum tilnefndum af mismunandi hagsmunaaðilum

- Fjárhagslegt og stofnanabundið sjálfstæði stofnunarinnar skal vera tryggt og skal hún m.a. hafa eigið starfslið og starfsstöð.

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur að nokkru leyti gegnt hlutverki sjálfstæðrar innlendrar mannréttindastofnunar hér á landi. Hún uppfyllir þó ekki fyrrnefnd Parísarviðmið, enda gera þau kröfu um sjálfstæða ríkisstofnun sem komið er á fót með lögum. Er lagasetning því metin nauðsynleg.

Á undanförnum árum hefur íslenska ríkinu borist fjöldi áskorana um að koma á fót mannréttindastofnun sem uppfyllir Parísarviðmiðin. Sem dæmi má nefna að íslenska ríkið fékk fjölmörg tilmæli þess efnis í tengslum við allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2016 (UPR) og var samþykkt að fylgja þeim eftir. Þá leggur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016, þá skyldu á íslenska ríkið að slík stofnun sé til staðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins.

Frumvarp um sjálfstæða mannréttindastofnun var unnið af innanríkisráðuneytinu árið 2016 og var það birt til umsagnar í júlí það ár (aðgengilegt á stjornarradid.is/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir-2016/Drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-sjalfstaeda-mannrettindastofnun-Islands.pdf). Stefnt er að því að styðjast að nokkru leyti við það frumvarp og þær umsagnir sem bárust vegna þess.

Gert er ráð fyrir að einhver verkefni sem nú er sinnt af öðrum ráðuneytum eða stofnunum verði færð yfir til hinnar nýju stofnunar, svo sem réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk og verkefni á sviði jafnréttismála sem fela í sér sjálfstætt mannréttindaeftirlit.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

postur@dmr.is