Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–18.3.2019

2

Í vinnslu

  • 19.3.2019–8.1.2020

3

Samráði lokið

  • 9.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-77/2019

Birt: 6.3.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Nánari upplýsingar

Í kjölfar úttektar alþjóðlega fjármálaaðgerðarhópsins Financial Action Task Force (FATF) á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem lauk með útgáfu skýrslu í byrjun apríl 2018 var ákveðið að ráðist yrði í umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við þeim athugasemdum sem gerðar voru við framkvæmd íslenskra stjórnvalda á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Frumvarp þetta er hluti af þeirri vinnu og er markmiðið að koma til móts við athugasemdir FATF sem snúa að frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista í tengslum við þvingunaraðgerðir.

Í frumvarpinu er kveðið á um framkvæmd frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir vegna tengsla við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna. Fjallað er um framkvæmd frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs í II. kafla frumvarpsins. Þriðji kafli ber heitið „Tilnefning og afskráning af lista yfir þvingunaraðgerðir“ í fjórða kafla er fjallað um eftirlit og samvinnu og loks er fjallað um viðurlög í þeim fimmta.

Unnið hefur verið að frumvarpinu í utanríkisráðuneytinu í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið, Ríkisskattstjóra og Ríkislögreglustjóra auk þess sem stýrihópur dómsmálaráðherra um aðgerðir gegn peningaþvætti hefur verið upplýstur um framgang málsins en að honum koma, auk framangreindra aðila fulltrúar, fjármála- og efnahagsráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Seðlabanka Íslands, embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, skrifstofa fjármálagreininga lögreglu, Skattrannsóknarstjóri, Tollstjóri, o.fl.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Gautur Sturluson

gautur.sturluson@utn.stjr.is