Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.3.2019

2

Í vinnslu

  • 22.3.2019–27.7.2021

3

Samráði lokið

  • 28.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-78/2019

Birt: 7.3.2019

Fjöldi umsagna: 8

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004

Niðurstöður

Alls bárust 8 umsagnir við drögin. Í samræmi við athugasemdir voru breytingar gerðar við drögin. Tollstjóri og Vegagerðin notast við sömu litasamsetningu glitmerkinga á ökutækjum sínum og er því lagt til að ekki verði settar reglur um sérstakar glitmerkingar ökutækja þessara stofnana enda eru fyrst og fremst tilefni til þess að setja reglur um aðgreindar litasamsetningar sérstakra glitmerkinga ökutækja sem aka í neyðarakstri. Þá var fallið frá kröfu um að ljósker ljóskastara skuli vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

Í reglugerðardrögunum eru lagðar til samræmdar reglur um sérstakar glitmerkingar ökutækja í neyðarakstri ásamt ökutækjum annarra opinberra aðila. Þá er lagt til að Samgöngustofu verði veitt heimild til að veita ökutækjum í neyðarakstri undanþágu frá kröfum reglugerðarinnar til merkinga eða heimild til frekari merkinga en reglugerðin kveður á um.

Lagt er til að heimilt verði að hafa eitt aukaháljósker í stað pars aukaháljóskera og skuli það þá vera að minnsta kosti 300 mm að lengd og vera fyrir miðju ökutækisins. Lagt er til að sú breyting eigi við um öll ökutæki en ekki aðeins neyðarakstursökutæki.

Loks er lagt til að heimilt verði að hafa á neyðarakstursökutækjum blá ljós án blikktíðni til að auka sýnileika slíkra ökutækja þegar neyðarakstur á sér ekki stað, t.d. að næturlagi við fjölmennar samkomur.

Opið verður fyrir umsagnir til og með 21. mars nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is