Gerð er grein fyrir niðurstöðum samráðsins í endanlegu frumvarpi forsætisráðherra til laga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.03.2019–21.03.2019.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.11.2019.
Markmið frumvarpsins er að á Íslandi gildi skýr löggjöf um vernd uppljóstrara sem taki mið af ábendingum alþjóðastofnana og fordæmum þeirra nágrannaríkja sem fela í sér bestu framkvæmdina á þessu sviði.
Með uppljóstrurum er átt við starfsmenn sem greina í góðri trú frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda sinna, hvort sem þeir starfa hjá hinu opinbera eða á einkamarkaði. Greint er á milli innri og ytri uppljóstrunar og miðað við að hið síðarnefnda sé jafnan ekki heimilt nema hið fyrrnefnda hafi verið reynt til þrautar. Í frumvarpinu er kveðið á um að miðlun upplýsinga eða gagna, að fullnægðum skilyrðum frumvarpsins, teljist ekki brot á þagnar- eða trúnaðarskyldu viðkomandi og leggi hvorki refsi- né skaðabótabyrgð á hann og geti ekki heldur leitt til stjórnsýsluviðurlaga eða íþyngjandi úrræða að starfsmannarétti. Þá er lagt sérstakt bann við því að láta hvern þann sæta óréttlátri meðferð sem miðlað hefur upplýsingum eða gögnum samkvæmt framansögðu. Lögð er sönnunarbyrði á atvinnurekanda á þann hátt að ef líkur eru leiddar að óréttlátri meðferð skal hann sýna fram á að sú sé ekki raunin og greiða skaðabætur ef það tekst ekki. Mælt er fyrir um að veita skuli starfsmanninum gjafsókn komi til ágreinings fyrir dómi um stöðu starfsmanns m.t.t. framangreindrar verndar. Loks er lagt til að lögfestar verði heimildir til að greina ríkisendurskoðanda og Vinnueftirliti ríkisins frá upplýsingum, sambærilegar þeirri heimild sem nú er að finna í lögum um umboðsmann Alþingis.
Góðan dag,
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarp til laga um vernd uppljóstrara.
Virðingarfyllst,
f.h. Samtaka atvinnulífsins
Heiðrún Björk Gísladóttir
Viðhengi