Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.3.2019

2

Í vinnslu

  • 22.3.–12.11.2019

3

Samráði lokið

  • 13.11.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-81/2019

Birt: 7.3.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Forsætisráðuneytið

Fjölmiðlun

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, með síðari breytingum (endurkröfur blaðamanna og fjölmiðlaveitna)

Niðurstöður

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málið verði lagt fram á þingi. Á þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir 150. löggjafarþing er að finna frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla en ekki liggur fyrir hvort efnisatriði þessa máls verða meðal þeirra atriða sem þar koma til skoðunar.

Málsefni

Með frumvarpinu er stefnt að því að bæta réttarstöðu starfsmanna blaðamanna vegna greiðslu skaðabóta sem þeim kann að vera gert að greiða vegna tjáningar sem þeir setja fram í starfi sínu.

Nánari upplýsingar

Reglur frumvarpsins eiga að tryggja að þegar upp er staðið verði það almennt vinnuveitandinn sem beri ábyrgð á því tjóni sem starfsmaður veldur við framkvæmd starfs síns. Með framangreindri breytingu yrði réttarstaða blaðamanna bætt miðað við núgildandi ákvæði, sem fela í sér að blaðamenn geta þurft að sitja sjálfir uppi með greiðslu bóta vegna tjáningar sem þeir viðhafa við framkvæmd starfa sinna í þágu vinnuveitanda. Um leið er breytingin til þess fallin að styrkja tjáningarfrelsi enda skapar núverandi réttarástand hættu á sjálfsritskoðun af hálfu blaðamanna og þar með kælingaráhrifum á tjáningarfrelsi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

thorgeir.olafsson@mrn.is