Samráð fyrirhugað 07.03.2019—21.03.2019
Til umsagnar 07.03.2019—21.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 21.03.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, með síðari breytingum (endurkröfur blaðamanna og fjölmiðlaveitna)

Mál nr. S-81/2019 Birt: 07.03.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Fjölmiðlun
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (07.03.2019–21.03.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með frumvarpinu er stefnt að því að bæta réttarstöðu starfsmanna blaðamanna vegna greiðslu skaðabóta sem þeim kann að vera gert að greiða vegna tjáningar sem þeir setja fram í starfi sínu.

Reglur frumvarpsins eiga að tryggja að þegar upp er staðið verði það almennt vinnuveitandinn sem beri ábyrgð á því tjóni sem starfsmaður veldur við framkvæmd starfs síns. Með framangreindri breytingu yrði réttarstaða blaðamanna bætt miðað við núgildandi ákvæði, sem fela í sér að blaðamenn geta þurft að sitja sjálfir uppi með greiðslu bóta vegna tjáningar sem þeir viðhafa við framkvæmd starfa sinna í þágu vinnuveitanda. Um leið er breytingin til þess fallin að styrkja tjáningarfrelsi enda skapar núverandi réttarástand hættu á sjálfsritskoðun af hálfu blaðamanna og þar með kælingaráhrifum á tjáningarfrelsi.