Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.3.2019

2

Í vinnslu

  • 22.3.–26.12.2019

3

Samráði lokið

  • 27.12.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-82/2019

Birt: 7.3.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, með síðari breytingum (lögbann á tjáningu).

Niðurstöður

Frumvarpið er til frekari vinnslu í ráðuneytinu í samráði við réttarfarsnefnd. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 1. október 2020

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, með síðari breytingum (lögbann á tjáningu).

Nánari upplýsingar

Markmið frumvarpsins er að styrkja tjáningarfrelsi með því að bæta umgjörð lögbannsmála á hendur fjölmiðlum. Með frumvarpinu er lagt til að bætt verði við ákvæði í lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl. nr. 31/1990, þess efnis að ef gerðarþoli mótmælir framgangi lögbannsgerðar á þeim grunni að gerðin fari í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar, og sýslumaður hafnar þeim mótmælum, geti gerðarþoli borið þá ákvörðun undir héraðsdómara, þó svo að gerðarbeiðandi mótmæli því, svo fremi sem hann skuldbindur sig til að láta af athöfn á meðan mál er rekið fyrir dómi. Þá er lagt til að mælt verði fyrir um að málsmeðferð í framangreindum tilvikum skuli flýtt eins og kostur er. Ef gerðarþoli virði ekki þá skuldbindingu að láta af athöfn sinni skuli dómari fella málið þegar í stað niður ef gerðarbeiðandi krefst.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is