Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.3.2019

2

Í vinnslu

  • 23.3.–21.5.2019

3

Samráði lokið

  • 22.5.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-84/2019

Birt: 8.3.2019

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum)

Niðurstöður

Fimm umsagnir um frumvarpsdrögin bárust frá eftirtöldum aðilum: 1) Torfa Geir Símonarsyni, 2) STEF, 3) Myndstef, 4) RSÍ og 5) Sambandi íslenskra sveitarfélaga (sjá niðurstöðuskjal)

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að höfundagreiðslur sem viðurkennd samtök rétthafa innheimta og greiddar eru til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa verði skattlagðar sem eignatekjur/fjármagnstekjur.

Nánari upplýsingar

Úrlausnarefni og markmið frumvarpsins má rekja til sáttmála stjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar kemur m.a. fram sú stefnuyfirlýsing að hugað verði að breytingum á skattlagningu á tónlist, íslensku ritmáli og fjölmiðlum. Með frumvarpinu er stigið skref í áformum ríkisstjórnarinnar til eflingar lista og menningar og lagt til að höfundagreiðslur sem viðurkennd samtök rétthafa innheimta og greiddar eru til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa verði skattlagðar sem eignatekjur/fjármagnstekjur.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is