Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–19.3.2019

2

Í vinnslu

  • 20.3.–10.7.2019

3

Samráði lokið

  • 11.7.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-86/2019

Birt: 12.3.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um félagasamtök til almannaheilla

Niðurstöður

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins 12. - 19. mars 2019. Ein umsögn barst um frumvarpið en auk þess bárust ráðuneytinu ábendingar. Í greinargerð með frumvarpinu var gerð grein fyrir efni umsagna. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 30. mars 2019 en náði ekki fram að ganga. Sjá nánar á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=785

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði heildarlög um félagasamtök til almannaheilla en ekki er í gildi sérstök löggjöf um slík félög í dag. Í frumvarpinu er lagt til að félagasamtök til almannaheilla verði aðgreind frá öðrum félagasamtökum og að settar verði reglur um stofnun, stjórnun og slit slíkra félaga.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði heildarlög um félagasamtök til almannaheilla en ekki er í gildi sérstök löggjöf um slík félög í dag. Víða er þó að finna í lögum ákvæði sem varða einstaka þætti í starfsemi þeirra, t.d. í skattalögum, lögum um bókhald og firmalögum. Í frumvarpinu er lagt til að félagasamtök til almannaheilla verði aðgreind frá öðrum félagasamtökum og að settar verði reglur um stofnun félagasamtaka til almannaheilla, meginefni samþykkta, félagsaðild, ákvörðunarvald, ákvörðunartöku og stjórnun slíkra félaga. Lagt er til að félagasamtök til almannaheilla verði skráð í almannaheillafélagaskrá sem ríkisskattstjóri haldi og taki við nýskráningum þeirra, breytingum á skráningu og tilkynningum um slit, auk þess að hafa heimild til afskráningar. Þá er lagt til að opinberum aðilum verði heimilt að setja það sem skilyrði fyrir veitingu styrkja, rekstrarsamninga og opinberra leyfa til almannaheillasamtaka að þau séu skráð í almannaheillafélagaskrá.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

postur@anr.is