Samráð fyrirhugað 12.03.2019—19.03.2019
Til umsagnar 12.03.2019—19.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 19.03.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um stjórnsýslu búvörumála (flutningur búnaðarstofu)

Mál nr. S-87/2019 Birt: 12.03.2019 Síðast uppfært: 21.03.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.03.2019–19.03.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með frumvarpi þessu er lögð til breyting á stjórnsýslu landbúnaðarmála þannig að stjórnsýsluverkefni framleiðslustjórnar verði færð í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Verði frumvarpið að lögum færast stjórnsýsluverkefni framleiðslustjórnar til skrifstofu landbúnaðar- og matvælamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þessi verkefni eru nú á ábyrgð sérstakrar starfseiningar innan Matvælastofnunar, búnaðarstofu. Verkefnin varða stjórn búvöruframleiðslunnar samkvæmt búvörulögum, búnaðarlögum, búvörusamningum og búnaðarlagasamningi. Til þessa telst skráning greiðslumarks lögbýla, framkvæmd beingreiðslna, söfnun hagtalna um búvöruframleiðsluna, eftirlit með ásetningi búfjár, söfnun hjarðbóka o.fl. Flest þessara verkefna voru fram til ársloka 2015 í höndum Bændasamtaka Íslands en voru lögð til Matvælastofnunar með lögum nr. 46. 9. júlí 2015 til samræmis við tillögur Ríkisendurskoðunar þar að lútandi.

Með því að koma þessum stjórnsýsluverkefnum á einn stað undir einni yfirstjórn er horft til þess að auka möguleika til forgangsröðunar verkefna í fámennri stjórnsýslu. Með því er ábyrgð af framkvæmd verkefna í tengslum við framkvæmd búvörusamninga færð á einn stað og leitast við að þróa stjórnsýsluna með skilvirkum hætti. Þannig mun t.d. hverfa tvíverknaður sem sprottið hefur af framkvæmd greiðslna til bænda, gerð samninga og umfjöllun álitaefna á tveimur stöðum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bændasamtök Íslands - 19.03.2019

Í viðhengi er að finna sameiginlega umsögn Bændasamtaka Íslands, Landssambands kúabænda og Sambands garðyrkjubænda.

Viðhengi