Samráð fyrirhugað 12.03.2019—19.03.2019
Til umsagnar 12.03.2019—19.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 19.03.2019
Niðurstöður birtar 20.12.2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl)

Mál nr. 89/2019 Birt: 12.03.2019 Síðast uppfært: 20.12.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Niðurstöðum samráðs er lýst í kafla 5. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 49/2019 (stjórn veiða á makríl).

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 12.03.2019–19.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2019.

Málsefni

Með frumvarpi þessu er lagt til að aflamarksstjórn verði tekin upp við veiðar á makríl.

Með frumvarpi þessu er lagt til að aflamarksstjórn verði tekin upp við veiðar á makríl en fram til þessa hefur stjórn veiða á stofninum lotið reglugerðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og leyfum frá Fiskistofu, sem sett hafa verið til eins árs í senn. Það er tímabært að taka upp slíkt skipulag enda raunar verið skylt um langt árabil án þess að aðhafst hafi verið í þá átt með öðru en því að auka nokkuð frjálsræði um skipulag veiðanna samkvæmt téðum reglugerðum, þannig svipað hafi til aflamarksskipulags.

Um nánari skýringar vísast til greinargerðar með frumvarpinu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Saltver ehf. - 19.03.2019

Saltver ehf. fer fram á að úthlutunin miðist við árið 2018 eins og fram kemur í einum hluta greinagerðarinar . Saltver mun verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu Tjóni ef niðurskurður í makríll verður eins og menn eru að tala um. Hjá Saltver starfa allt að 50 manns við makríl í landvinnslunni. 15 smábátar stóla á að geta landað hjá okkur, þar sem við og Nesfiskur eru einu fyrirtækin sem verka makríl til manneldis á suðurnesjum.

Afrita slóð á umsögn

#2 GunGum ehf. - 19.03.2019

GunGum ehf. fer fram á að úthlutunin miðist við árið 2018 eins og fram kemur í einum hluta greinagerðarinar . GunGum ehf. mun verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu Tjóni ef niðurskurður í makríll verður eins og menn eru að tala um.

GunGum ehf á 3 makrílbáta, og allur sá makrílkvóti sem er á þeim bátum hefur verið keyptur fyrir umtalsverðar upphæðir. Ef niðurskurður verður eins og menn eru að tala um, þá gefur auga leið að GunGum ehf. mun tapa verulegum fjárhagslegum upphæðum.

Með von um rétta niðurstöðu.

Kveðja GunGum ehf.

Afrita slóð á umsögn

#3 Halldór Árnason - 19.03.2019

149. löggjafarþing 2018–2019. Stjórnarfrumvarp.

Ábending til sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, frá Halldóri Árnasyni, Mýrum 8, Patreksfirði. Varðandi:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 151 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum (stjórn veiða á makríl).

Ath. þetta frumvarp er um: „fiskveiðar utan lögsögu Íslands“ smábátar koma aldrei við sögu utan lögsögu.

Þeir smábátar sem veitt hafa makríl við Ísland, hafa tekið allan sinn makrílafla nánast upp í fjöru, á mjög takmörkuðum svæðum. Mesta vandamálið hefur verið að stranda ekki við veiðarnar!

Þarna er kjörið tækifæri til að búa til lög fyrir veiðar smábáta á makríl, sem hægt væri að kalla „Lög innan lögsögu.“ Mín sýn á þetta frumvarp, sem nú er til umræðu er sú, að verið sé að útiloka smábáta frá makrílveiðum.

Háttvirtu þingmenn, lítið til Norðmanna, þar eru menn hræddir um að makríll gangi á nytjastofna.

Seiði nytjastofna á 1. ári halda sig næst ströndinni, inni á flóum og fjörðum Íslands. Þar fer þessi ránfiskur um og étur það sem fyrst verður á vegi hans, þ.e. seiði og átu nytjastofnanna. Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að úthluta veiðiheimildum upp í fjörum, við Ísland þ.e. (sértækar úthlutanir).

Fyrir alla muni verið þið svolítið rausnarlegir, því sá afli sem kemur af smábátunum, fer allur í dýrustu pakkningarnar. (Fjöru-)potturinn þarf að vera það vel útilátinn innan lögsögu, að hann dugi þeim bátum sem gerðir eru út með krókum, hverju sinni. Hann sé alls ekki kvótasettur og geti ekki myndað aflviðmið til kvótasetningar, á sömu forsendum og strandveiðarnar hafa gengið út á.

Það er staðreynd að fjölmargar smábátaútgerðir hafa lagt í umtalsverðan kostnað við að útbúa sig fyrir makrílveiðar. Allt stefnir í að þær fjárfestingar hafi verið til einskis. Það sorglega við makrílveiðarnar er, að við þekkjum ekki nema þrjú tiltölulega lítil svæði við Ísland, þar sem makríll veiðist á króka. Mikilvægt væri að kanna strandlengju Íslands, með tilliti til nýrra veiðisvæða fyrir krókaveiddan makríl.

Munið þið svo eftir strandveiði-frumvarpinu, sem liggur ekki enn fyrir í dag. Veiðarnar ættu að hefjast 2. maí. Það hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá ráðamönnum landsins, gagnvart strandveiðum þessa árs. Fyrir alla muni endurvekið ekki kerfið, eins og það var fyrir 2018.

Virðingarfyllst

Halldór Árnason.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Vinnslustöðin hf. - 19.03.2019

Umsögn Vinnslustöðvarinnar hf. ásamt fylgiskjölum er í meðfylgjandi í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Reykjaneshöfn - 19.03.2019

Umsvif Reykjaneshafnar hafa verið töluverð undanfarin ár í tengslum við að þjónusta smábát sem sótt hafa í makrílveiðar. Fyrirhugaðar breytingar sem stefnt er að með þessu frumvarpi mun hafa neikvæð áhrif á þær tekjur sem Reykjaneshöfn hefur af þessari þjónustu. Sama gildir um þær landvinnslur sem tekið hafa á móti þessum afla í gegnum hafnir Reykjaneshafnar. Reykjaneshöfn mælir á móti því að af þessari breytingu verði nema tryggt verði að smábátar eigi sama aðgang að þessum veiðum og þeir hafa haft hingað til.

Afrita slóð á umsögn

#6 Finnur Ólafsson - 19.03.2019

Umsögn um makríl frumvarp, fyrir hönd Fiskvinnsla Drangs

Afrita slóð á umsögn

#7 Unnsteinn Þráinsson - 19.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn er í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Ingibjörg Benediktsdóttir - 19.03.2019

Umsögn Strandabyggðar og Kaldrananeshrepps

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Þorbjörn hf. - 19.03.2019

Sameiginleg umsögn Þorbjarnar hf, Nesfisks ehf og Ramma hf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson - 19.03.2019

Góðan daginn, Það er skoðun okkar í smábátafélaginu Hrollaugi á Höfn að ekki eigi að kvótasetja makríl á smábátum undir 30 brl heldur gefa makrilveiðar á smábátum alfarið frjálsar. Í okkar augum er það að til standi að kvótasetja þessa tegund hriðjuverk á ísenska smábátaútgerð. Sagan segir okkur hvað muni gerast. Smábátum mun fækka en meira er en nú þegar er orðið og kvótinn safnast saman á örfáum höndum. Eftir kvótasetningu mun verða en erfiðara fyrir þegna landsins til að hefja hér útgerð . Fiskveiðiþjóðfélög verða að veita þegnum sínum aðgengi að sjávarútvegi en ekki ræna hana þeim rétti.Greinin mun lokast fyrir komandi kynslóðum og gæðin renna öll á örfáar hendur. Skammastu þín Kristján Þór Júlíusson

KV Formaður smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði

Afrita slóð á umsögn

#11 Örn Pálsson - 19.03.2019

Umsögn Landssambands smábátaeigenda við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl) - sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Eskja hf. - 20.03.2019

Umsögn Eskju hf. er meðfylgjandi sem pdf skjal.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Huginn ehf. - 20.03.2019

Umsögn er í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi