Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.3.2019

2

Í vinnslu

  • 28.3.–3.7.2019

3

Samráði lokið

  • 4.7.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-90/2019

Birt: 13.3.2019

Fjöldi umsagna: 2

Annað

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Handbók um NPA - drög

Niðurstöður

Yfirferð ábendinga og athugasemda vegna handbókar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) er lokið í félagsmálaráðuneytinu. Í lokaútgáfu handbókarinnar eru margar þessara athugasemda teknar inn í textann til þess að bæta og styrkja umfjöllunina. Gert er ráð fyrir því að handbókin verði endurskoðuð reglulega þannig að þær leiðbeiningar sem þar koma fram séu til þess fallnar að bregðast við þeim verkefnum sem upp kunna að koma á hverjum tíma.

Málsefni

Skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skal ráðherra gefa út handbók um framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, m.a. um hlutverk og ábyrgð, skipulag og útfærslu, þ.m.t. viðmið um umfang þjónustu og lágmarksstuðningsþarfir, eftirlit og kostnaðarhlutdeild aðila í samráði við sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks.

Nánari upplýsingar

Félagsmálaráðuneytið vill með útgáfu handbókar þessarar miðla upplýsingum um hvað í því felst að njóta aðstoðar sem skipulögð er undir heitinu notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA).

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Þátttakendum í þessu samráðsferli var þó heimilt að óska eftir því að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.

Umsjónaraðili

Félagsmálaráðuneytið

frn@frn.is