Samráð fyrirhugað 19.09.2018—28.10.2018
Til umsagnar 19.09.2018—28.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 28.10.2018
Niðurstöður birtar

Íslenskar sérkröfur til búnaðar skipa

Mál nr. 135/2018 Birt: 19.09.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (19.09.2018–28.10.2018). Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfrestinum liðnum. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Óskað er umsagnar um íslenskar sérkröfur til skipsbúnaðar.

Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings óskar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samgöngustofa eftir umsögn um íslenskar sérkröfur til skipsbúnaðar. Alþjóðlegar kröfur til skipsbúnaðar og viðurkenningu hans eru í sífelldri þróun á vettvangi alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) og Evrópusambandsins og skulu innleiddar hér á landi. Íslenskar sérkröfur til skipsbúnaðar hafa ekki breyst um langa hríð. Á þessum tíma hefur bæði orðið þróun hvað varðar kröfur til búnaðarins og viðurkenningarferlisins þar með talið prófana. Að mati ráðuneytisins og Samgöngustofu er orðið nauðsynlegt að marka stefnu til framtíðar varðandi íslenskar sérkröfur í sátt við hagsmunaaðila.