Samráð fyrirhugað 14.03.2019—21.03.2019
Til umsagnar 14.03.2019—21.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 21.03.2019
Niðurstöður birtar 11.07.2019

Frumvarp til laga um raunverulega eigendur

Mál nr. 94/2019 Birt: 14.03.2019 Síðast uppfært: 11.07.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins 14. - 21. mars 2019. Ein umsögn barst um frumvarpið. Í greinargerð með frumvarpinu var gerð grein fyrir efni umsagnar. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 30. mars 2019. Sjá nánar á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=794

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.03.2019–21.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.07.2019.

Málsefni

Með frumvarpinu eru innleidd ákvæði um raunverulega eigendur í 30. og 31. gr. tilskipunar 2015/849/EB, fjórðu tilskipunar Evrópusambandsins um peningaþvætti, og brugðist við skýrslu FATF um stöðu mála hvað varðar varnir gegn peningaþvætti hér á landi.

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði lög um raunverulega eigendur, að gerðar verði breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, og lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, sem leiða af innleiðingu fjórðu tilskipunar um peningaþvætti og sem viðbrögð við skýrslu FATF um stöðu mála hvað varðar varnir gegn peningaþvætti hér á landi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fjármálafyrirtækja - 21.03.2019

Umsögn er í viðhengi

Viðhengi