Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–21.3.2019

2

Í vinnslu

  • 22.3.–10.7.2019

3

Samráði lokið

  • 11.7.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-94/2019

Birt: 14.3.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um raunverulega eigendur

Niðurstöður

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins 14. - 21. mars 2019. Ein umsögn barst um frumvarpið. Í greinargerð með frumvarpinu var gerð grein fyrir efni umsagnar. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 30. mars 2019. Sjá nánar á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=794

Málsefni

Með frumvarpinu eru innleidd ákvæði um raunverulega eigendur í 30. og 31. gr. tilskipunar 2015/849/EB, fjórðu tilskipunar Evrópusambandsins um peningaþvætti, og brugðist við skýrslu FATF um stöðu mála hvað varðar varnir gegn peningaþvætti hér á landi.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði lög um raunverulega eigendur, að gerðar verði breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, og lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, sem leiða af innleiðingu fjórðu tilskipunar um peningaþvætti og sem viðbrögð við skýrslu FATF um stöðu mála hvað varðar varnir gegn peningaþvætti hér á landi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

postur@anr.is