Samráð fyrirhugað 15.03.2019—21.03.2019
Til umsagnar 15.03.2019—21.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 21.03.2019
Niðurstöður birtar 13.01.2020

Frumvarp til laga um lýðskóla

Mál nr. 95/2019 Birt: 15.03.2019 Síðast uppfært: 07.02.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Framhaldsskólastig
  • Háskólastig
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Niðurstöður birtar

Lög um lýðskóla voru samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.03.2019–21.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.01.2020.

Málsefni

Markmið með fyrirhuguðu frumvarpi til laga um lýðskóla er að skapa faglega umgjörð utan um starfsemi lýðskóla m.a. um hvaða skilyrði skólar þurfa að uppfylla til að fá viðurkenningu til að starfa undir heitinu lýðskóli. Ákveðið hefur verið að nota heitið „lýðskóli“ þar sem orðið „háskóli“ er lögverndað fyrir sambærilega starfsemi og myndi kalla á breytingar á lögum um háskóla nr. 63/2006.

Hinn 2. júní 2016 ályktaði Alþingi að fela mennta- og menningarmálaráðherra að hefja vinnu við gerð frumvarps til almennrar löggjafar um lýðháskóla á Íslandi. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni var m.a. lagt til að gera rekstrarumhverfi lýðháskóla sambærilegt því sem er annars staðar á Norðurlöndum. Við frumvarpsgerðina verður að mestu horft til sambærilegra laga í Noregi og Danmörku.

Hlutverk lýðskóla er fyrst og fremst að búa nemendur undir lífið, gera þá að fjölhæfum einstaklingum og reiðubúna til að takast á við margskonar áskoranir með öðrum aðferðum en í hefðbundnum skólum. Þannig er nám í lýðskólum heildstætt nám án eininga og prófa. Þá er gert ráð fyrir að nemendur búi á heimavist til að efla umburðarlyndi og samskiptahæfni. Lýðskólar geta því verið góð millilending fyrir 18 ára og eldri sem vilja átta sig á möguleikum sínum og framtíðarsýn. Lagt er til að námsskrár lýðskóla lýsi stigvaxandi hæfniviðmiðum náms til að auðvelda mat á raunfærni til frekara náms eða starfa. Umtalsvert samráð hefur nú þegar farið fram s.s. við þá tvo lýðháskóla sem nú eru starfandi og fjölda hagsmunaaðila sem koma að námi fullorðinna.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#2 Ungmennafélag Íslands - 21.03.2019

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn UMFÍ um frumvarp um lýðskóla.

Viðhengi