Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.3.–2.4.2019

2

Í vinnslu

  • 3.4.–20.5.2019

3

Samráði lokið

  • 21.5.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-96/2019

Birt: 19.3.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Með drögunum er leitast við að uppfæra núgildandi reglugerð nr. 992/2007 um öryggiskröfur fyrir jarðgöng með tilliti til breyttrar skipan hlutverka stofnanna ríkisins á sviði samgangna.

Nánari upplýsingar

Megintilgangur breytinganna er leitast við að uppfæra núgildandi reglugerð nr. 922/2007 um öryggiskröfur fyrir jarðgöng með tilliti til breyttrar skipan hlutverka stofanana ríkisins á sviði samgangna.

Þá eru í drögunum gerðar lítilsháttar breytingar á núgildandi reglugerð til einföldunar og samræmis við efni tilskipunar 2004/54 um lágmarksöryggiskröfur fyrir jarðgöng í samevrópska vegakerfinu sem henni er ætlað að innleiða.

Til viðbótar er bætt við reglugerðina ákvæði um öryggisstjórnunarkerfi. Tilgangur þess er að færa aðferðafræði við öryggisstjórnun mannvirkja til samræmis við það sem í dag tíðkast varðandi öryggisstjórnun og eftirlit.

Viðaukarnir þrír við núgildandi reglugerð nr. 992/2007 munu samhliða uppfærðir til að endurspegla flutning eftirlitshlutverks Vegagerðarinnar til Samgöngustofu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is