Samráð fyrirhugað 21.03.2019—04.04.2019
Til umsagnar 21.03.2019—04.04.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 04.04.2019
Niðurstöður birtar

Drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila

Mál nr. 97/2019 Birt: 21.03.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (21.03.2019–04.04.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila. Markmiðið er að tryggja neytendum opinberra aðila matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa.

Í febrúar 2018 var skipaður starfshópur til að móta drög að innkaupastefnu opinberra aðila á sviði matvæla. Áhersla er lögð á tryggja neytendum opinberra aðila matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa. Stefnan tekur m.a. mið af því að opinber innkaup matvæla stuðli að minnkun kolefnisspors við framleiðslu og flutning og miðar að því að tryggja neytendum aðgang að upplýsingum um uppruna matvæla. Þá er einnig tekið mið af lýðheilsumarkmiðum um næringu.

Innkaupastefna matvæla opinberra aðila byggir á 3 meginmarkmiðum:

1) Efla sjálfbærni og vistvæn skilyrði í innkaupum og umsýslu á matvælum.

2) Máltíðir í mötuneytum opinberra aðila uppfylli lýðheilsumarkmið og neytendur hafi aðgang að upplýsingum um hollustu og uppruna.

3) Lögð sé áhersla á vistvæn skilyrði, lýðheilsu og samvinnu hagaðila í innkaupaferli matvæli. Hugtakið vistvæn skilyrði er notað sem yfirhugtak skilyrða sem taka tillit til matvælavottana, umhverfisskilyrða, gæðakrafna og annarra þátta sem skaða ekki umhverfi eða heilsu manna.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Húnaþing vestra - 03.04.2019

Á 167. fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra var eftirfarandi fært til bókar við 3. lið:

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem farin er af stað í að marka innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila. Telur ráðið það einsýnt að þau gildi og markmið sem unnið er eftir gefi íslenskum landbúnaðarafurðum gott forskot gagnvart innfluttum matvælum. Þó ekki megi skilyrða opinber kaup á íslensku hráefni þá verður það augljóslega fyrsti kostur ef alvara er fyrir hendi þegar talað er um vistvæn skilyrði og kröfur í tengslum við framleiðsluhætti og flutninga sem og að draga úr loftslagsáhrifum.

Landbúnaðarráð vill einnig benda starfshópnum á að skv. upplýsingum úr gögnum sem fylgja drögum að stefnunni þá er víða erlendis gerð krafa um að ákveðið hlutfall matvæla komi úr nærumhverfi og/eða sé lífrænt.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 04.04.2019

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Félag atvinnurekenda - 04.04.2019

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Matís ohf. - 04.04.2019

Meðfylgjandi er umsögn Matís

Afrita slóð á umsögn

#5 Matís ohf. - 04.04.2019

Sjá meðfylgjandi umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Bændasamtök Íslands - 04.04.2019

Sameiginleg umsögn Bændasamtaka Íslands, Landssambands kúabænda, Sambands garðyrkjubænda og Landssamtaka sauðfjárbænda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Eygló Björk Ólafsdóttir - 04.04.2019

Umsögn frá VOR, Verndun og ræktun - félag framleiðenda í lífrænum búskap

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Félag svínabænda - 04.04.2019

Meðfylgjandi er umsögn Félags svínabænda

Viðhengi