Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.3.–4.4.2019

2

Í vinnslu

  • 5.4.2019–14.1.2020

3

Samráði lokið

  • 15.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-97/2019

Birt: 21.3.2019

Fjöldi umsagna: 8

Drög að stefnu

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila

Niðurstöður

Átta umsagnir bárust um drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila. Farið var yfir umsagnir og tekið tillit til flestra umsagna. Gerðar voru breytingar á mælikvörðum í ákveðnum aðgerðum auk þess sem orðalagi var breytt til að skerpa á gildissviði stefnunnar, svo sem gagnvart sveitarfélögum.

Málsefni

Drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila. Markmiðið er að tryggja neytendum opinberra aðila matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa.

Nánari upplýsingar

Í febrúar 2018 var skipaður starfshópur til að móta drög að innkaupastefnu opinberra aðila á sviði matvæla. Áhersla er lögð á tryggja neytendum opinberra aðila matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa. Stefnan tekur m.a. mið af því að opinber innkaup matvæla stuðli að minnkun kolefnisspors við framleiðslu og flutning og miðar að því að tryggja neytendum aðgang að upplýsingum um uppruna matvæla. Þá er einnig tekið mið af lýðheilsumarkmiðum um næringu.

Innkaupastefna matvæla opinberra aðila byggir á 3 meginmarkmiðum:

1) Efla sjálfbærni og vistvæn skilyrði í innkaupum og umsýslu á matvælum.

2) Máltíðir í mötuneytum opinberra aðila uppfylli lýðheilsumarkmið og neytendur hafi aðgang að upplýsingum um hollustu og uppruna.

3) Lögð sé áhersla á vistvæn skilyrði, lýðheilsu og samvinnu hagaðila í innkaupaferli matvæli. Hugtakið vistvæn skilyrði er notað sem yfirhugtak skilyrða sem taka tillit til matvælavottana, umhverfisskilyrða, gæðakrafna og annarra þátta sem skaða ekki umhverfi eða heilsu manna.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is