Samráð fyrirhugað 22.03.2019—28.03.2019
Til umsagnar 22.03.2019—28.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 28.03.2019
Niðurstöður birtar 16.01.2020

Frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur

Mál nr. 98/2019 Birt: 22.03.2019 Síðast uppfært: 16.01.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins 22. – 28. mars 2019. Þrjár umsagnir bárust um frumvarpið. Í greinargerð með frumvarpinu var gerð grein fyrir efni umsagna. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 30. mars 2019 og varð með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar að lögum frá Alþingi. Sjá nánar á vef Alþingis.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.03.2019–28.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.01.2020.

Málsefni

Markmiðið með frumvarpinu er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er kennitöluflakk í atvinnurekstri þar fyrst og fremst undir.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, og lögum um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999. Markmiðið með frumvarpinu er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki í atvinnurekstri.

Tillögurnar í frumvarpinu eru þríþættar. Fyrst er að nefna tillögu um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur, um að hert verði á hæfisskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra slíkra félaga og stofnana, sem og útibússtjóra hlutafélaga og einkahlutafélaga. Einnig er lagt til að sambærileg skilyrði og gilda um stjórnarmenn hlutafélaga og einkahlutafélaga gildi einnig um þá sem fengið hafa prókúruumboð í slíkum félögum og stofnunum.

Í öðru lagi er lagt til að heimild ráðherra samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög, til að krefjast skipta á búi slíkra félaga, verði færð til hlutafélagaskrár.

Í þriðja lagi er í frumvarpinu að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi hafi viðkomandi gerst sekur um brot sem varða við 262. gr. almennra hegningarlaga.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Stefán Brandur Jónsson - 25.03.2019

Eftir að vera í atvinnurekstri í 20 ár hafa verið viðburðarrík og mis erfið.

Ég sé að þrengja á mjög að því hverjir geti rekið fyrirtæki með óskilgreindum hæfniskröfum, sem ég tel orka tvímælis, ef ætlunin er að halda í frumkvæði og þróun smá fyrirtækja sem oft eru uppspretta mikillar atvinnu þarf að sjá svo um að öllum standi til boða að uppfylla þauskilyrði með námskeiðum eða öðrum úrræðum sem hvorki eru fjárhagslega íþyngjandi né of tímafrek.

Einnig eru aðrir aðilar samanber bankar alltaf stikk frí, en sem dæmi neita þei að lána smærri fyrirtækjum án veða í heimilum eigenda sem brýtur í bága við hlutafélaga lög, þetta er afar algeng ástæða fyrir allskyns neyðarráðstafana sem jafnvel neyða eigendur og forsvars menn í kennitölu skipti, nauðasamninga ofl., en við þessu hafa fyrirtækja rekendur engar varnir eða ráð til að tilkynna eða með öðrum hætti koma í veg fyrir slíkar ólöglega ábyrgða tökur lána stofnana.

Afrita slóð á umsögn

#2 Félag atvinnurekenda - 28.03.2019

Hjálögð er umsögn Félags atvinnurekenda um ofangreint frumvarp.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 SA og ASÍ - 29.03.2019

Viðhengi