Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.–28.3.2019

2

Í vinnslu

  • 29.3.2019–15.1.2020

3

Samráði lokið

  • 16.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-98/2019

Birt: 22.3.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur

Niðurstöður

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins 22. – 28. mars 2019. Þrjár umsagnir bárust um frumvarpið. Í greinargerð með frumvarpinu var gerð grein fyrir efni umsagna. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 30. mars 2019 og varð með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar að lögum frá Alþingi. Sjá nánar á vef Alþingis.

Málsefni

Markmiðið með frumvarpinu er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er kennitöluflakk í atvinnurekstri þar fyrst og fremst undir.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, og lögum um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999. Markmiðið með frumvarpinu er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki í atvinnurekstri.

Tillögurnar í frumvarpinu eru þríþættar. Fyrst er að nefna tillögu um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur, um að hert verði á hæfisskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra slíkra félaga og stofnana, sem og útibússtjóra hlutafélaga og einkahlutafélaga. Einnig er lagt til að sambærileg skilyrði og gilda um stjórnarmenn hlutafélaga og einkahlutafélaga gildi einnig um þá sem fengið hafa prókúruumboð í slíkum félögum og stofnunum.

Í öðru lagi er lagt til að heimild ráðherra samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög, til að krefjast skipta á búi slíkra félaga, verði færð til hlutafélagaskrár.

Í þriðja lagi er í frumvarpinu að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi hafi viðkomandi gerst sekur um brot sem varða við 262. gr. almennra hegningarlaga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

postur@anr.is