Samráð fyrirhugað 22.03.2019—26.03.2019
Til umsagnar 22.03.2019—26.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.03.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)

Mál nr. 99/2019 Birt: 22.03.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Orkumál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.03.2019–26.03.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með frumvarpinu og tillögunni til breytingar á þingsályktun 26/148 er lagt til að kveðið verði á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis.

Með frumvarpinu er lagt til að við raforkulög nr. 65/2003 verði bætt ákvæði þess efnis að um tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng fari samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Með tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er lagt til að nýtt áhersluatriði bætist þar við sem varðar mögulegar tengingar raforkukerfisins við raforkukerfi annarra landa. Er þar bætt við tölulið sem er á þá leið að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Skal það samþykki liggja fyrir áður en framkvæmdir sem varða slíka tengingu geta farið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Til grundvallar slíkri ákvörðun Alþingis skal liggja heildstætt mat á umhverfis-, samfélags-, og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar.

Markmið þingmálanna er að taka af allan vafa um að slíkar framkvæmdir, þ.e. lagning raforkusæstrengs til annars lands, eru ávallt háðar samþykki Alþingis og ákvarðanir um þær eru ávallt alfarið á forræði íslenskra stjórnvalda. Er talið eðlilegt að árétta þetta sérstaklega í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðrún Sæmundsdóttir - 24.03.2019

Á sama tíma og íslensk skólabörn safnast saman, til að krefjast þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða, til að hindra frekari loftlagsbreytingar, ákveður alþingi að knýja á um innleiðingu laga, sem hindra það að eigendur raforkunnar- íslenska þjóðin, muni geta stýrt verðlagningu raforkunnar, í þágu umhverfisvæns iðnaðar og umhverfisvæns atvinnulífs. Það verður t.d. ólöglegt að lækka raforkuverð til ylræktarinnar, en ólíklegt er að hún muni eigi möguleika á að greiða það raforkuverð sem ræðst af raforkumarkaði Evrópu.

Þetta alþingi, sem einungis nýtur trausts 18% þjóðarinnar, virðist vera sérlega illa við skólabörnin sem erfa munu þetta land. Heilsu þeirra og velferð hefur verið stefnt í hættu með ákvörðunum um innflutning á matvælum, sem vísindamenn hafa varað við að muni ógna lýðheilsu þjóðarinnar. Vísindamenn hafa einnig bent á að búfénaður sé í hættu, vegna innflutnings þessara matvæla, sem þýðir það að kynslóð þeirra skólabarna, sem nú mótmæla loftlagsbreytingum og afkomendur þeirra, muni líklega ekki eiga möguleika á að framleiða kjöt af íslenskum búfénaði.

Alþingi sem nýtur aðeins trausts 18% þjóðarinnar, er í raun ekki með umboð til þess að fjalla um þriðja orkupakkann og því ætti að vísa honum beint í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afrita slóð á umsögn

#2 Guðmundur Gíslason - 25.03.2019

Með samþ.3 orku pakkans er opnað á að þeir sem hafa nægt fjármagn komi hingað með rafmagnssnúru og kaupi sér tengingu við landsnetið okkar, sem við höfum byggt upp og eigum og viljum eiga áfram. Að auki kemur þrýstingur að virkja allar sprænur sem hér má finna. Í núverandi lögum er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir kaupi heilu dalina. Fyrir utan að rafmagnsverð hækkar hjá öllum munu stórnotendur einnig fá hærri reikning og gera samanburð á hvort þeir vilji vera her áfram. Þörfin fyrir okkur að tengjast er ekki til staðar, við höfum virkjanir á öllum landshornum og þó eldgos eða önnur vá gengi yfir yrði í mesta lagi truflun á afhendingu orku svo þetta eru ekki rök. Þingið ætti að setja lög sem banna tengingar rafmagns milli landa svo þeir sem eru búnir að kaup eða ætla að kaupa land her til framleiðslu rafmagns viti að það sé borin von að fá leyfi til að tengja. Ég átta mig á að sumir geta grætt feitt á þessu en það væri á kostnað okkar hinna. Ég er alveg viss um að ég tal fyrir hönd mjög margra og eru á sömu skoðun. Auðvitað er það þingið sem setur lögin en stjórnarskráin er ofar og þetta er gegn henni. Minni á að það var settur fyrirvari með innflutting á hráu kjöti af þinginu en EU er ofar því sem við höldum fram, þess vegan verðum við að sætta okkur við hrátt kjöt. Fyrirvarar eins og að "ekki megi nema" þingið segi eru bara orð sem verður að éta ofan í sig ef þetta verður samþ. Sagan segir það.

Með von um að skynsemi en ekki neitt annað ráði.

Kv.

Guðmundur Gíslason

Afrita slóð á umsögn

#3 Katrín María Andrésdóttir - 26.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn frá Sambandi garðyrkjubænda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Baldur Dýrfjörð - 26.03.2019

Hjálögð er umsögn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja um frumvarpsdrögin.

Virðingarfyllst,

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Erlendur H Borgþórsson - 26.03.2019

Að samþykkja Þriðju Orkulöggjöf ESB er hreint stjórnarskrárbrot sem Alþingi hefur ekki heimild fyrir. Fyrirvarar sem settir eru halda engu enda í andstöðu þess sem innleiðing felur í sér.

1. Því fer víðsfjarri að sameiginleg fréttatilkynning íslensks ráðherra og eins framkvæmdastjóra Evrópusambandsins hafi nokkra lagalega skuldbindingu í för með sér fyrir Evrópusambandið.

2. Að undanskilja ESB gerð nr. 713/2009 við innleiðingu Alþingis á ESB Orkulöggjöf 3, tímabundið hefur þess vegna ekkert lagalegt gildigagnvart ESB. Ætlunin er að kanna hvort aðlaga þurfi íslenska löggjöf þ.m.t. Stjórnarskrá, áður en þessi gerð verður innleidd.

3. Þetta þýðir að ESB gerð sem brýtur gegn Stjórnarskrá að mati Stefáns Más Stefánssonar prófessors í lögum og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst verður innleidd í lög á Íslandi samkvæmt Evrópurétti. Evrópusambandið verður óbundið af þeim fyrirvara Alþingis að skilja gerð 713/2009 frá innleiðingu Orkulagabálks 3 í EES samninginn um sinn.

4. Sæstrengsfjárfestar munu geta sótt um leyfi til Orkustofnunnar fyrir sæstrengslögn til Íslands eins og ekkert hafi í skorist þ.e. eins og engin fyrirvari hafi verið settur við innleiðingu Orkulagabálks 3. Meint ólögmæt innleiðing verður að líkindum kærð og af mun hljótast málaferli sem aðeins geta endað á einn veg.

RÉTTUR VETTVANGUR BREYTINGA/AÐLÖGUNAR FYRIR EFTA-RÍKIN:

1. Að gera lögformlegt samkomulag við ESB um að fella niður heila gerð í heildstæðum ESB lagabálki við innleiðinguí einu EFTA-ríki er ómögulegt með munnlegu eða skriflegu samkomulagi við einn framkvæmdastjóra ESB. Slíkt samkomulag hefur aðeins pólitíska þýðingu á Íslandi en hefur enga réttarlega þýðingu eða skuldbindingu í för með sér fyrir Evrópusambandið.

2. Eini lögformlegi og rétti vettfangurinn fyrir slíka undanþágu eru samningaviðræður í sameignlegu EES nefndinni þar sem saman koma fulltrúar allra EFTA-ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Breytingar sem út úr slíkum samningaviðræðum kynnu að koma þurfa síðan að hljóta samþykki Framkvæmdastjórnar, Ráðherraráðsins og Evrópuþingsins.

3. Við þessar aðstæður er EKKERT til sem hægt er með réttu að kalla ,,Orkupakka á íslenskum forsendum". Með því er slegið ryki í augu fólks með lögfræðilegum loftfimleikum hér innanlands.

3. SÆSTRENGUR ,,Ice-Link"

1. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna (UTR, ANR 22.03 2019) stendur:

,,Á sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna 20.mars sl. var ákveðið að draga til baka umsókn um sæstrengsverkefnið Ice-Link inn á fjórða PCI´s listann (e.Project of Common Interests). Hefur erindi þess efnis þegar verið sent". Núgildandi PCI´s listi er nr.3, ekki 4 og gildistími jans er er fram á árið 2020.

2. Hversvegna var ekki óskað eftir þvi að fjarlægja ,,Ice-Link" af núgildandi lista? Ástæða þess er að slík beiðni hefur engin áhrif . Beiðni ríkisstjórnarinnar er ekki einu sinni nægjanlegt til að forðast að ,,Ice-Link" fari á nýjan PCI´s lista árið 2020. Þótt hann færi út af fjórða listanum getur hann farið inn á fimmta listann árið 2022. Hvaða hagsmunaaðili sem er getur óskað eftir því við ACER/ESB að ,,Ice-Link" eða t.d. ,,Ice-Ire" (Sæstrengur til Írlands) fari inn á PCI´s lista númer 4 t.d. raforkufyrirtækið E´ON eða annar sæstrengsfjárfestir. Þótt beiðni ríkisstjórnar verði vafalaust vegin og metin, hefur hún ekki neitunarvald um þessa áætlunagerð vegna millilandatengingar við Ísland eftir samþykkt Þriðja Orkulagabálksins.

3. Kerfisþróunaráætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir ,Ice-Link" þ.e. millilandatengingu og hann er einnig í samevrópskri heildaráætlun (Energy corridors) fyrir orkuflutninga milli landa. Þar eru mörg samþykkt skjöl og formleg ferli sem eiga við verkefnið, þar af leiðandi eru áhrif ríkisstjórnarinnar takmörkuð. Þessi beiðni frá íslensku ríkisstjórninni dugar ekki enduilega til að hindra að sæstrengur verði settur inná PCI´s 4 listann.

4. HREINAR L'INUR

Sú leið sem ríkisstjórnin ætlar að fara vegna Þriðja Orkulagabálks Evrópusambandsins er ófær og brýtur í bága við EES samninginn og er þar með í skjön við við Evrópurétt. Það er ekki hægt að með lögmætum hætti og öruggum hætti að samþykkja aðeins hluta af honum en hafna eða fresta öðrum hlutum hans. Samþykki Alþingi Þriðja Orkulagabálk Evrópusambandsins þá myndast grundvöllur fyrir málhöfðanir á hendur ríkinu standi það ekki í einu og öllu við þær skuldbindingar sem felast í samþykkt 3. Orku löggjafarinnar. Samþykkt er brot á stjórnarskrá og ber því að hafna innleiðingu á Þriðju Orkulöggjöf Evrópusambandsins

Vert er að benda einnig á að samkvæmt Þriðja Orkulagabálk ESB þá tilheyrir ríki innri markaði Evrópusambandssins eftir samþykkt, hvort sem viðkoamndi ríki er tengt með millilanda tengingu eða ekki tengt.