Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.–26.3.2019

2

Í vinnslu

  • 27.3.2019–7.7.2020

3

Samráði lokið

  • 8.7.2020

Mál nr. S-99/2019

Birt: 22.3.2019

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Orkumál

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)

Niðurstöður

Sjá greinargerð með frumvarpi https://www.althingi.is/altext/149/s/1253.html

Málsefni

Með frumvarpinu og tillögunni til breytingar á þingsályktun 26/148 er lagt til að kveðið verði á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að við raforkulög nr. 65/2003 verði bætt ákvæði þess efnis að um tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng fari samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Með tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er lagt til að nýtt áhersluatriði bætist þar við sem varðar mögulegar tengingar raforkukerfisins við raforkukerfi annarra landa. Er þar bætt við tölulið sem er á þá leið að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Skal það samþykki liggja fyrir áður en framkvæmdir sem varða slíka tengingu geta farið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Til grundvallar slíkri ákvörðun Alþingis skal liggja heildstætt mat á umhverfis-, samfélags-, og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar.

Markmið þingmálanna er að taka af allan vafa um að slíkar framkvæmdir, þ.e. lagning raforkusæstrengs til annars lands, eru ávallt háðar samþykki Alþingis og ákvarðanir um þær eru ávallt alfarið á forræði íslenskra stjórnvalda. Er talið eðlilegt að árétta þetta sérstaklega í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

postur@anr.is