Samráð fyrirhugað 26.03.2019—01.05.2019
Til umsagnar 26.03.2019—01.05.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 01.05.2019
Niðurstöður birtar 06.10.2021

Loftslagsbreytingar: Þróun lausna og bætt nýting auðlinda

Mál nr. 103/2019 Birt: 26.03.2019 Síðast uppfært: 06.10.2021
 • Forsætisráðuneytið
 • Annað
 • Málefnasvið:
 • Æðsta stjórnsýsla
 • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
 • Umhverfismál
 • Sveitarfélög og byggðamál
 • Vinnumarkaður og atvinnuleysi
 • Samgöngu- og fjarskiptamál
 • Ferðaþjónusta
 • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Framtíðarnefnd forsætisráðherra setti fram ákveðnar spurningar til að draga fram greiningar, upplýsingar og tillögur frá hagsmunaaðilum, ríkisaðilum og almenningi. Nefndin hafði samband við fjölda aðila og hvatti þá ýmist til að taka þátt eða bauð þeim á fund. Alls bárust 18 umsagnir í gegnum samráðsgáttina auk 13 umsagna sem bárust nefndinni beint.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.03.2019–01.05.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.10.2021.

Málsefni

Framtíðarnefndin er að leita leiða til að styðja við íslenskt hugvit við þróun lausna við loftslagsvandanum. Hvernig getur Ísland orðið leiðandi við þróun, nýsköpun og hönnun verkfræðilegra lausna til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga hér á landi og um heim allan.

Erfitt verður að snúa aftur af þeirri þróun sem nú á sér stað með auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda, jafnvel þótt mikil árangur náist með alþjóðlegum sáttmálum um að draga úr notkun koltvísýrings í framtíðinni. Þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga verða sífellt augljósari - og náttúruhamfarir eins og hungursneyð og vatnsskortur af völdum loftslagsbreytinga algengari er ljóst að ríki munu þurfa að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og hönnun verkfræðilegra lausna til að geta brugðist við og dregið úr væntanlegum áhrifum hlýnunar jarðar.

Ríki eru þegar farin á átta sig á því að það getur falið í sér gríðarlegan efnahagslegan ávinning að skara framúr og leysa vandamálið á undan öðrum. Ef loftslagsmál eru eitt af stærstu alþjóðlegu áskorunum heimsins og afleiðinga loftslagsbreytinga má vænta á Íslandi, hvernig getur íslenskt hugvit tekið forystu við þróun framtíðarlausna við þessum vanda og hvernig geta íslensk stjórnvöld komið að því?

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ragnar Gunnlaugsson - 28.03.2019

Nýta sem allra best þær vörur og þjónustu sem fyrir eru í landinu,en sækja það ekki til fjarlægra landa.Styðja við t.d. matvælaframleiðslu og framþróunn hér á landi.

Afrita slóð á umsögn

#2 Cornelis Aart Meijles - 28.03.2019

Umbreyta lífrænum úrgangi í kolefni (biochar) með því að hita hann upp í 400 - 800 gráður án aðkomu súrefnis, svokallað Pyrolysis. Við þessa vinnslu verður til hreint kolefni sem bera má á jörð og er ágætis jarðvegsbætir og einnig myndast umfram varma sem nýta má til upphitunar, t.d. á köldum svæðum. Kolefni umbreytist varla mikið í jarðvegi en nýtist bakteríum, sveppum og allskonar smáðýrum sem þar lifa mjög vel. Ekki þarf stórar verksmiðjur til þessa og þannig má vinna lífrænum úrgangi á staðnum í stað þess að flytja hann í urðun um langar vegalengdir. Einfalt dæmi: verksmiðja sem vinnur 3 tonn af lífrænum efnum á dag gefur frá sér um 1 tonn af biochar og 150 kW af umframvarma. Þetta ferli sparar CO2 losun í formi eldsneytis á vörubíla, tíma og peninga og er mjög virk leið til að gera verðmæti úr annars kostnaðarsama úrgangsvinnslu og binda CO2 úr andrúmslofti gegn um plöntuvef og draga þannig úr gróðurhúsaáhrifum.

Afrita slóð á umsögn

#3 Hermann Jens Ingjaldsson - 28.03.2019

Eins og fram kemur í þessum stórmerkilega fyrirlestri:

https://www.youtube.com/watch?v=fwSkQa1tNmE

Að þá eru endurnýtanlegir orkugjafar að taka yfir hratt. Og sá endurnýtanlegi orkugjafi sem snýr hvað mest að okkur Íslendingum, er vindurinn. Nú er vindorkan alltaf að verða ódýrari og við erum farin að taka eftir aukinni eftirspurn eftir því að byggja vindmyllur hér við land. Eitt neikvætt við vindmyllur er að þær hafa neikvæð ytri áhrif. Þ.e.a.s. þær valda sjón og hljóðmengun allt í kringum sig. Þessi neikvæðu áhrif þurfa yfirleitt aðrir en byggjandinn að þola.

Til að lágmarka þessi neikvæðu ytri áhrif vindmyllanna, væri sniðugast að byggja þær upp á hálendinu þar sem enginn er hvort eð er. Einnig væri skynsamlegra að byggja þær allar á sama stað þar sem neikvæð ytri áhrif vindmylla eykst ekki í beinu hlutfalli við fjölda þeirra. Þ.e.a.s. 100 vindmyllur á staðsetningu x valda ekki 100 sinnum meiri sjónmengun en ein, sama á við um hljóðið. Og sérstaklega ef þetta er einhversstaðar uppá hálendi hvort eð er. Það vill einnig svo skemmtilega til að vindurinn á hálendi Íslands er einn af bestu vindum heimsins þegar kemur að vindmyllunýtingu, samkvæmt sérfræðingi á RÚV fyrir um 10 árum síðan. Þess vegna legg ég til að Ísland myndi byggja allar sínar vindmyllur á einhverjum einum, vel völdum stað, langt frá almannaleið, uppá mið hálendi.

Svo er vindorkan líka þannig að það er hægt að skala hana upp svo gott sem endalaust. Sem þýðir að við getum hugsað hana allt öðruvísi en vatnsaflið. Og þar sem stærðarhagkvæmni eykst eftir því sem við skölum meira upp, getur vindorkan orðið ódýr með hætti sem okkur hefur aldrei staðið til boða með vatnsaflinu.

Það væri svo skynsamlegt uppá skilvirkni að koma upp stöðugri framleiðslu á vindmyllum, þar sem þá væri hægt að nýta framleiðsluþættina betur. Gætum byggt t.a.m. eitt stykki vindmyllu per mánuð.. alltaf. Ekkert eitt átak eða neitt svoleiðis, bara rafmagnsframleiðsla sem er alltaf að aukast. Þetta myndi styrkja endurnýtanlega orku á Íslandi, minnka mengun og berjast gegn hnattrænni hlýnun.

Eftirfarandi tenglar eru um þetta mál:

https://youtu.be/YcZHeo9oWEQ?t=4315

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/03/10/kallad_eftir_skyrari_stefnu_um_vindorku/

Afrita slóð á umsögn

#4 Bjarni Kristján Stefánsson - 28.03.2019

Íslensk stjórnvöld geta í fyrsta lagi unnið gegn loftslagsbreytingum með því að greiða eins fljótt og auðið er niður skuldir ríkisins og taka aldrei aftur fé að láni í nafni landsmanna, enda felur sú lántaka í sér aukna neyslu í nútíð á kostnað neyslu í framtíðinni. Það leiðir til meiri ágangs á náttúruauðlindir og losunar gróðurhúsalofttegunda.

Í öðru lagi verða íslensk stjórnvöld að stöðva þegar í stað flutning fólks til landsins frá fátækari löndum heimsins. Á Íslandi er neysla á mann margfalt meiri en í öðrum heimshlutum og liggur ljóst fyrir að flytjist fólk hingað til lands, muni neysla þess aukast, þó mismikið eftir því hvaðan það kemur. Það veldur aftur auknum umhverfisspjöllum og loftslagsbreytingum.

Í þriðja lagi skulu íslensk stjórnvöld auk þess að hrinda þessu tvennu í framkvæmd, stuðla eftir fremsta megni að önnur ríki heims geri slíkt hið sama. Þannig getur Ísland tekið forystu á heimsvísu í baráttunni við loftslagsbreytingar og veitt börnum okkar von um mannsæmandi framtíð.

Afrita slóð á umsögn

#5 Jónas Bragi Hallgrímsson - 30.03.2019

Ein leið sem íslendingar geta farið til að hraða rafbílavæðingunni er að stofna sjóð sem lánar fólk fyrir kaupum á rafbíl. Fólk tekur frá ákveðna upphæð á mánuði sem fer í þennan sjóð, líkt og að leggja í banka nema sá lánar aðeins fyrir kaupum á rafbílum. Fólk skilar inn umsókn þegar það skráir sig í sjóðinn þar sem það sýnir fram á hvernig rafbílinn mun hafa áhrif á þeirra útgjöld. Síðan borga þau af bílnum með sparnaðinum þegar þau fá lán fyrir bílnum. Þeir sem bíða halda áfram að safna og þurfa því að borga minna því þeir hafa lagt meira í sjóðinn. Hægt er að gera svipaðar útfærslur fyrir aðra hluti sem fólk getur ekki keypt því það er of dýr fjárfesting en hún myndi klárlega borga sig. Íslenskt hugvit getur útbúið hugbúnað fyrir hóp/samfélög svo þeir geti útbúið svona sjóði sem eru reknir með ákveðið markmið í huga. Hópsöfnun fyrir skynsamar fjárfestingar allt í gegnum símann.

Íslendingar eiga að skoða hvernig Hollendigar studdu sinn landbúnað, því við eigum að miða að því að vera sjálfstæð í framleiðslu á matvælum eins og kostur er. Við höfum jarðvarma og orku til að nota í gróðurhús, einnig er hægt að nota varmadælur til að hita gróðurhús. Að finna út úr því hvernig íslenskur landbúnaður eigi að þróast á að vera eitt af mikilvægustu málum stjórnvalda og þau verða að vinna með bændum, stofnunum og einkageiranum. Ástæðuna má skýra með þessari vangaveltu:

Hvað eigum við að gera ef það verður uppskerubrestur í Evrópu, Afríku eða Braselíu? Sökkum hamfara af náttúru eða mannvöldu. Fóður er flutt inn frá Braselíu og Afríku til Evrópu til eldis á skeppnum þar. Matvæla framleiðsla í Evrópu er mjög skilvirk og margar gríðarlega stórar einningar. Hvað gerist ef það kemur upp skæður sjúkdómur í korni, kjúklingum eða kúm í Evrópu? Hitabylgjur eru að verða tíðari með hverju ári og skæðari, lítum til hina Norðurlandanna síðasta sumar. Er ekki líklegt að þetta gerist aftur og ef svo gerist hvað eigum við að gera? Segjum að allt verði í lagi næstu fimm árinn. Hvað með lengra fram í tímann, tíu, fimmtíu eða hundrað ár? Munu stjórnmálamenn bara horfa framhjá þessu stórhættulega veðmáli með matvælaöryggi okkar? Á mín kynslóð og næstu kynslóðir að taka hugsanlegu stórslys af því fólkið á undan okkar lék sér of nálægt eldinum. Við sem tökum við eigum líka að hugsa um ykkur sem eldri eruð og ef þið stóðuð ykkur ekki almennilega þá verðum við ekki sátt. Að skera niður útgjöld til eldra fólks er gert til að spara í útgjöldum ríkisins.

Ef við framleiðum meira af matvælum okkar þá þurfum við minna að flytja inn. Þetta á við um allar þjóðir heimsins. Ef við getum við þetta getum við sýnt öðrum þjóðum.

Hér er í lokin er veðmál sem ég vil ekki vinna: Á næstu fimm árum mun eitthvað gerast sem muna haf hryllilega afleiðingar á matvælaframleiðslu heimsins og þar af leiðandi íbúa jarðar.

Ef ég hef rangt fyrir mér þá hef ég tapað, en þetta voru aðeins fimm ár.

Get komið með fleiri hugleiðingar og hugmyndir/lausnir, ef það er áhugi.

Afrita slóð á umsögn

#6 Guðrún Sæmundsdóttir - 07.04.2019

Spurt er: Ef loftslagsmál eru eitt af stærstu alþjóðlegu áskorunum heimsins og afleiðinga loftslagsbreytinga má vænta á Íslandi, hvernig getur íslenskt hugvit tekið forystu við þróun framtíðarlausna við þessum vanda og hvernig geta íslensk stjórnvöld komið að því?

Svar: Það er nú þegar hægt að fara í ýmis verkefni sem munu draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi en stjórnvöld þurfa að bæta nýsköpunarumhverfið til að fá þeim framgengt.

Hvað varðar þróun lausna/aðgerða við loftslagsmálum og hvers konar verkfræðilegar lausnir megi sjá fyrir sér að íslendingar geti fært heiminum árið 2035-2040, þá þurfum við að íhuga, hvaða helstu vandamál séu fyrirsjáanleg á þessu tímabili.

Líklegt er að loftlagsbreytingar hafi þá valdið verulegum fæðuskorti í heiminum og að mörg þeirra landssvæða sem núna eru í ræktun, séu ekki lengur nothæf vegna þurrka eða flóða.

Ísland gæti orðið vænlegt til aukinnar ræktunar fæðu fyrir innlenda og erlenda markaði. Nóg er af landrými og vatni ásamt umhverfisvænni raforku fyrir raflýsingu, sem er nauðsynleg til að bæta upp sólarleysið og eflaust geta jarðhitasvæðin nýst fyrir sértæka ræktun.

Það væri verðugt viðfangsefni verkfræðinga, að þróa ýmiskonar útfærslur af skýlum og yfirbyggingum fyrir akuryrkju á norðurslóðum, en misjafnt er hvernig skjól þarf að skapa eftir því hvað verið er að rækta. Væri t.d. hægt að gera lítil skjól sem skýla hverri plöntu fyrir sig og skýlið breytist og aðlagast mismunandi veðri og hitastigi, eða þarf að gera yfirbyggingar fyrir heilu akrana?

Það er um að gera að setja metnaðarfull markmið í þróun verkfræðilegra lausna og taka stefnuna á að þróa plöntuskjól fyrir sem flestar korntegundir.

Íslendingar kunna yfirleitt ekki að rækta korn, suðræna ávexti og grænmeti. Því er mikilvægt að sem flestir fái sem allra fyrst að spreyta sig á þeim vettvangi því að tíminn er naumur.

Það má gera með því að ríki og sveitafélög útbúi ræktunarsvæði fyrir skóla og almenning (Community gardens) þar sem að fólki gefst kostur á að stunda útiræktun og ræktun í gróðurhúsum.

Núna mætti t.d. bjóða íbúum Hvergerðis að nýta gróðurhúsin sem að standa auð í bænum þeirra.

Bjóða þarf uppá kennslu í ræktun t.d. á netinu, en fræðslan þarf að vera öllum aðgengileg og ókeypis svo að efnaminna fólk hafi sama tækifæri og aðrir.

Afrita slóð á umsögn

#7 Arnar Óskarsson - 10.04.2019

Tilaga mín er að setja sótspor á vöru og þjónustu.

Sótspor er mæling á því magni koltvísýrings (CO2) sem fer út í andrúmsloftið við notkun á vöru eða þjónustu.

Að upplýsa sótsporið á viðkomandi vöru og eða þjónustu er sjálfsögð krafa eins og að upplýsa um innihald vöru eða hvað felst í viðkomandi þjónustu. Sótsporið þarf að mæla frá upphafi til loka. Hér þarf að mæla og áætla og setja mælieiningu sem flestir skilja. Vara sem flutt er langa leið hefur meira sótspor en vara sem neytt er heima í héraði. Vara sem er umvafin plasti hefur mikið sótspor o.s.frv. Setja á sóðaskatt á vöru sem hefur mikið sótspor. Hægt er að setja kvóta á neyslu einstaklings á olíu og bensíns svo dæmi sé tekið. Borga þarf fyrir að sóða út.

Neytandi getur þá valið það sem honum er fyrir bestu. Læsi á umhverfið þarf að efla og upplýsa og banna villandi eða falskar upplýsingar. Staðreyndavöktun er nauðsynleg neytendavörn. Aðgengi að upplýsingum um vöru og þjónustu þarf að vera notendavænt.

Líkt og glíman við nikotínneyslu er baráttan við að minnka sótsporið með upplýsingum.

Sjáflsagt er að banna eitt og annað sem snertir almannahagsmuni.

Afrita slóð á umsögn

#8 Stefán Ármann Hjaltason - 11.04.2019

Þekking á því hvað mengar mest er mikilvæg. Stjórnvöld gætu stutt við þróun á stöðluðu og skilvirku kerfi til að meta koltvísýringsspor frá öllum vörum og þjónustu óháð losunarstað með sem einföldustum hætti. Þessar upplýsingar mætti nota t.d. í eftirfarandi:

a) Merkja allar vörur með kolefnisspori til að auðvelda neytendum val á umhverfisvænum vörum og þjónustu.

b) Myndi nýtast við álagningu kolefnisgjalds á allar vörur og þjónustu.

c) Gæti nýst í kerfi þar sem hverjum og einum einstakling væri úthlutað kolefnislosunarheimild með ákveðnu jöfnu millibili (t.d. mánaðarlega). Við kaup á vörum og þjónustu myndi þá dragast af kolefnislosunarheimildinni, kolefnismagn sem sem jafngildir kolefnisspori þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt var. Þetta kerfi gæti virkað með svipuðum hætti og þegar borgað er fyrir vöru eða þjónustu með greiðslukorti, þá dregst út af kortareikningnum. Telji einhver sig þurfa losunarheimild umfram það sem sem úthlutað er jafnt til allra einstaklinga gæti viðkomandi keypt losunarkvóta af fyrirtækjum sem sérhæfa sig í bindingu kolefnis úr andrúmslofti og sölu á jafnmiklum heimildum. Nettólosun frá einstakling mætti því aldrei fara yfir ákveðin mörk. Kerfið myndi því gefa stjórnvöldum færi á að setja þak nettólosun kolefnis sem stafar frá þjóðfélaginu í heild sama hvaðan losunin er uprunin. Þessi leið myndi hafa þann kost að geta takmarkað þann útblástur koltvísýrings sem verður vegna neyslu vesturlandabúa og er á okkar ábyrgð, en á sér stað í fátækari ríkjum. Hjá sumum gæti kolefnislosunarheimildin orðið meira takmarkandi við val á vörum eða þjónustu heldur en fjárráð. Kerfið myndi því hvetja fyrirtæki til þess að takmarka losun á gróðurhúsalofttegundum þar sem vörur með lágt kolefnisspor væru samkeppnishæfari. Sem dæmi um áhrif sem leiðin myndi hafa er ef byggingarverktaki er að byggja hús þá velur hann byggingarefni með sem minnst kolefnisspor til þess að sem auðveldast verði að selja íbúðirnar. Annað dæmi er ef einhver er að fara í utanlandsferð gæti viðkomandi þurft að spara losunarheimildirnar í talsverðan tíma og safna sér upp heimild sem nægir fyrir flugferðinni, viðkomandi gæti t.d. keypt mat með minna kolefnisspori, minnkað notkun á einkabíl og framvegis. Leiðin er sanngjörn þar sem hún deilir ábyrgðinni jafnt á milli allra og hver og einn hefur val um í hvað viðkomandi vill nota kolefnislosunarheimildina. Þessi leið myndi hafa mest áhrif á þá efnameiri og þá sem menga mest í dag. Stjórnvöld gætu og þyrftu að lækka kolefnislosunarheimildina smá saman, þar sem sá tímapunktur nálgast óðfluga að losun á gróðurhúsalofttegundum þurfi að vera komin niður í ekki neitt (og minna en það).

Afrita slóð á umsögn

#9 Valdimar Össurarson - 28.04.2019

Valorka vinnur að þróun lausna varðandi loftslagsvanda og bætta nýtingu auðlinda, og leggur þær hér með fram í vinnu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Verkefni Valorku byggir alfarið á íslensku hugviti. Þrátt fyrir góðan faglegan árangur hefur það notið stopuls stuðnings og áhuga íslenskra stjórnvalda og er núna í bráðri hættu vegna þess. Verkefnið lýtur einkum að þróun nýrrar tækni; hverfils til nýtingar sjávarfallastrauma. Hverfill Valorku er frábrugðinn þeim sem komnir eru lengst í þróun erlendis, þar sem hann hefur getu til að nýta á hagkvæman hátt annnesjastrauma sem algengir eru víða um heim; m.a. við Ísland. Erlendu skrúfuhverflarnir þurfa mun meiri straumhraða, sem einungis finnst á fáum stöðum. Hverflar Valorku hafa að auki einstaka möguleika á að hreinsa örplast úr sjó, samhliða orkuvinnslunni, og gætu orðið fyrsta tækni heims til lausnar þess gríðarmikla og vaxandi vanda.

Nánar er hverflum Valorku lýst í meðfylgjandi yfirliti. Einnig fylgir hér með skýrsla sem Valorka hefur tekið saman um stöðu og framtíð sjávarorkunýtingar. Hún samanstendur einkum af orðréttum tilvitnunum í fremstu fræðimenn og stofnanir heims á þessu sviði, og er að því leyti efnisleg og hlutlaus. Fræðimönnum ber saman um að nýting sjávarorku sé ein vænlegasta leiðin til þeirra orkuskipta sem eru undirstaða loftslagsaðgerða, enda er unnt að virkja sjávarorku án nokkurra þekktra umhverfisáhrifa; öfugt við flestar aðra orkuvinnsluaðferðir. Hverfill Valorku er af svonefndri "3.kynslóð" sjávarfallahverfla, en með tilkomu þeirra má sjöfalda þá sjávarorku sem áður var talin nýtanleg (sjá niðurstöður fræðimanna í skýrslunni). Vinnsla sjávarorku mun verða samkeppnisfær um leið og framleiðsla hefst að ráði, líkt og hefur verið með vindorku. Til eru leiðir til að brúa framleiðslustöðvun yfir fallaskipti, eins og sést í skýrslunni. Hverfill Valorku gæti orðið fyrsti sjávarfallahverfill heims sem unnt verður að leggja án köfunar og án steinsteyptra botnfestinga; og fleira hefur hann framyfir aðra sem nú eru í þróun.

Framtíðarnefnd kastar fram spurningum í framlögðu skjali í samráðsferlinu. Meðfylgjandi skýrslur Valorku svara þeim varðandi þá mikilvægu lausn sem hér er lögð fram. Þar kemur einnig fram hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að aðstoð við verkefnið og hvaða vankantar eru á stuðningi við slík verkefni. Í þeim efnum er einnig rétt að minna á skýrslu Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna "svört skýrsla um nýsköpun", sem send var öllum alþingismönnum nýlega.

Íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast skjótt við, vilji þau að verkefni Valorku haldi áfram en ónýtist ekki. Stjórnvöld hafa núna val um það hvort Ísland verður leiðandi í umhverfisvænni sjávarorkunýtingu eða hvort Ísland verður fyrsta ríki heims til að vísa slíkri tækni úr landi. Aðbúnað stjórnvalda að verkefninu má merkja af því að það er núna rekið á naumum atvinnuleysisbótum eins manns; án alls opinbers stuðnings, auk þess sem stjórnvöld hafa svipt það húsnæði með niðurlagningu frumkvöðlasetursins að Ásbrú. Allt ákall til hugvitsmanna um framtíðarlausnir verður æði marklaust meðan svo er búið að hugvitsmönnum þessa lands, sem vilja leggja sitt að mörkum í þágu nýsköpunar og loftslagsmála. Minnt er á að forsætisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni forráðamanns Valorku um brýnan fund, sem lögð var fram 10.oktober 2018 og hefur verið ítrekuð mörgum sinnum.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samtök atvinnulífsins - 30.04.2019

Í viðhengi fylgir umsögn Samtaka atvinnulífsins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Sigríður Sveina Helgadóttir - 30.04.2019

Ég vil gera stórtækar breytingar til að minnka notkun á nagladekkjum , það er ótrúlegt að horfa á þunga jeppa og jepplinga með drifi á öllum á negldum dekkjum í borginni.....fram í maí. Falskt öryggi, við getum ekið á heilsársdekkjum allt árið, við ökum bara öðruvísi.

Afrita slóð á umsögn

#12 Brynhildur Magnúsdóttir - 30.04.2019

Komiði sæl,

meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar um loftslagsbreytingar, mál nr. S-103/2019.

Kær kveðja,

Brynhildur Magnúsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Sigurpáll Ingibergsson - 30.04.2019

Innihald - Lausnir að sjálfbærni

- Hagrænir hvatar

- Kolefnissskattar

- Kolefnisspor á umbúðir vöru

- Fólksfækkun

- Lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Afrita slóð á umsögn

#14 Heiða Aðalsteinsdóttir - 30.04.2019

Í viðhengi er umsögn OR-samstæðunnar um Loftslagsbreytingar: þróun lausna og bætt nýting auðlinda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Gyða Guðjónsdóttir - 30.04.2019

Það þarf að minnka flugferðir ríkisstarfsmanna. Ef flugferðir eru einungis til þess að fara á fundi, þá væri hægt að taka þátt í fundunum með fjarfundarbúnaði. Hægt væri að fá fleiri lönd í lið með okkur og þá einnig minnka flugferðir annarra þjóða.

Afrita slóð á umsögn

#16 Herdís Friðriksdóttir - 30.04.2019

Íslensk stjórnvöld og almenningur eiga að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hérna koma örfáar hugmyndir hvernig íslendingar og íslensk stjórnvöld geta unnið að minnkun áhrifa loftslagsbreytinga.

Íslendingar gætu gripið til róttækra aðgerða (líklega óvinsælla aðgerða) en þær myndu sýna öðrum þjóðum hvað þarf til þess að snúa þessari þróun við. Henni verður ekki snúið við nema með mjög róttækum aðgerðum. Það eru ekki nema 10 ár til stefnu.

Í fyrsta lagi þyrfti að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, þjóðir heims þurfa að átta sig á ógninni og grípa til aðgerða.

Minnka útblástur

Stöðva ætti komu skemmtiferðaskipa til landsins. Þau menga meira en um milljón bílar. Það er til lítils að leggja bílnum og hjóla frekar í vinnuna en bjóða tuga skemmtiferðaskipa til landsins á sama tíma.

Akstur og flugsamgöngur ættu alltaf að vera kolefnisjafnaðar. Verð á flugi og eldsneyti yrði hækkað til jafns við þann kostnað sem fer í að gróðursetja tré, rækta upp land eða fylla í skurði.

Horfa á allt það sem er sóað sem verðmæti

Það þarf að fara að horfa á það sem við sóum sem verðmæti. Allt rusl er verðmæti því það var búið til úr því sem eitt sinn voru náttúruauðlindir.

Eitt af þessu er lífrænn úrgangur. Sem dæmi þá losa gróðurhús landsins sig daglega við mikið magn af lífrænum úrgangi. Honum er mokað út í tonnatali og hann settur í landfyllingu eða í skurð. Þetta er hrein sóun á verðmætum því hægt er að breyta þessu lífræna efni í gróðurmold sem hægt er að nýta aftur. Garðyrkjubændur vilja gjarna moltugera lífmassann sem þeir láta frá sér en það er of kostnaðarsamt fyrir þá. Það sama á við um einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, þar er lífrænum úrgangi oft hent. Það eru til tiltölulega einfaldar lausnir á því að jarðgera mikið magn lífræns úrgangs. Stjórnvöld ættu að gera samfélögum, hverfum og bæjarfélögum það kleift að jarðgera lífrænan úrgang með því að styrkja þau til þess í formi upplýsinga og tækjabúnaðar. Þetta margborgar sig því lífrænn úrgangur í landfyllingu mengar mikið en sé hann jarðgerður verður úr honum verðmæt mold sem hægt er að nýta til matvælaræktunar eða sem áburð við gróðursetningu eða uppgræðslu.

Það þarf að sekta verslanir fyrir að henda nýtum mat. Ef henda þarf skemmdum mat eða öðru þarf að flokka það moltugera eða endurvinna.

Það þarf að banna einnota plast (plastpoka, hnífapör, diska, glös, bolla, rör ofl). Þegar þetta er horfið úr lífi okkar munum við finna aðrar leiðir til þess að bera hluti og borða matinn okkar, en á meðan þetta er fyrir framan okkur, þá notum við það.

Það á að stórminnka notkun á plastflöskum, fjölga þarf upplýsingum um hreinleika íslensks vatns til útlendinga, tryggja vatnskrana svo fólk geti fyllt á vatnsflöskur t.d. í Leifsstöð. Það þarf að kenna fólki að nota fjölnota plastflöskur og hafa þær tiltækar allstaðar, heima, í bílnum, í vinnunni, á æfingu osfv. Sama á við um einnota kaffibolla.

Það á að hætta að leggja ábyrgðina á einstaklingana og láta þá bera ábyrð á því sem komið er. Þegar við sjáum sóun á stórum skala hjá stórfyrirtækjum, stofnunum og öðrum þjóðum missum við móðinn að vinna í okkar litla ranni.

Þó þarf fólk að átta sig á því að einstaklingar eru heild og sem heild getum við gert ýmislegt, þar koma t.d. fjölmiðlar inn í. Sjónvarpsþættirnir „Hvað höfum við gert“ eru frábærir en það mætti bæta við annarri seríu sem heitir „Hvað getum við gert“? Það má uppfræða fólk og kenna því hvernig það á að breyta um hegðun, alveg eins og gert var með umferðarreglurnar í gamla daga. Fólki var kennt að vera með hjálm, spenna beltin, keyra varlega osfv. Við þurfum að fá verklega kennslu í því hvernig við eigum að breyta hegðun okkar. Það þarf að uppfræða fólk t.d. í sambandi við fatakaup, ferðalög, innkaup á mat, matarsóun, akstur, endurvinnslu og svo mætti lengi telja. Við erum flest búin að átta okkur á ógninni en erum mörg óviss hvernig við eigum að fara að.

Stórfyrirtæki og stofnanir geta sýnt gott fordæmi og kolefnisjafnað sig. Háskólinn í Reykjavík, Understand Iceland og fleiri samstarfsaðilar hefja fljótlega verkefni þar sem allur skólinn verður kolefnisjafnaður. Nemendur skólans úr hinum ýmsu deildum munu undir stjórn David C. Finger skoða verkefnið frá öllum hliðum. Laganemar geta skoðað lagalegar hliðar, verkfræðinemar geta reiknað út það magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið vegna starfsemi skólans. Það eru t.d. ferðir nemendur og kennara, neysla innan skólans, húshitun, aðföng og bygginarefni. Nemarnir myndu einnig halda utan um allar mælingar meðan á verkefninu stendur. Nemar í MBA geta reiknað úr arðsemi verkefnisins og bætta ímynd skólans út á við. MPM Nemar í verkefnastjórnun geta haldið utan um verkefnið og verkefnastýrt því að hluta. Landeigendur geta komið að verkefninu með því að leyfa gróðursetningu og landgræðslu á landi sínu.

Þegar búið er að reikna út kolefnisfótspor skólans er hægt að hefjast handa við að minnka það, minnka neyslu og sóun og með aukinni gróðursetningu og landgræðslu en það eru verkefni sem nemar og kennarar geta tekið þátt í saman. Slíkt verkefni myndi vekja mikla athygli innanlands og utan landsteinana. Svona verkefni þurfa fjárhagsaðstoð t.d. með því að kosta fleiri Phd nema við skólann.

Það er ótal margt fleira sem hægt er að gera, en það sem við gerum þarf að vera róttækt!

Afrita slóð á umsögn

#17 Sigurður Loftur Thorlacius - 01.05.2019

Góðan dag.

Ég sendi fyrir hönd skipulagshóps loftslagsverkfallsins sem hefur verið haldið undanfarna tíu föstudaga á Austurvelli. Að þeim standa Ungir umhverfissinnar, Landssamband íslenskra stúdenta, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands. Í viðhengi er erindisbréf okkar til forsætisráðherra í tengslum við fund okkar með henni 25. mars síðastliðnum.

Grundvallarkrafa loftslagsverkfallsins er sú að því fjármagni sé veitt í aðgerðir í loftslagsmálum sem vísindamenn hafa metið að þurfi, 2,5% af vergri landsframleiðslu allra þjóða. Ísland ætti þar að vera enginn eftirbátur.

Við höfum lagt fram nokkrar aðgerðir sem við teljum að þurfi til viðbótar við aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þær eru eftirfarandi:

● Öll ný stóriðja sé kolefnishlutlaus og að núverandi stóriðja verði orðin kolefnishlutlaus fyrir árið 2030

● Öll ný skip gangi fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og líka þau eldri innan nokkurra ára

● Bann við olíuleit

● Enn hærra kolefnisgjald

● Aðgerðir gagnvart flugsamgöngum

● Allar vörur á neytendamarkaði séu merktar með kolefnisspori

● Bann við nýskráningu hreinna bensín- og dísilfólksbíla mun fyrr en áætlað er og ekki seinna en 2022

Nánari upplýsingar má sjá í erindisbréfi okkar til forsætisráðherra sem er í viðhengi.

Virðingarfyllst,

Sigurður Loftur Thorlacius,

Umhverfisverkfræðingur og ritari Ungra umhverfissinna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Náttúruverndarsamtök Íslands - 06.05.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi