Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.3.–1.5.2019

2

Í vinnslu

  • 2.5.2019–5.10.2021

3

Samráði lokið

  • 6.10.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-103/2019

Birt: 26.3.2019

Fjöldi umsagna: 18

Annað

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Loftslagsbreytingar: Þróun lausna og bætt nýting auðlinda

Niðurstöður

Framtíðarnefnd forsætisráðherra setti fram ákveðnar spurningar til að draga fram greiningar, upplýsingar og tillögur frá hagsmunaaðilum, ríkisaðilum og almenningi. Nefndin hafði samband við fjölda aðila og hvatti þá ýmist til að taka þátt eða bauð þeim á fund. Alls bárust 18 umsagnir í gegnum samráðsgáttina auk 13 umsagna sem bárust nefndinni beint.

Málsefni

Framtíðarnefndin er að leita leiða til að styðja við íslenskt hugvit við þróun lausna við loftslagsvandanum. Hvernig getur Ísland orðið leiðandi við þróun, nýsköpun og hönnun verkfræðilegra lausna til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga hér á landi og um heim allan.

Nánari upplýsingar

Erfitt verður að snúa aftur af þeirri þróun sem nú á sér stað með auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda, jafnvel þótt mikil árangur náist með alþjóðlegum sáttmálum um að draga úr notkun koltvísýrings í framtíðinni. Þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga verða sífellt augljósari - og náttúruhamfarir eins og hungursneyð og vatnsskortur af völdum loftslagsbreytinga algengari er ljóst að ríki munu þurfa að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og hönnun verkfræðilegra lausna til að geta brugðist við og dregið úr væntanlegum áhrifum hlýnunar jarðar.

Ríki eru þegar farin á átta sig á því að það getur falið í sér gríðarlegan efnahagslegan ávinning að skara framúr og leysa vandamálið á undan öðrum. Ef loftslagsmál eru eitt af stærstu alþjóðlegu áskorunum heimsins og afleiðinga loftslagsbreytinga má vænta á Íslandi, hvernig getur íslenskt hugvit tekið forystu við þróun framtíðarlausna við þessum vanda og hvernig geta íslensk stjórnvöld komið að því?

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Pétur Berg Matthíasson

petur.berg.matthiasson@for.is