Samráð fyrirhugað 01.04.2019—16.04.2019
Til umsagnar 01.04.2019—16.04.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.04.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað

Mál nr. 104/2019 Birt: 01.04.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (01.04.2019–16.04.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Reglugerðardrögin eru ætluð til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2014/53 um þráðlausan fjarskiptabúnað og reglugerð (ESB) 2017/1354 um framlagningu tiltekinna upplýsinga er tengist tilskipuninni.

Um er að ræða drög að reglugerð til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2014/53 um þráðlausan fjarskiptabúnað og reglugerð (ESB) 2017/1354 um framlagningu tiltekinna upplýsinga er tengist tilskipuninni. Tilskipun (ESB) 2014/53 mælir fyrir um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þráðlausan fjarskiptabúnað fram á markaði og niðurfellingu eldri tilskipunar sama efnis.

Rétt er að geta þess að tilskipuninni hefur verið breytt tvisvar til viðbótar (nánari afmörkun gildissviðs), en þær breytingar hafa ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn og eru því ekki hluti af innleiðingu nú í landsrétt.

Reglugerðardrögin byggja á innleiðingu framangreindra gerða með tilvísunaraðferð.

Í meginmáli reglugerðarinnar eru þau ákvæði sem skipta hvað mestu máli varðandi tilskipunina sjálfa, þ.m.t.:

- Umfangsmiklar tilvísanir og skýringar er varða aðra löggjöf er varðar fjálsa för vöru innan EES;

- Upplýsingar um eftirlits- og tilkynningaryfirvöld hér á landi og hlutverk þeirra með vísan til tilskipunarinnar;

- Tungumálakröfur sem gerðar eru er lúta að markaðssetningu búnaðar og notkun;

- Sér ákvæði er varða tiltekin þráðlausan fjarskiptabúnað; og

- Almenn ákvæði er lúta að gildissviði, viðurlögum, kæruheimildar, gildistöku og lagastoð reglugerðarinnar.