Samráð fyrirhugað 01.04.2019—12.04.2019
Til umsagnar 01.04.2019—12.04.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 12.04.2019
Niðurstöður birtar 07.05.2019

Áherslur í nýsköpun hjá hinu opinbera

Mál nr. 105/2019 Birt: 01.04.2019 Síðast uppfært: 07.05.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 01.04.2019–12.04.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 07.05.2019.

Málsefni

Í nýsköpunarstefnu fyrir Ísland verða áherslur í nýsköpun innan hins opinbera kynntar og í tilefni þessi efndi fjármála- og efnahagsráðuneytið til vinnufundar með aðilum ríkis og sveitarfélaga um nýsköpun opinberra vinnustaða. Afrakstur fundarins eru þau 10 áherslumál í nýsköpun hjá hinu opinbera sem nú eru lögð í samráð.

Í nýsköpunarstefnu fyrir Ísland verða áherslur í nýsköpun hjá hinu opinbera kynntar. Opinberir vinnustaðir ná yfir starfsemi bæði ríkis og sveitarfélaga sem veita opinbera þjónustu til almennings og fyrirtækja. Opinber nýsköpun er skilgreind ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum. Skilyrði fyrir að verkefni teljist nýsköpun er að það hafi skapað virði í gegnum aukin gæði í þjónustu, aukna skilvirkni vinnustaða, aukna þátttöku almennings, bætta starfsánægju eða aukið virði fyrir nærumhverfið. Nýsköpun hjá hinu opinbera getur líka haft töluverð áhrif á nýsköpun utan við starfsemi hins opinbera því oft eru nýsköpunarverkefni samstarfsverkefni hins opinbera og einkafyrirtækja. Það er því mikilvægt að hvetja til og stuðla að nýsköpun hjá opinberum vinnustöðum svo megi auka nýsköpun í landinu.

Í febrúar efndi fjármála- og efnahagsráðuneytið til vinnufundar með aðilum ríkis og sveitarfélaga um nýsköpun opinberra vinnustaða. Til fundarins voru saman komnir aðilar sem hafa með beinum hætti unnið að nýsköpunarverkefnum og hafa reynslu af því umhverfi sem opinberir aðilar vinna í. Afrakstur fundarins eru þau 10 áherslumál í nýsköpun hjá hinu opinbera sem nú eru lögð í samráð. Ýmsar leiðir eru til þess að vinna að þessum áherslumálum og verður fjallað um þær í nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem kemur út á næstu mánuðum.

Nánar má lesa um nýsköpun hjá hinu opinbera hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/opinber-nyskopun/

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Svavar Pálsson - 02.04.2019

Sáttamiðlun er viðurkennd og vaxandi aðferð um allan heim. Stjórnvöld, fyrirtæki, sveitarfélög, lögmenn, dómstólar og stjórnsýsluaðilar tileinka sér aðferðina hraðbyri. Akademísk gróska stuðlar að hraðari þróun og víða erlendis tekur starfsumhverfi stjórnvalda og dómstóla sérstakt mið af sáttamiðlun á sviði einkaréttar. Samhliða vaxa tækifæri á einkamarkaði. Við blasir að Ísland dregst hratt aftur úr öðrum þjóðum. Frumkvæðis og nýsköpunar er þörf.

Viðhengi