Samráð fyrirhugað 02.04.2019—26.04.2019
Til umsagnar 02.04.2019—26.04.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.04.2019
Niðurstöður birtar 26.05.2020

Drög að reglugerð um veiðar með dragnót

Mál nr. 106/2019 Birt: 02.04.2019 Síðast uppfært: 26.05.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Ekki fallist á neina af þeim athugasemdum sem fram komu í umsögnum og drögin voru gefin út sem reglugerð óbreytt.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.04.2019–26.04.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.05.2020.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir drög að reglugerð um veiðar með dragnót til umsagnar. Í drögunum er lagt til að reglugerðir er gilda um veiðar með dragnót verði sameinaðar í eina reglugerð auk annarra breytinga.

Starfshópur um faglega endurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum sem skilað skýrslu til ráðherra í september 2018. Í skýrslunni voru m.a. lagðar til breytingar varðandi reglur um dragnótarveiðar. Samkvæmt núgildandi reglum þá eru dragnótarveiðar bannaðar innan 12 mílna nema með sérstöku leyfi frá Fiskistofu. Í gildi eru tvær reglugerðir um dragnótarveiðar þ.e. reglugerð nr. 1061/2013, um dragnótarveiðar og reglugerð nr. 1066/2013, um dragnótarveiðar í Faxaflóa. Þá eru í gildi fjórar reglugerðir um bann við dragnótarveiðum, þ.e. reglugerð nr. 1062/2013, um bann við dragnótarveiðum í fjörðum Vestfjarða og út af Ströndum, reglugerð nr. 780/2015, um bann við dragnótarveiðum fyrir Norðurlandi, reglugerð nr. 1063/2013, um dragnótarveiðar fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum og svo eru ákvæði um lokanir svæða fyrir veiðum með dragnót í reglugerð nr. 1065/2013, um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi.

Í drögum að nýrri reglugerð um veiðar með dragnót er lagt til að framangreindar reglugerðir verði sameinaðar í eina reglugerð. Auk þess sem um mikla einföldun er að ræða þá eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar. Helsta breytingin er að svæðaskipting verður afnumin. Þannig mun leyfi til dragnótaveiða gilda um innan 12 mílna um allt landið. Þá er lagt til að hefðaréttur til að veiða með dragnót í verði afnuminn og að samræmdar reglur gildi um dragnótarveiðar á Íslandsmiðum, en eitthvað verður þó um að mismunandi reglur gildi á mismunandi svæðum sérstaklega hvað veiðarfærið varðar. Ekki eru gerðar tillögur um breytingar á svæðalokunum fyrir veiðum með dragnót.

Framangreindar breytingar voru gerðar í samráði og samstarfi við Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtök dragnótarmanna.

Umsögnum um drögin skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 16. apríil næstkomandi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Geir ehf. - 13.04.2019

Mitt mat er að það sé sátt um núverandi svæðaskiptingu. Formaður starfshópsins sat siðasta aðalfund samtaka dragnótamanna og þar kom skýrt fram að mikill meirihluti vill hafa svæðaskiptinguna óbreytta.

Á norðaustur svæði er verið að loka svæðum í stuttan tíma, sem hefur engan tilgang og það mætti alveg hafa þau opin allt árið. Einnig mætti opna svæði í Bakkaflóa, Skarfatangi-Digranes, á því svæði er bara skarkoli og engin ástæða til að hafa það lokað.

Kveðja

Jónas Jóhannsson

Afrita slóð á umsögn

#2 Gísli Jón Kristjánsson - 14.04.2019

Fyrir hönd Ís 47 ehf vill ég benda á að það ríkir þokkaleg sátt um að svæðaskiftingin verði óbreitt.

Gísli Jón Kristjánsson

Afrita slóð á umsögn

#3 Sveitarfélagið Skagafjörður - 15.04.2019

Eftirfarandi bókun var samþykkt á 863. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 10. apríl 2019

Lögð fram drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráðsgátt þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra.

F.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Sigfús Ingi Sigfússon

Afrita slóð á umsögn

#4 Sólberg ehf. - 15.04.2019

Fyrir hönd Sóbergs ehf

Mæli með óbreyttri svæðisskiptingu

Arnar Kristjánsson

Afrita slóð á umsögn

#5 Sigurgeir Steinar Þórarinsson - 15.04.2019

Fyrir hönd Snurvoð ehf.

Góð sátt hefur verið um dragnótaveiðar að ég best veit allt í kringum landið , til hvers að breita því sem vel gengur.

Sé ekki þörf á þessum breytingum vil hafa þetta óbreitt og ekkert kjaftæði.

Afrita slóð á umsögn

#6 Hásteinn ehf - 25.04.2019

Úgerð Hásteins ÁR 8 1751 styður þessar breytingar á reglugerð um dragnótaveiðar.

Afrita slóð á umsögn

#7 Nesfiskur ehf. - 25.04.2019

Nesfiskur ehf styður fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um svæðaskiptingu dragnótaveiða.

Afrita slóð á umsögn

#8 Hafnarnes VER hf. - 26.04.2019

Hafnarnes VER hf. styður fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um svæðaskiptingu dragnótaveiða.

virðingafyllst

Hannes Sigurðsson

Afrita slóð á umsögn

#9 Sigurjón Guðbjartsson - 26.04.2019

Ég tel að nokkuð góð sátt hafi skapast um dragnótaveiðar, og sé ekki ástæðu til að breyta þar miklu. Allra síst að afnema svæðaskiptingu, eins og kemur fram í þessum hugmyndum.

F.h Vík ehf útgerð.

530 Hafrún HU 12

Kv. Sigurjón Guðbjartsson

Afrita slóð á umsögn

#10 ST 2 ehf - 26.04.2019

F.h. ST-2 ehf tel ég að góð sátt hafi verið um núverandi fyrirkomulag svæðaskiptingar dragnótaveiða, og er því mótfallinn því að breytingar verði gerðar á því fyrikomulagi sem hefur verið í gildi.

Friðgeir Höskuldsson

Afrita slóð á umsögn

#11 BBH útgerð ehf. - 26.04.2019

Ég tel að nokkuð góð sátt hafi verið um núverandi fyrirkomulag dragnótaveiða og þá svæðaskiptingu sem hefur verið í gildi og er mótfallin þeim breytingum sem hér eru lagðar til.

F.h BBH Útgerðar

Með Kveðju Ómar Karlsson

Afrita slóð á umsögn

#12 Stefán Egilsson - 26.04.2019

Ég óska eftir óbreyttum reglum um dragnótaveiðar.

Afrita slóð á umsögn

#13 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 26.04.2019

Meðfylgjandi er umsögn SFS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Sigurbjörn ehf. - 26.04.2019

Tel þetta þurfa meiri umfjöllun og vill þvi nuverandi kerfi obreytt. Gylfi Gunnars

Afrita slóð á umsögn

#15 Guðrún Elísabet Jensdóttir - 26.04.2019

Útgerð Rifsara SH 70 á Rifi er á móti fyrirhuguðum breytingum á svæðaskiptingu. Flestir eru sáttir við núverandi kerfi.

Dreifð sókn dragnótar eins og hefur verið í kring um landið er af hinu góða.

Tel að frekari umræða þyrfti að fara fram við hagsmunaaðila.

Fh . Sandbrúnar ehf

Baldur Freyr Kristinsson

Afrita slóð á umsögn

#16 Kolbrún Ívarsdóttir - 26.04.2019

Esjar ehf

Tel að þetta þurfi meiri umræðu og því vill ég óbreytta svæðaskiptingu áfram.

Anton Ragnarsson

Afrita slóð á umsögn

#17 Magnús Jónsson - 26.04.2019

Undirritaður lýsir undrun sinni á, að skv. tillögum AVR um breytingu á reglugerð um veiðar með dragnót skuli það vera ætlun stjórnvalda að almennt verði heimilt að veiða með dragnót innan 12 mílna landhelginnar, eða eins og segir orðrétt í inngangi að greinargerðinni: “ Þannig mun leyfi til dragnótaveiða gilda innan 12 mílna um allt landið“. Verður að telja það undarlegt á sama tíma og verið er að þrengja að togveiðum víða um heim og jafnvel banna þær skuli Íslendingar ætla að opna enn frekar fiskveiðilögsöguna innan 12 mílna og upp í fjörur fyrir þessu togveiðarfæri. Veiðarfæri sem orðið er mun öflugra en hefðbundin troll voru fyrir um 60 árum, þegar hér var barist fyrir 12 mílna landhelgi. Og veiðarfæri sem sannanlega hefur valdið stórfelldri röskun á fiskigengd og afrakstri miða víða umhverfis landið, svo sem á Faxaflóa, Breiðafirði, Húnaflóa og Skagafirði svo nokkur dæmi séu nefnd.

Varðandi Skagafjörð sérstaklega er það krafa smábátasjómanna á Sauðárkróki og Hofsósi að afnumin verði nú þegar breyting sem gerð var haustið 2017 á reglugerð um dragnótaveiðar á Skagafirði og firðinum aftur lokað innan línu frá Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða í austri. Innan þessa svæðis eru víða staðbundin hrygningarsvæði þorsks. Þessi krafa er eindregið studd af sveitarstjórn Skagafjarðar sem og Landssambandi smábátaeiganda. Sú „rannsókn“ sem gerð var á firðinum haustið 2008 getur ekki kallast vísindaleg enda byggðist hún á því að tekin voru þar einungis FJÖGUR tog á fjórum dögum. Fullyrðing á grundvelli þessarar rannsóknar um að dragnótaveiðar hafi ekki áhrif á lífríki fjarðarins eða fiskigengd stenst því engan veginn, enda er nú niðurstaða í mótsögn við álit Hrafnkels Eiríkssonar sem fram kemur í fjölriti nr. 140 frá Hafrannsóknarstofnun frá 2008 Um dragnót og dragnótaveiðar við Ísland, en þar segir orðrétt:

„Næsta öruggt má telja að skynsamlegt væri að loka tilteknum uppeldissvæðum fiskistofna fyrir dragnótaveiðum eins og gert er fyrir veiðum með botnvörpu af ýmsum ástæðum, mest vegna hás hlutfalls af smáfiski. Á þessu stigi málsins býr Hafrannsóknastofnunin hins vegar ekki yfir þeim upplýsingum og gögnum sem nauðsynlegar eru fyrir tillögur af því tagi. Fyrsta skrefið gæti þó verið að takmarka dragnótaveiðar á innanverðum fjörðum þar sem eru líklegar uppeldisstöðvar fyrir bæði flatfisk og bolfisktegundir.“

Magnús Jónsson formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar

Afrita slóð á umsögn

#18 Örn Pálsson - 26.04.2019

Umsögn LS - drög að reglugerðum dragnót

Viðhengi Viðhengi