Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–26.4.2019

2

Í vinnslu

  • 27.4.2019–25.5.2020

3

Samráði lokið

  • 26.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-106/2019

Birt: 2.4.2019

Fjöldi umsagna: 18

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um veiðar með dragnót

Niðurstöður

Ekki fallist á neina af þeim athugasemdum sem fram komu í umsögnum og drögin voru gefin út sem reglugerð óbreytt.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir drög að reglugerð um veiðar með dragnót til umsagnar. Í drögunum er lagt til að reglugerðir er gilda um veiðar með dragnót verði sameinaðar í eina reglugerð auk annarra breytinga.

Nánari upplýsingar

Starfshópur um faglega endurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum sem skilað skýrslu til ráðherra í september 2018. Í skýrslunni voru m.a. lagðar til breytingar varðandi reglur um dragnótarveiðar. Samkvæmt núgildandi reglum þá eru dragnótarveiðar bannaðar innan 12 mílna nema með sérstöku leyfi frá Fiskistofu. Í gildi eru tvær reglugerðir um dragnótarveiðar þ.e. reglugerð nr. 1061/2013, um dragnótarveiðar og reglugerð nr. 1066/2013, um dragnótarveiðar í Faxaflóa. Þá eru í gildi fjórar reglugerðir um bann við dragnótarveiðum, þ.e. reglugerð nr. 1062/2013, um bann við dragnótarveiðum í fjörðum Vestfjarða og út af Ströndum, reglugerð nr. 780/2015, um bann við dragnótarveiðum fyrir Norðurlandi, reglugerð nr. 1063/2013, um dragnótarveiðar fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum og svo eru ákvæði um lokanir svæða fyrir veiðum með dragnót í reglugerð nr. 1065/2013, um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi.

Í drögum að nýrri reglugerð um veiðar með dragnót er lagt til að framangreindar reglugerðir verði sameinaðar í eina reglugerð. Auk þess sem um mikla einföldun er að ræða þá eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar. Helsta breytingin er að svæðaskipting verður afnumin. Þannig mun leyfi til dragnótaveiða gilda um innan 12 mílna um allt landið. Þá er lagt til að hefðaréttur til að veiða með dragnót í verði afnuminn og að samræmdar reglur gildi um dragnótarveiðar á Íslandsmiðum, en eitthvað verður þó um að mismunandi reglur gildi á mismunandi svæðum sérstaklega hvað veiðarfærið varðar. Ekki eru gerðar tillögur um breytingar á svæðalokunum fyrir veiðum með dragnót.

Framangreindar breytingar voru gerðar í samráði og samstarfi við Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtök dragnótarmanna.

Umsögnum um drögin skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 16. apríil næstkomandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

erna.jonsdottir@anr.is