Samráð fyrirhugað 02.04.2019—26.04.2019
Til umsagnar 02.04.2019—26.04.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.04.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um rækjuveiðar

Mál nr. S-107/2019 Birt: 02.04.2019 Síðast uppfært: 09.04.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (02.04.2019–26.04.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir drög að reglugerð um veiðar á rækju til umsagnar. Í drögunum er lagt til að reglugerðir er gilda um veiðar á rækju verði sameinaðar í eina reglugerð, auk þess sem gerðar eru einhverjar efnislegar breytingar.

Starfshópur um faglega endurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum sem skilað skýrslu til ráðherra í september 2018. Í skýrslunni voru m.a. lagðar til breytingar á reglum um veiðar á rækju. Um veiðar á rækju gilda reglugerð nr. 258/2012, um rækjuveiðar innfjarða, reglugerð nr. 542/2014, um veiðar á rækjustofninum á miðunum við Snæfellsnes og reglugerð nr. 739/2000, um gerð og búnað smárækjuskilju. Þá eru ákvæði um rækjuvörpu í reglugerð nr. 543/2002, um möskvastærðir- og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur nú fram til kynningar drög að reglugerð um veiðar á rækju. Í drögunum er lagt til að framangreindar reglugerðir verði sameinaðar í eina reglugerð auk ákvæða um rækjuvörpu. Auk þess sem um mikla einföldun er að ræða þá eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar á reglum er gilda um veiðar á rækju. Þær breytingar lúta einkum að veiðarfærum, stærðartakmörkunum fiskiskipa sem stunda rækjuveiðar, veiðisvæðum og hnitsetningum.

Framangreindar breytingar eru að hluta byggðar á tillögum starfshópsins, gerðar í samráði og samstarfi við Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Umsögnum um drögin skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 16. apríl næstkomandi.