Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–26.4.2019

2

Í vinnslu

  • 27.4.–17.12.2019

3

Samráði lokið

  • 18.12.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-107/2019

Birt: 2.4.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um rækjuveiðar

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust, en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskaði eftir fundi með ráðuneytinu og báru þar fram athugasemdir um drögin. Athugasemdir SFS lutu að þremur atriðum; að heimilt yrði að nota leggpoka áfram við veiðar á úthafsrækju, lágmarksmöskvi leggpoka yrði óbreyttur (36 mm) og að heimilt yrði að stunda veiðar á innfjarðarækju í innanverðu Ísafjarðardjúpi án seiðaskilju. Fallist var á athugasemdir SFS og voru reglugerðardrögin uppfærð til samræmis við framangreint.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir drög að reglugerð um veiðar á rækju til umsagnar. Í drögunum er lagt til að reglugerðir er gilda um veiðar á rækju verði sameinaðar í eina reglugerð, auk þess sem gerðar eru einhverjar efnislegar breytingar.

Nánari upplýsingar

Starfshópur um faglega endurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum sem skilað skýrslu til ráðherra í september 2018. Í skýrslunni voru m.a. lagðar til breytingar á reglum um veiðar á rækju. Um veiðar á rækju gilda reglugerð nr. 258/2012, um rækjuveiðar innfjarða, reglugerð nr. 542/2014, um veiðar á rækjustofninum á miðunum við Snæfellsnes og reglugerð nr. 739/2000, um gerð og búnað smárækjuskilju. Þá eru ákvæði um rækjuvörpu í reglugerð nr. 543/2002, um möskvastærðir- og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur nú fram til kynningar drög að reglugerð um veiðar á rækju. Í drögunum er lagt til að framangreindar reglugerðir verði sameinaðar í eina reglugerð auk ákvæða um rækjuvörpu. Auk þess sem um mikla einföldun er að ræða þá eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar á reglum er gilda um veiðar á rækju. Þær breytingar lúta einkum að veiðarfærum, stærðartakmörkunum fiskiskipa sem stunda rækjuveiðar, veiðisvæðum og hnitsetningum.

Framangreindar breytingar eru að hluta byggðar á tillögum starfshópsins, gerðar í samráði og samstarfi við Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Umsögnum um drögin skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 16. apríl næstkomandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

erna.jonsdottir@anr.is