Samráð fyrirhugað 02.04.2019—16.04.2019
Til umsagnar 02.04.2019—16.04.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.04.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017

Mál nr. 109/2019 Birt: 02.04.2019
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (02.04.2019–16.04.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið birtir drög að reglugerð um breytingar á reglugerð um útlendinga. Í drögunum er lagt til að heimilt verði að leita eftir upplýsingum í VIS upplýsingakerfinu eftir fingraförum.

Lagt er til að í reglugerð verði heimilað að leita í VIS upplýsingakerfinu eftir fingraförum. Fingrafaraleit er afar nákvæm og myndi bæði auka skilvirkni sem og tryggja að upplýsingar um rétt auðkenni fáist úr VIS upplýsingakerfinu. Í ljósi fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem koma frá ríkjum sem gerð er krafa um vegabréfsáritun og umsækjenda sem eru án skilríkja, framvísa fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annars manns er talin full þörf á að fingrafaraleit fari fram í VIS upplýsingakerfinu svo auka megi líkur á því að unnt sé að bera rétt og staðfest kennsl á einstaklinga.