Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.9.–4.10.2018

2

Í vinnslu

  • 5.10.2018–9.1.2020

3

Samráði lokið

  • 10.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-137/2018

Birt: 20.9.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að reglugerð um styrki vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi.

Niðurstöður

Reglugerð um sýningarstyrki tók gildi 2018 og er birt á vefnum reglugerd.is

Málsefni

Í reglugerðinni er veitt heimild til veitingu sýningastyrkja vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi.

Nánari upplýsingar

Í lögum um breytingar á kvikmyndalögum nr. 137/2001, sem Alþingi samþykkti á vorþingi 2018, er í 3. mgr. 6. gr. svohljóðandi heimild til að veita sýningarstyrki: "Heimilt er að veita sérstaka sýningarstyrki vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi í hlutfalli við heildarandvirði seldra aðgöngumiða að sýningum á viðkomandi kvikmynd". Í greinargerð með frumvarpinu er þess getið að heimild til að veita sýningarstyrki var í lögum nr. 14/2016, sem féllu úr gildi í lok þess árs og í þeim veitt heimild til að veita sýningarstyrki á árinu 2017 til kvikmynda sem sýndar voru árið 2016.

Sett var reglugerð um sýningarstyrkina (nr. 450/2016) og þar var miðað við að styrkir yrðu veittir afturvirkt og í drögum að nýrri reglugerð er lagt til að sami háttur verði hafður á, þ.e. að miðað sé við næstliðið ár og styrkfjárhæðir miðist við tekjur af sýningum á almanaksárinu.

Fyrirliggjandi drög að reglugerð er nánast eins og fyrrgreind reglugerð nr. 450/2017 nema að ártöl eru tekin út, lagatilvísunum breytt o.fl. þess háttar. Einu efnislegu breytingarnar eru í 4. gr.

Reglugerð nr. 450/2016:

4. gr.

1. mgr. Miðastyrkir eru reiknaðir út á ársgrundvelli. Hámarksfjárhæð samanlagðra miðastyrkja skal ekki vera hærri en fjárheimild samkvæmt fjárlögum hvers árs á tímabilinu 2012 til 2016.

2. mgr. Miðastyrkur til hverrar kvikmyndar skal miða við sama hlutfall af fjárheimild ársins og nam hlutfalli sölutekna viðkomandi kvikmyndar af heildarsölutekjum kvikmynda á íslensku í innlendum kvikmyndahúsum á því ári.

Drög að nýrri reglugerð:

4. gr.

1. mgr. Ráðherra ákveður hvaða fjárhæð skuli varið til sýningarstyrkja af fjárveitingum í Kvikmyndasjóð.

2. mgr. Sýningarstyrkir eru reiknaðir út á ársgrundvelli. Við veitingu sýningarstyrkja skal miða við almennar sýningar á næst liðnu almanaksári.

3. mgr. Sýningarstyrkir skulu nema allt að 20% af heildarsölutekjum kvikmynda í almennum sýningum á íslensku í innlendum kvikmyndahúsum á því ári eftir því sem fjárveitingar leyfa skv. 1. mgr.

Í 1. mgr. er tilgreint að ráðherra ákveður þá fjárhæð sem varið skuli til miðastyrkja. Ekki er ástæða til að ákveða slíkt í fjárlögum enda falla þessir styrkir undir Kvikmyndasjóð og vaninn er að á fjárlögum sé aðeins einni fjárhæð varið til sjóðsins og ráðherra ákveður skiptingu milli styrkjaflokka.

Í 2. mgr. er tekið fram að miða skal aðeins við eitt ár í senn. Ef kvikmynd er sýnd á lengri tíma eða sýningar skiptast milli ára þá er reiknað út frá sýningum hvers árs.

Í 3. mgr. er heimilað að styrkirnir nemi allt að 20% og er þar miðað við að upphaflega komu þessir styrkir til vegna þess að ákveðið var að innheimta VSK af öllum seldum miðum í kvikmyndahúsum. Styrkirnir eru til að bæta framleiðendum það tekjutap sem af því hlaust. Hér er settur sá fyrirvari að hlutfallið geti breyst ef fjárveitingin hrekkur ekki til.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

postur@mrn.is