Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–30.4.2019

2

Í vinnslu

  • 1.5.–4.12.2019

3

Samráði lokið

  • 5.12.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-111/2019

Birt: 4.4.2019

Fjöldi umsagna: 26

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

3. verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Niðurstöður

Niðurstöður samráðs hafa verið birtar í lokaskýrslu þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nánari upplýsingar má finna í niðurstöðuskjali og á heimasíðu nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um textadrög þriðja verkefnis þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun.

Nánari upplýsingar

Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Þá er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og lagafrumvarpi um þjóðgarðinn, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Verklag nefndar er þannig að nefnd vinnur textadrög/tillögur fyrir hvern verkþátt, verkþættir verða svo sett í samráðsgáttina þar sem kallað er eftir athugasemdum. Athugasemdir sem berast verða teknar til skoðunar hjá nefnd og verkþáttur/þættir í kjölfarið kláraðir. Þegar allir verkþættir hafa farið í gegnum sama ferli verða þeir settir saman í heildarskýrslu sem einnig verður sett í samráðsgáttina. Í kjölfar þess mun nefnd skila skýrslunni til umhverfis- og auðlindaráðherra. Ráðgert er að skil fari fram í september 2019.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (6)

Umsjónaraðili

Steinar Kaldal

steinar.kaldal@uar.is