Samráð fyrirhugað 12.04.2019—26.04.2019
Til umsagnar 12.04.2019—26.04.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.04.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð til breytinga á reglugerð um för yfir landamæri nr. 886/2017.

Mál nr. S-112/2019 Birt: 12.04.2019 Síðast uppfært: 15.04.2019
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.04.2019 - 26.04.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Lagt er til að Reiseausweiz als Passersatz teljist til viðurkenndra ferðaskilríkja þýskra ríkisborgara. Þó verður gerð sú krafa að sé framvísað ferðaskilríki án ljósmyndar af handhafa skuli samhliða framvísa útrunnu vegabréfi eða Personalausweis.

Bent hefur verið á að í eldri reglugerð hafi þýskum ríkisborgurum verið heimilt að ferðast til landsins á grundvelli svokallaðs Reiseausweis als Passersatz, sem sé útrunnu vegabréfi eða öðru persónuskilríki til fyllingar. Þessa heimild er ekki að finna í núgildandi reglugerð. Umrædd skilríki eru viðurkennd ferðaskilríki í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk fleiri ríkja, ýmist sem sjálfstæð ferðaskilríki eða öðrum útrunnum persónuskilríkjum til fyllingar. Því er lagt til að í reglugerð verði mælt fyrir um að Reiseausweiz als Passersatz teljist til viðurkenndra ferðaskilríkja þýskra ríkisborgara. Þó verður gerð sú krafa að sé ferðaskilríki án ljósmyndar af handhafa skuli samhliða framvísa útrunnu vegabréfi eða Personalausweis.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.