Samráð fyrirhugað 23.04.2019—15.05.2019
Til umsagnar 23.04.2019—15.05.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 15.05.2019
Niðurstöður birtar 30.09.2019

Innleiðing Íslands á heimsmarkmiðunum

Mál nr. 115/2019 Birt: 23.04.2019 Síðast uppfært: 30.09.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Æðsta stjórnsýsla

Niðurstöður birtar

Verkefnastjórn um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vann úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust. Sjá nánar í niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.04.2019–15.05.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 30.09.2019.

Málsefni

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun óskar eftir umsögnum um landsrýniskýrslu (e. Voluntary National Review) um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum.

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum. Skýrslunni verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í júní sem hluta af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Endanleg útgáfa skýrslunnar mun taka mið af þeim athugasemdum sem berast í gegnum samráðsgáttina.

Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu sem verkefnastjórn ritaði og kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands.

Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika.

Í skýrslunni má sjá að þótt að Ísland standi vel að vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna þá eru ýmsar áskoranir sem kalla á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega.

Hægt er að senda inn umsögn um einstaka kafla skýrslunnar eða skýrsluna í heild. Athugið að umsagnir kunna að vera birtar í heild sinni í viðauka við skýrsluna þegar hún verður lögð fyrir Sameinuðu þjóðirnar í júlí.

Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin er að finna á heimsmarkmidin.is.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Valdimar Össurarson - 25.04.2019

Hjálagt er umsögn Valorku ehf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Auður Guðjónsdóttir - 28.04.2019

Ég þakka innilega fyrir að mænuskaða/taugakerfis verkefnið var tekið inn í skýrslu stjórnvalda um innleiðingu Íslands á þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það gladdi mig mjög því það hefur verið mikil vinna til margra ára að koma verkefninu á það stig sem sjá má í skýrslunni. Verkefnið er frumkvöðlavinna sem á sér ekki fordæmi, að ég best veit, sem gengur út á að vekja athygli á því innan viðeigandi alþjóðastofnanna hve hægt miðar að finna lækningu við lömun og hvetja stofnanirnar til að beita áhrifum sínum svo að betur gangi að finna lækningu. Fáir búa við erfiðari aðstæður en þeir lömuðu og alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast mjög pólitískrar íhlutunar svo að mögulegt verði að sameina og samnýta þá þekkingu sem nú þegar er til staðar á alþjóðlegu taugavísindasviði.

Hugsjón mín er að verkefninu ljúki þannig að íslensk stjórnvöld nái fram sambærilegu gegnumbroti hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir taugakerfið og náðst hefur fyrir samkynhneigð, jafnrétti, hungur, fátækt, ólæsi og fleira. Það er að segja að viðurkennt verði að gera þurfi alþjóðlegt átak í lækningum í taugakerfinu og að þjóðir heims skuldbindi sig til að standa saman um það. Þegar það hefur náðst munu ýmsir koma fram á sjónarsviðið sem vildu Lilju kveðið hafa. Þá er gott að hafa það skjalfest í skýrslunni að Ísland var það land sem ruddi brautina fyrir því að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins var skoðuð í samhengi og hún samkeyrð með gervigreind.

Afrita slóð á umsögn

#3 Þroskahjálp,landssamtök - 06.05.2019

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um landsrýniskýrslu (e. Voluntary National Review) um innleiðingu íslands á heimsmarkmiðunum.

Landssamtökin þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks. Í samtökunum eru rúmlega 20 aðildarfélög með u.þ.b. sex þúsund félaga. Samtökin byggja stefnu sína og starf á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem eru áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi fatlaðs fólks.

Heimsmarkmiðin eru nátengd alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem mælt er fyrir um í mannréttindasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða og framfylgja, m.a. og ekki síst í samningi SÞ um réttindi fatlað fólks sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að innleiða á öllum þeim sviðum sem samningurinn nær til.

Meðal markmiða þar sem eru mikil og augljós tengsl við skyldur ríkisins samkvæmt ákvæðum samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks má nefna:

• Fyrsta markmiðið um að „útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar.“

• Þriðja markmiðið um að „stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.“

• Fjórða markmiðið um að „tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi.“

• Áttunda markmiðið um að „stuðla að arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla.“

• Tíunda markmiðið um að „tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi.“

• Ellefta markmiðið um að „gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær.“

• Sextánda markmiðið um að „tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla.“

Í heimsmarkmiðum SÞ og við innleiðingu þeirra er lögð mikil áhersla á „að skilja enga einstaklinga eða hópa eftir, svo sem jaðarsetta hópa“, eins og segir í lið 4.4 í skýrslunni. Heimsmarkmiðin og samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru öflug tæki fyrir stjórnvöld til að standa við það gagnvart mjög jaðarsettum hópi, þ.e. fötluðu fólki. Hvernig til tekst er mjög mikið undir því komið að þessi tæki verði tengd saman og beitt saman. Það hlýtur því að vekja mikil vonbrigði og undrun hversu lítið er fjallað um stöðu og réttindi fatlaðs fólk í þessari skýrslu um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum og ekki verður séð að þar sé minnst á samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Á því er þó enginn vafi að margt þarf að gera í íslensku samfélagi til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra eins og íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að gera með fullgildingu samningsins og lýst yfir með aðild sinni að heimsmarkmiðum SÞ, þ.e. „að láta engan undanskilinn“.

Landssamtökin Þroskahjálp skora á íslensk stjórnvöld að bæta úr þessu og endurskoða skýrsluna í ljósi þessa. Samtökin lýsa jafnframt yfir miklum áhuga og vilja til að taka þátt í samráði við hlutaðeigandi stjórnvöld um það og vísa í því sambandi m.a. til skyldu íslenska ríkisins til samráðs við fatlað fólk og samtök sem vinna að hagsmuna- og réttindamálum þess samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Á eftirfarandi hlekkjum má nálgast upplýsingar um tengsl heimsmarkmiða SÞ og alþjóðlega viðurkenndra mannréttinda, almennt og sérstaklega m.t.t. mannréttinda fatlaðs fólks sem áréttuð eru í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

https://www.ohchr.org/en/issues/SDGS/pages/the2030agenda.aspx

https://www.ohchr.org/Documents/Issues/MDGs/Post2015/SDG_HR_Table.pdf

http://www.edf-feph.org/sites/default/files/edf_-_sdgs_human_rights_report_final_accessible.pdf

Á þessum hlekk má nálgast samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og upplýsingar varðandi hann.

https://www.althingi.is/altext/145/s/1637.html

Afrita slóð á umsögn

#4 Tinna Rut B. Isebarn - 08.05.2019

Hjálagt sendist umsögn Landssambands ungmennafélaga (LUF) um landsrýniskýrslu um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum.

Virðingarfyllst f.h. stjórnar LUF,

Tinna Isebarn

Framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök íslenskra ólympíufara - 08.05.2019

Samtök íslenskra ólympíufara (Iceland National Olympians Association) mundi vilja láta skoða að bæta við eftirfarandi markmiðum í kafla 3 í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna;

SUSTAINABLE DEVELOPMENT GOAL 3

Ensure healthy lives and promote well-being for all at all ages

TARGETS

3.10 Promote Sport and Physical Education

Sport and physical education promote positive values and skills which have a lasting impact on young people. Sports activities and physical education make school more attractive and improve attendance. Access for women and girls to physical education and sport helps them build confidence and a stronger social integration.

All countries should organize a sport club next to a school so children can continue in sports when finishing the school age.

Countries providing development aid to other countries should add sports to their development activities and organize sport clubs next to schools and assist with teaching of trainers and leaders for both boys and girls, building sport fields and facilities and provide balls and other sport equipment.

Afrita slóð á umsögn

#6 Verkfræðingafélag Íslands - 13.05.2019

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Þóra Jónsdóttir - 15.05.2019

Barnaheill þakka fyrir tækifærið að fá að eiga samráð um landsrýniskýrslu um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fyrir íslensk stjórnvöld.

Að mati samtakanna lítur verkefnið vel út og virðist metnaðarfullt. Barnaheill telja þó rétt að benda á og hvetja til þess að heimsmarkmið 16.2: „Tekið verði fyrir misnotkun, misneytingu, mansal og hvers kyns ofbeldi gegn börnum og pyntingar verði upprættar.“ verði bætt við sem einu af forgangsmarkmiðum íslenskra stjórnvalda. Barnaheill telja þetta undirmarkmið óskaplega mikilvægt sem hluti af þeirri heildarsýn sem forgangsmarkmið Íslands eru og eiga að vera. Íslenska ríkið hefur bæði ríkar skyldur til að framfylgja þessu heimsmarkmiði á Íslandi og getur jafnframt haft mikil áhrif út í alþjóðasamfélagið með því að búa vel að börnum og gera allt sem í valdi þess stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum.

Ofbeldi gegn börnum er ágætlega gerð skil í landsrýniskýrslunni en hins vegar er heimsmarkmið 16.2 ekki nefnt sem eitt af forgangsmarkmiðunum. Það sendir skýr skilaboð til umheimsins ef Ísland hefur vernd barna gegn ofbeldi sem eitt af sínum forgangsmarkmiðum.

Barnaheill hvetja verkefnastjórnina til að bæta heimsmarkmiði 16.2 við forgangsmarkmið íslenska ríkisins við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Barnaheill vinna að bættum mannréttindum barna og leggja sérstaka áherslu á vernd barna gegn ofbeldi. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og viðauka hans að leiðarljósi í öllu sínu starfi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Erla Björgvinsdóttir - 15.05.2019

Komið þið sæl,

meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum.

Bestu kveðjur,

Erla

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Bindindissamtökin IOGT á Íslandi - 28.05.2019

Komið sæl

Hér kemur umsögn IOGT á Íslandi um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Við vonum að það nýtist ykkur í að ná markmiðunum á sem skemmstum tíma.

Bæklingurinn og rannsóknir sýna að fljótlegasta og skilvirkasta leiðin til að ná þeim sé að neyta ekki áfengis eða annarra vímuefna.

IOGT á Íslandi er tilbúið til samstarfs við alla þá sem vilja gera veröldina að betri stað.

Kveðja

BINDINDI BORGAR SIG

Aðalsteinn Gunnarsson

Framkvæmdastjóri

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi

www.iogt.is

Viðhengi Viðhengi