Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.4.–15.5.2019

2

Í vinnslu

  • 16.5.–29.9.2019

3

Samráði lokið

  • 30.9.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-115/2019

Birt: 23.4.2019

Fjöldi umsagna: 9

Annað

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Innleiðing Íslands á heimsmarkmiðunum

Niðurstöður

Verkefnastjórn um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vann úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust. Sjá nánar í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun óskar eftir umsögnum um landsrýniskýrslu (e. Voluntary National Review) um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum.

Nánari upplýsingar

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum. Skýrslunni verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í júní sem hluta af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Endanleg útgáfa skýrslunnar mun taka mið af þeim athugasemdum sem berast í gegnum samráðsgáttina.

Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu sem verkefnastjórn ritaði og kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands.

Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika.

Í skýrslunni má sjá að þótt að Ísland standi vel að vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna þá eru ýmsar áskoranir sem kalla á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega.

Hægt er að senda inn umsögn um einstaka kafla skýrslunnar eða skýrsluna í heild. Athugið að umsagnir kunna að vera birtar í heild sinni í viðauka við skýrsluna þegar hún verður lögð fyrir Sameinuðu þjóðirnar í júlí.

Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin er að finna á heimsmarkmidin.is.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fanney Karlsdóttir

fanney.karlsdottir@for.is