Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–9.5.2019

2

Í vinnslu

  • 10.2019–26.5.2020

3

Samráði lokið

  • 27.5.2020

Mál nr. S-117/2019

Birt: 2.5.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003, með síðari breytingum.

Niðurstöður

Niðurstaða málsins var í stuttu máli sú að engar athugasemdir bárust. Sett var breytingareglugerð nr. 595/2017

Málsefni

Til umsagnar er reglugerð um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd alþjónustu nr. 364/2003, með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar

Á 149. löggjafarþingi, voru gerðar breytingar á núgildandi póstlögum nr. 19/2002. Þær breytingar fólu m.a. í sér að mælt var skýrt fyrir um það í 51. gr. laganna að landslög ættu að ganga framar alþjóðlegum skuldbindingum á sviði póstmála. Þessi breyting þótti nauðsynleg þar sem hún er í samræmi við tvíeðliskenninguna og á grundvelli þess að alþjóðaskuldbindingar á sviði póstmála hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár. Breytingin kallar á sambærilegar breytingar á orðalagi 26. gr. reglugerðar um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003. Reglugerðin á sér stoð í 6. og 35. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is