Samráð fyrirhugað 02.05.2019—09.05.2019
Til umsagnar 02.05.2019—09.05.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 09.05.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003, með síðari breytingum.

Mál nr. 117/2019 Birt: 02.05.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (02.05.2019–09.05.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Til umsagnar er reglugerð um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd alþjónustu nr. 364/2003, með síðari breytingum.

Á 149. löggjafarþingi, voru gerðar breytingar á núgildandi póstlögum nr. 19/2002. Þær breytingar fólu m.a. í sér að mælt var skýrt fyrir um það í 51. gr. laganna að landslög ættu að ganga framar alþjóðlegum skuldbindingum á sviði póstmála. Þessi breyting þótti nauðsynleg þar sem hún er í samræmi við tvíeðliskenninguna og á grundvelli þess að alþjóðaskuldbindingar á sviði póstmála hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár. Breytingin kallar á sambærilegar breytingar á orðalagi 26. gr. reglugerðar um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003. Reglugerðin á sér stoð í 6. og 35. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002.