Samráð fyrirhugað 24.09.2018—22.10.2018
Til umsagnar 24.09.2018—22.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 22.10.2018
Niðurstöður birtar 15.08.2019

Frumvarp, loftslagslög, breyting (loftslagsráð)

Mál nr. 138/2018 Birt: 24.09.2018 Síðast uppfært: 15.08.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Fjölmargar athugasemdir bárust við efni frumvarpsins og var tekið tillit til margra þeirra, sjá samráðskafla frumvarps. Í samráðskafla frumvarps er einnig að finna rökstuðning fyrir því afhverju ekki var fallist á tillögur að breytingum.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.09.2018–22.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.08.2019.

Málsefni

Breyting á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, er lögð fram í þeim tilgangi að: 1) kveða á um stofnun og skipan loftslagsráðs í lögum; 2) innleiða tilskipun (ESB) 2018/410; 3) breyta ákvæði 6. gr. um þá opinberu aðila sem safna upplýsingum vegna losunarbókhalds Íslands; 4) uppfæra IX. kafla um Loftslagssjóð.

Í frumvarpi um breytingu á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, verður kveðið um á stofnun og skipan loftslagsráðs en með því móti verður hlutverk þess fest í sessi með lögum. Ráðinu er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi.

Í frumvarpinu verður tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytir tilskipun 2003/87/EB um aðgerðir sem stuðla eiga að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvetja til fjárfestinga í lágkolefnatækni/-framleiðslu og ákvörðun (ESB) 2015/1804. Um er að ræða breytingar sem gilda fyrir fjórða tímabil viðskiptarkerfis ESB með losunarheimildir (ETS) sem varir frá 2021 - 2030.

Einnig verða lagðar fram breytingar á ákvæði 6. gr. um þá opinberu aðila sem safna upplýsingum vegna losunarbókhalds Íslands og ákvæði um Loftslagssjóð (IX. kafli) verður uppfært. Sjóðurinn hefur enn ekki verið settur á fót en ráðgert er að gera það á næsta ári.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Íris Lind Sæmundsdóttir - 18.10.2018

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga, dags. í dag, um fyrirhugað frumvarp til breytinga á loftslagslögum.

Kveðja, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landgræðsla ríkisins - 18.10.2018

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

skrifstofa hafs, vatns og loftslags

Landgræðsla ríkisins lýsir ánægju sinni með áform þau um lagasetningu sem hér eru kynnt. Um er að ræða þarfar breytingar sem um nokkurt skeið hefur legið fyrir að nauðsynlegt sé að ráðast í. Efnislegar athugasemdir um áformin eru engar á þessu stigi en brýnt skal fyrir stjórnvöldum að fé sem til skiptanna hefur verið í loftslagsmálum hefur hingað til verið af of skornum skammti.

Stjórnvöld sýnast þó meðvituð um þennan fjárskort og í fyrirliggjandi áformum leggur ríkisstjórnin áherslu á að veittir séu auknir fjármunir og mannafli í baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Þessi áform verða að raungerast því ýmis grunnvinna og rannsóknir, sem eru grundvöllur upplýstra ákvarðana um loftslagsmál, hafa liðið fyrir áðurgreindan fjárskort. Þannig er t.d. nauðsynlegt að gera ráð fyrir auknum fjármunum til að vinna að rannsóknum í tengslum við bókhald og skýrslugerð um landnotkun og loftslagsmál.

Virðingarfyllst,

f.h. Landgræðslu ríkisins

Birkir Snær Fannarsson

Afrita slóð á umsögn

#4 Anna María Sigurðardóttir - 22.10.2018

Fyrir hönd Landsvirkjunar sendi ég meðfylgjand umsögn um mál nr. S-138/2018 í Samráðsgáttina.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Sigurjón Norberg Kjærnested - 22.10.2018

Umsögn Samorku

Viðhengi