Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.9.–22.10.2018

2

Í vinnslu

  • 23.10.2018–14.8.2019

3

Samráði lokið

  • 15.8.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-138/2018

Birt: 24.9.2018

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp, loftslagslög, breyting (loftslagsráð)

Niðurstöður

Fjölmargar athugasemdir bárust við efni frumvarpsins og var tekið tillit til margra þeirra, sjá samráðskafla frumvarps. Í samráðskafla frumvarps er einnig að finna rökstuðning fyrir því afhverju ekki var fallist á tillögur að breytingum.

Málsefni

Breyting á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, er lögð fram í þeim tilgangi að: 1) kveða á um stofnun og skipan loftslagsráðs í lögum; 2) innleiða tilskipun (ESB) 2018/410; 3) breyta ákvæði 6. gr. um þá opinberu aðila sem safna upplýsingum vegna losunarbókhalds Íslands; 4) uppfæra IX. kafla um Loftslagssjóð.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpi um breytingu á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, verður kveðið um á stofnun og skipan loftslagsráðs en með því móti verður hlutverk þess fest í sessi með lögum. Ráðinu er ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi.

Í frumvarpinu verður tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytir tilskipun 2003/87/EB um aðgerðir sem stuðla eiga að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvetja til fjárfestinga í lágkolefnatækni/-framleiðslu og ákvörðun (ESB) 2015/1804. Um er að ræða breytingar sem gilda fyrir fjórða tímabil viðskiptarkerfis ESB með losunarheimildir (ETS) sem varir frá 2021 - 2030.

Einnig verða lagðar fram breytingar á ákvæði 6. gr. um þá opinberu aðila sem safna upplýsingum vegna losunarbókhalds Íslands og ákvæði um Loftslagssjóð (IX. kafli) verður uppfært. Sjóðurinn hefur enn ekki verið settur á fót en ráðgert er að gera það á næsta ári.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, skrifstofa hafs, vatns og loftslags

postur@uar.is