Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.5.2019

2

Í vinnslu

  • 22.5.2019–22.7.2020

3

Samráði lokið

  • 23.7.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-126/2019

Birt: 7.5.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga

Niðurstöður

Drög að reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 7. – 21. maí 2019. Tvær umsagnir bárust um reglugerðardrögin. Brugðist var við hluta ábendinga í umsögnunum. Reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga var birt í Stjórnartíðindum 23. júlí 2019.

Málsefni

Með reglugerðinni er verið að innleiða ákvæði í tilskipun Evrópusambandsins nr. 2013/34 um framsetningu efnahags- og rekstarreiknings. Reglugerðin mun leysa af hólmi eldri reglugerð nr. 696/1996 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga.

Nánari upplýsingar

Drögin að reglugerðinni eru unnin í samvinnu við ársreikningaskrá ríkisskattstjóra og reikningsskilaráði að beiðni Atvinnu-vega- og nýsköpunarráðuneytisins.Reglugerðin skal koma í stað eldri reglugerðar um sama efni nr. 696/1996. Í reglugerðinni eru settar fram kröfur um framsetningu á efnahagsreikningi, rekstrarreikningi og sjóðstreymisyfirliti auk þess sem að þar er tilgreint hvaða upplýsingar skuli birta í skýringum og skýrslu stjórnar. Meginatriði tillögunnar eru eftirfarandi:

-Framsetning efnahagsreiknings

Framsetning efnahagsreiknings sem mælt er fyrir um í þessu minnisblaði byggir á framsetningu í IV. viðauka tilskipunar Evrópusambandsins nr. 2013/34/ESB, þ.e. svokallaðri lóðréttri framsetningu efna-hagsreiknings. Hún gerir ekki ráð fyrir að efnahagsreikningur sé settur fram miðað við svokallaða lá-rétta aðferð, sbr. III. viðauka tilskipunarinnar, enda hefur þess háttar framsetning efnahagsreiknings ekki tíðkast á Íslandi eftir því sem næst verður komist. Samkvæmt 10. grein tilskipunarinnar skulu aðildarríki heimila aðra eða báðar framsetningar.

-Framsetning rekstrarreiknings

Tillaga að framsetningu rekstrarreiknings er í samræmi við viðauka V. í tilskipun um framsetningu gjalda miðað við tegund þeirra (e. nature of expenses). Í tillögunni er þó gert ráð fyrir að félögum verði heimilt að setja gjöld í rekstrarreikningi fram miðað við starfsemiskostnaðarflokkun (e. function of expenses), sbr. viðauka VI. í tilskipuninni, sbr. einnig 13. gr. tilskipunarinnar. Ekki er þó fjallað nánar um þann framsetningarmöguleika í þessari tillögu að reglugerð, enda er gert ráð fyrir að flest fyrirtæki nýti fyrri framsetningarmöguleikann.

-Skýringar með ársreikningi

V. kafli laga nr. 3/2006 um ársreikninga fjallar um skýringar og er í tillögu að reglugerðinni forðast að endurtaka efni laganna. Því er vísað til fyrrgreinds kafla laganna um beinar skýringarkröfur sem fylgja ber að lágmarki. Í tillögunni er bent á að stjórnendur skuli leggja mat á hvort bæta þurfi við upplýs-ingum í ársreikning eða samstæðuársreikning ef við á. Kveðið er á um að veita skuli ítarlegri upplýs-ingar en þær sem krafist er í lögunum svo glögg mynd náist. Dæmi um slíkt er að birta ítarlegri sundurliðanir og skýringar. Í viðauka A, sem gert er ráð fyrir að verði hluti af reglugerðinni, eru tiltekin dæmi um upplýsingar sem nauðsynlegt kann að vera að veita að hluta til eða í heild vegna tiltekinna liða. Tekið er fram að ekki sé um tæmandi upptalningu að ræða.

-Skýrsla stjórnar

Um skýrslu stjórnar gildir það sama og um skýringar að efni viðkomandi kafla í lögum um ársreikninga er ekki endurtekið. Hins vegar er útskýrt nánar hvað felst í þeim kröfum sem þar er að finna og sérstök áhersla lögð á ófjárhagslegar upplýsingar.  

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

postur@anr.is