Samráð fyrirhugað 10.05.2019—30.06.2019
Til umsagnar 10.05.2019—30.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 30.06.2019
Niðurstöður birtar

Drög að stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd

Mál nr. S-129/2019 Birt: 10.05.2019 Síðast uppfært: 15.05.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 10.05.2019–30.06.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskránni og nú eru birt til samráðs tvö ný ákvæði, um umhverfisvernd og um auðlindir náttúru Íslands.

Eftirfarandi var fært til bókar á fundi formanna flokkanna 10. maí 2019:

„Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þar hafa ýmis ákvæði komið til skoðunar. Vinna við þessi tvö frumvörp sem hér eru birt til samráðs er nú komin það langt áleiðis að rétt er að leita álits og athugasemda frá almenningi um efni þeirra í samráðsgátt stjórnvalda.

Áréttað er að birting í samráðsgátt á þessu stigi felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpanna í þessari mynd á Alþingi.

Einnig er vakin athygli á því að samráðsgátt stjórnvalda er einungis eitt af þeim verkfærum sem nýtt verða til samráðs við almenning. Fram undan er frekara almenningssamráð um önnur mál, m.a. með rökræðukönnun sem lagt er til að verði síðar á þessu ári.“

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.